Laundromat

Í dag fórum við Jón Ómar í fyrsta sinn á kaffihús saman með Thelmu vinkonu okkar sem er að fara af landi brott, ég gæti alveg hugsað mér að verða svona latte-mamma. Jón Ómar svaf í stólnum sínum á meðan ég borðaði en vaknaði alveg passlega þegar ég var að fá mér síðustu súpuskeiðina. Ég verð nú samt að viðurkenna að þegar kom að því að gefa honum brjóst að þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera, ekki af því að mér fyndist óþægilegt að gefa honum heldur út af umræðum um að öðru fólki sé misboðið ef það er verið að gefa börnum brjóst á almannafæri. Svo fór hann að gráta þegar hann vaknaði og þá fannst mér eins og ég yrði að biðja alla afsökunar á því, þó það hefði ekki varað nema í mesta lagi eina mínútu, en svo verður maður bara að hugsa að við eigum alveg jafn mikinn rétt á að fara á kaffihús eins og aðrir. Annars var hann svo sæll og glaður eins og oftast.

Laundromat

Í dag fórum við Jón Ómar í fyrsta sinn á kaffihús saman með Thelmu vinkonu okkar sem er að fara af landi brott, ég gæti alveg hugsað mér að verða svona latte-mamma. Jón Ómar svaf í stólnum sínum á meðan ég borðaði en vaknaði alveg passlega þegar ég var að fá mér síðustu súpuskeiðina. Ég verð nú samt að viðurkenna að þegar kom að því að gefa honum brjóst að þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera, ekki af því að mér fyndist óþægilegt að gefa honum heldur út af umræðum um að öðru fólki sé misboðið ef það er verið að gefa börnum brjóst á almannafæri. Svo fór hann að gráta þegar hann vaknaði og þá fannst mér eins og ég yrði að biðja alla afsökunar á því, þó það hefði ekki varað nema í mesta lagi eina mínútu, en svo verður maður bara að hugsa að við eigum alveg jafn mikinn rétt á að fara á kaffihús eins og aðrir. Annars var hann svo sæll og glaður eins og oftast.

15.22

Vinkonurnar og ein seinþroska vinkona fyrir aftan 😉

Borðuðum

Drukkum

Dáðumst að nýju bumbunni í hópnum

Hlógum

Við ruddumst inn á vinkonur okkar að vestan sem komu suður í “húsmæðraorlof” – þær höfðu leigt bústað og við gerðumst boðflennur fyrir eina nótt. Algjör vítamínsprengja fyrir sálina að vera í kringum góðar vinkonur og núna er ég tilbúin til að takast á við prófatörnina, einn, tveir og byrja!

15.22

Vinkonurnar og ein seinþroska vinkona fyrir aftan 😉

Borðuðum

Drukkum

Dáðumst að nýju bumbunni í hópnum

Hlógum

Við ruddumst inn á vinkonur okkar að vestan sem komu suður í “húsmæðraorlof” – þær höfðu leigt bústað og við gerðumst boðflennur fyrir eina nótt. Algjör vítamínsprengja fyrir sálina að vera í kringum góðar vinkonur og núna er ég tilbúin til að takast á við prófatörnina, einn, tveir og byrja!

Tuttugastiogfjórði

Já, ég veit hvað þið eruð að hugsa – þær eru hver annarri fallegri… Vinkonuhittingur um helgina. 
Ég er ógeðslega ánægð að það sé kominn mánudagur, mánudagarnir eru mjög góðir þessa önnina þar sem ég er alltaf í fríi á mánudögum þannig að ég get komið mér hægt og rólega af stað inn í vikuna. 
Dimma var að fara út með afa sínum, hann kemur alltaf á morgnana og nær í hana og fer með hana að hlaupa úti á túni. Það er vandræðalegt, fyrir mig og Svenna þ.e., hvað hún elskar hann afa sinn mikið, hún ýlfrar þegar hann leggur bílnum í stæðið og titrar af spenningi, virkilega krúttað! 
Annars fer dagurinn bara í að vinna heimavinnuna mína, út að hlaupa og svo andlitsbað seinni partinn. 
Later!