Að sjá & gera í Stockhólmi

Stockhólmur mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég elska það að koma þangað. Borgin er svo ótrúlega falleg og ég mæli með því að ef þið eruð að fara þangað, þá takið þið ykkur smá tíma í að rölta um og bara skoða. Ég er alls ekki með besta skúbbið yfir það hvað er mest trendí að gera í Stockhólmi eða hvaða næturklúbbar eru flottastir. En mig langar samt að nefna það helsta sem ég myndi gera ef ég væri stödd í borginni. Að versla í Stockhólmi er paradís á jörðu, ef maður á nóg af pening. Þó ég ætti ekki mikinn pening þá myndi ég samt versla færri flíkur (en gæðalegri) og fara í Acne og COS. H&M getur verið ágætt oft en ég mun alltaf vera veik fyrir þessum fyrrnefndu verslunum. Åhléns er stór verslun þar sem er að finna öll helstu sænsku merkin og það getur verið skemmtilegt að kíkja þar inn, sænsk hönnun er mjög flott. Ég er að reyna að labba um götur Stockhólms núna í huganum, en þessar verslanir eru þær sem eru mér efst í huga núna allavega. Öll helstu tískuhúsin eru með verslanir í Stockhólmi og auðvitað minn gamli góði vinur Louis Vuitton. Nathalie Schuterman er Sævar Karl Svíþjóðar og selur merki eins og Céline og Balenciaga.
Þegar kemur að mat þá myndi ég fá mér kaffi á Kaffeverket, kanilsnúð á Saturnus, sætabrauð og kaffi á Vetekatten, kokteil á Mälarpaviljongen, pasta á Vapiano í Gamla Stan, sushi á EAST og kebab á hvaða kebab stað sem er. Svíar kunna sitt fag þegar kemur að kebab og kebabpizzum, hrikalega sveitt en mjög gott. Þegar veður er gott er líka mjög gaman að sitja á Josefinas og sötra eitthvað kalt. Ef ég væri að fara eitthvað fínt út að borða þá myndi ég hugsanlega velja Riche eða Sturehof. Ef þið viljið fá alvöru sænskar kjötbollur þá er Prinsen alveg málið.
Í Östermalmshallen er hægt að finna úrvals matvöru og skemmtilega veitingastaði. Mjög gaman að labba um og skoða og jafnvel kaupa sér einhverja lúxus máltíð til að elda heima.
Við Stureplan er svo hægt að finna fullt af skemmtilegum næturklúbbum þar sem biðraðirnar eru oftast langar. Á Stureplan kemst maður ekki inn á skemmtistað í strigaskóm eða of fullur. 
Ég myndi líka taka strætó eða tram út í Djurgården og labba um og fá mér ís. Um að gera að rölta um og njóta þessarar fallegu borgar. 
Ég er auðvitað að gleyma fullt fullt af atriðum en þetta er það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég kannski uppfæri þetta með tíð og tíma. 
Heyrumst.

Í framtíðinni

Ég sakna Stockhólms svo mikið! 
Langar að eiga þar fallega íbúð og góða vinnu. Íbúðin væri nokkuð miðsvæðis, draumaíbúðin væri í Vasastan.
Ég væri búin að innrétta hana af mikilli natni og ég gengi í fallega sniðnum drögtum. Svenni ætti eitt stk. líkamsræktarstöð og við færum í borgarferðir oftar en við skryppum í bíó. Við ættum börn sem við gerðum fullt af skemmtilegum hlutum með og sem við myndum ganga með á leikskólann/skólann áður en við myndum svo halda áfram labbinu í vinnuna. Á sumrin væri ég í opnum hælaskóm og pilsum en á veturna væri ég í leðurstígvélum og þykkum ullarkápum,  með mjúkan kashmír trefil um hálsinn og frostið myndi bíta í kinnarnar. Ég ætti engan bíl og það væri allt í lagi, það væri hvort sem er svo langt síðan ég keyrði síðast að ég væri orðin óörugg í umferðinni. 
Er þetta nokkuð óraunhaæft?

Í framtíðinni

Ég sakna Stockhólms svo mikið! 
Langar að eiga þar fallega íbúð og góða vinnu. Íbúðin væri nokkuð miðsvæðis, draumaíbúðin væri í Vasastan.
Ég væri búin að innrétta hana af mikilli natni og ég gengi í fallega sniðnum drögtum. Svenni ætti eitt stk. líkamsræktarstöð og við færum í borgarferðir oftar en við skryppum í bíó. Við ættum börn sem við gerðum fullt af skemmtilegum hlutum með og sem við myndum ganga með á leikskólann/skólann áður en við myndum svo halda áfram labbinu í vinnuna. Á sumrin væri ég í opnum hælaskóm og pilsum en á veturna væri ég í leðurstígvélum og þykkum ullarkápum,  með mjúkan kashmír trefil um hálsinn og frostið myndi bíta í kinnarnar. Ég ætti engan bíl og það væri allt í lagi, það væri hvort sem er svo langt síðan ég keyrði síðast að ég væri orðin óörugg í umferðinni. 
Er þetta nokkuð óraunhaæft?

Nýtt í fataskápinn

Ég er enginn tískubloggari eða módel og hef aldrei haldið því fram, enda ástæða fyrir því að ég vann ekki Ungfrú Reykjavík 😉 Mikilvægt að ég haldi í ímynd mína sem alvarlegur hægrisinnaður laganemi, ho ho ho 😉 En í dag fann ég hið fullkomna svarta síða pils, það er frá merkinu Rules By Mary og er dásamlega þægilegt. Svo eignaðist ég líka fallegt sjal í dag sem María vinkona mín gaf mér, god bless her heart! Hún keypti sér alveg eins sjal og hún keypti sér reyndar líka alveg eins pils, þetta var bara eins og í gamla daga þegar við vildum alltaf vera í eins fötum. Ég hef það á tilfinningunni að það verði eitthvað verslað meira þessa síðustu daga hér í Svíaríki áður en ég flýg heim á klakann!

Núna ætlar Thelma að láta mig horfa á Dirty Dancing (sem ég hef aldrei séð) – ætli ég verði ekki að sjá hana svo ég viti hvað allir eru alltaf að tala um.

Góðar stundir lagsmenn.

Nýtt í fataskápinn

Ég er enginn tískubloggari eða módel og hef aldrei haldið því fram, enda ástæða fyrir því að ég vann ekki Ungfrú Reykjavík 😉 Mikilvægt að ég haldi í ímynd mína sem alvarlegur hægrisinnaður laganemi, ho ho ho 😉 En í dag fann ég hið fullkomna svarta síða pils, það er frá merkinu Rules By Mary og er dásamlega þægilegt. Svo eignaðist ég líka fallegt sjal í dag sem María vinkona mín gaf mér, god bless her heart! Hún keypti sér alveg eins sjal og hún keypti sér reyndar líka alveg eins pils, þetta var bara eins og í gamla daga þegar við vildum alltaf vera í eins fötum. Ég hef það á tilfinningunni að það verði eitthvað verslað meira þessa síðustu daga hér í Svíaríki áður en ég flýg heim á klakann!

Núna ætlar Thelma að láta mig horfa á Dirty Dancing (sem ég hef aldrei séð) – ætli ég verði ekki að sjá hana svo ég viti hvað allir eru alltaf að tala um.

Góðar stundir lagsmenn.