Baðið

Ljósan sagði við okkur að annað hvort myndu börn öskra úr sér lungun við það að vera sett í bað eða vera mjög ánægð með það, strákurinn minn er sko mjög ánægður með baðið sitt og það eru yndisleg hljóðin í honum þannig að það fer ekkert á milli mála að hann nýtur sín. Ef hann er eitthvað að kvarta þá steinhættir hann því um leið og hann fer í bað og honum líður svo rosalega vel í vatninu, það hefur hann frá mömmu sinni, ef ég er eitthvað að kvarta þá setur Svenni mig bara í bað og ég steinþegi. 

Advertisements

Dúðaður

Mömmunni finnst svolítið erfitt að klæða englabossann þegar það er svona kalt úti því það er erfitt að vita hvað er nógu hlýtt. Þessi galli frá 66°norður er samt alveg frábær og ég vona að honum sé nógu hlýtt í honum og að honum líði vel í honum. Af svipnum að dæma mætti samt halda að hann væri að hugsa að þetta væri nú komið gott, haha.

Dúðaður

Mömmunni finnst svolítið erfitt að klæða englabossann þegar það er svona kalt úti því það er erfitt að vita hvað er nógu hlýtt. Þessi galli frá 66°norður er samt alveg frábær og ég vona að honum sé nógu hlýtt í honum og að honum líði vel í honum. Af svipnum að dæma mætti samt halda að hann væri að hugsa að þetta væri nú komið gott, haha.

Statusinn á mömmunni

Vissi ekki að það væri hægt að sofa svona lítið og komast í gegnum daginn. Ég hef alltaf verið með bauga undir augunum, núna eru þeir orðnir eitthvað annað og meira. Neglurnar sem voru eitt sinn fínar og vel naglalakkaðar eru eins og á karlmanni. Hárið á mér er búið að vera í sömu teygjunni í tvo daga, jú sem þýðir það að ég hef ekki farið í sturtu síðan í fyrradag. Þegar ég hugsa sturta vs. svefn þá er ég sofnuð áður en ég einu sinni hugleiði það að fara í sturtu. OG ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna í staðinn fyrir að fara í sturtu t.d. er sú að ég er ein heima með lilla og þori ekki að fara í sturtu, ég er fröken Paranoja, en svona er ég.

Uppáhalds tími dagsins er þegar ég fæ kaffibollann minn og lillinn sefur vært. Lillinn sefur nefninlega ekki svo vært um hánótt, hann kýs að vaka til ca. 3 eða 4, það er hans prime-time, augun galopin og allir eiga að vera í brjáluðu stuði. Hann drekkur og drekkur á þeim tíma, fram að þeim tímapunkti að tepokar hafa komið í staðinn fyrir það sem einu sinni voru brjóst. En það er gott að hann drekki vel, hann vex og dafnar mjög vel litli maðurinn okkar og hann er svo fallegur og yndislegur að það er ekki hægt að pirrast mikið yfir því að fá ekki svefn, en ég skil vel að svefnleysi sé eitt helsta pyntingartólið.

Flutti ræðu í skólanum á þriðjudag og svo var málflutningur á fimmtudaginn, leyfið mér bara enn og aftur að fullyrða það að ég mæli innilega ekki með því að vera í fullu námi og nýbökuð móðir. En ég er komin þetta langt núna þannig að ég get ekki hætt við að klára þetta, ein ritgerð, eitt málflutningsverkefni, eitt stutt lokapróf og eitt munnlegt próf og ÞÁ er þetta búið. Ég viðurkenni það samt alveg að ég fæ reglulega panik köst þar sem mig langar að grenja og gefast upp en svo tek ég sjálfa mig saman í andlitinu og held áfram. Ég á sem betur fer svo góða vini í skólanum sem senda mér glósur úr þeim tímum sem ég kemst ekki í, gæti þetta eflaust ekki án þeirra.

Í gærkvöldi fékk ég mér mitt fyrsta vínglas síðan í desember í fyrra. Það var mjög gott þetta hálfa glas, en mér fannst það mjög skrítið að geta fengið mér það, eins og ég væri eitthvað að svindla. Jú og svo eitt svona yfirborðskennt í lokin, gallabuxurnar sem voru of þröngar í síðustu viku komust auðveldlega upp núna, yes!

Við biðjum að heilsa ykkur í bili!

Statusinn á mömmunni

Vissi ekki að það væri hægt að sofa svona lítið og komast í gegnum daginn. Ég hef alltaf verið með bauga undir augunum, núna eru þeir orðnir eitthvað annað og meira. Neglurnar sem voru eitt sinn fínar og vel naglalakkaðar eru eins og á karlmanni. Hárið á mér er búið að vera í sömu teygjunni í tvo daga, jú sem þýðir það að ég hef ekki farið í sturtu síðan í fyrradag. Þegar ég hugsa sturta vs. svefn þá er ég sofnuð áður en ég einu sinni hugleiði það að fara í sturtu. OG ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna í staðinn fyrir að fara í sturtu t.d. er sú að ég er ein heima með lilla og þori ekki að fara í sturtu, ég er fröken Paranoja, en svona er ég.

Uppáhalds tími dagsins er þegar ég fæ kaffibollann minn og lillinn sefur vært. Lillinn sefur nefninlega ekki svo vært um hánótt, hann kýs að vaka til ca. 3 eða 4, það er hans prime-time, augun galopin og allir eiga að vera í brjáluðu stuði. Hann drekkur og drekkur á þeim tíma, fram að þeim tímapunkti að tepokar hafa komið í staðinn fyrir það sem einu sinni voru brjóst. En það er gott að hann drekki vel, hann vex og dafnar mjög vel litli maðurinn okkar og hann er svo fallegur og yndislegur að það er ekki hægt að pirrast mikið yfir því að fá ekki svefn, en ég skil vel að svefnleysi sé eitt helsta pyntingartólið.

Flutti ræðu í skólanum á þriðjudag og svo var málflutningur á fimmtudaginn, leyfið mér bara enn og aftur að fullyrða það að ég mæli innilega ekki með því að vera í fullu námi og nýbökuð móðir. En ég er komin þetta langt núna þannig að ég get ekki hætt við að klára þetta, ein ritgerð, eitt málflutningsverkefni, eitt stutt lokapróf og eitt munnlegt próf og ÞÁ er þetta búið. Ég viðurkenni það samt alveg að ég fæ reglulega panik köst þar sem mig langar að grenja og gefast upp en svo tek ég sjálfa mig saman í andlitinu og held áfram. Ég á sem betur fer svo góða vini í skólanum sem senda mér glósur úr þeim tímum sem ég kemst ekki í, gæti þetta eflaust ekki án þeirra.

Í gærkvöldi fékk ég mér mitt fyrsta vínglas síðan í desember í fyrra. Það var mjög gott þetta hálfa glas, en mér fannst það mjög skrítið að geta fengið mér það, eins og ég væri eitthvað að svindla. Jú og svo eitt svona yfirborðskennt í lokin, gallabuxurnar sem voru of þröngar í síðustu viku komust auðveldlega upp núna, yes!

Við biðjum að heilsa ykkur í bili!

Inni í lítilli kúlu

Það er ekki mikið um blogg þessa dagana, enda er það svo langt niðri á forgangsröðuninni um þessar mundir. Að vera mamma er ótrúlega krefjandi, því hef ég komist að á þessum 6 dögum, en það er svo ótrúlega gefandi og ég elska hverja mínútu af því. Ég er ekkert nema væmnin og tilfinningahrúgan en hvernig er annað hægt þegar maður eignast svona heilbrigt og fallegt barn, mesta blessun sem til er.

Inni í lítilli kúlu

Það er ekki mikið um blogg þessa dagana, enda er það svo langt niðri á forgangsröðuninni um þessar mundir. Að vera mamma er ótrúlega krefjandi, því hef ég komist að á þessum 6 dögum, en það er svo ótrúlega gefandi og ég elska hverja mínútu af því. Ég er ekkert nema væmnin og tilfinningahrúgan en hvernig er annað hægt þegar maður eignast svona heilbrigt og fallegt barn, mesta blessun sem til er.