1 árs

Flotta og ljúffenga kakan sem afi lét baka handa Jóni Ómari

 Jón Ómar fékk fallegar gjafir í dag – honum fannst samt meira spennandi að klifra upp á glerborðið hans afa
….og rífa lyklana úr skápunum

Nafnarnir
***
Í dag varð elsku Jón Ómar eins árs. Ég fór inn og vakti hann (eins og alla aðra morgna í vikunni) klukkan 7.30 og söng afmælissönginn, pabbinn var því miður farinn í vinnuna. Það var svolítið sætur og myglaður strákur sem vaknaði brosandi við það að mamma hans skyldi vera að syngja fyrir hann í morgunsárið – gott að einhver kann að meta sönghæfileika mína. Jón Ómar fór svo til dagmömmunnar sem var með tilbúna gjöf handa honum og ég held að þau hafi fengið lummur í tilefni dagsins =) Klukkan 15 náði ég í snúðinn og við fórum heim til afa sem var búinn að hafa til afmæliskaffi. Lillinn sofnaði svo klukkan 20 eins og vanalega, ætli hann vakni svo ekki klukkan 6 í fyrramálið 😉
Ég hefði í alvöru ekki trúað því hvað lífið breytist til hins betra við að eignast barn. Ég lifi fyrir litla strákinn minn sem gefur mér svo mikla gleði á hverjum einasta degi, þetta upplifa sjálfsagt allir foreldrar. Ég get skrifað endalausa væmna ræðu um það hvað Jón Ómar er yndislegur og skemmtilegur og FYNDINN. Hann tekur upp bolinn á mér og burrar á magann minn, hann kyssir mig með rennandi blautum kossi og gaaalopnum munni, hann dansar fyrir framan söngvaborg og svarar í símann.
Á morgun er afmælisveisla með fjölskyldu og vinum og ætli það sé ekki best að ég klári að baka það sem þarf að baka svo ég vakni hress (örugglega klukkan 6) í fyrramálið. 
Heyrumst seinna.

Unnur Tara & Jón Ómar

Jón Ómar glaður yfir því að fá loksins að leika við Unni frænku sem er komin heim í sumarfrí.
***
Æfing dagsins búin, hrikalega gott að svitna og taka á því og ennþá betra verður að komast í nudd seinna í dag. Ég fór í nudd hjá manni fyrir um mánuði síðan og hann hnykkti brjóstbakið á mér og ég er búin að vera verkjuð síðan þá. Maðurinn var auðvitað ekki hnykkjari og hnykkti mig án þess að biðja um leyfi og án þess að vita nokkuð um ástand mitt. Ég get orðið svo reið yfir svona löguðu, algjört hugsunarleysi hjá þessum manni. Allavega, þá vona ég að nokkrir nuddtímar bjargi mér, ég verð vitlaus á því að vera svona. 
Áðan fór ég og skrifaði undir hjá dagmömmunni sem Jón Ómar verður hjá í vetur, líst alveg ótrúlega vel á hana, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og ótrúlega skrítin tilhugsun að skilja hann eftir hjá öðrum allan daginn. 
Jæja heyrumst betur seinna!

Krúttmundur

Sætasti litli englabossinn minn sem ég elska út úr þessum heimi!

Þessi litli orkubolti hélt mér vakandi til klukkan 3 í nótt. Ég skil ekki hvar hann fær þessa orku, hann var sem sagt vakandi meira og minna frá 17-3 í nótt. Hann hlýtur að vera að drekka einhverja orkudrykki sem ég veit ekki um. En mér finnst miklu betra að sofna ekki fyrr en seint í staðinn fyrir að sofna og vakna síðan og vaka heillengi, þá er ég ónýt. Mér finnst ég ekki tala um annað en svefn þessa dagana, haha, afsakið mig.

Á morgun förum við í skoðun á heilsugæsluna og ég er mjög spennt fyrir því, ég er líka mjög spennt yfir því að við ætlum að labba þangað og hann fær að prufa vagninn sinn í fyrsta skipti.

Jæja ég ætla að fá mér annan kaffibolla, heyrumst.

Krúttmundur

Sætasti litli englabossinn minn sem ég elska út úr þessum heimi!

Þessi litli orkubolti hélt mér vakandi til klukkan 3 í nótt. Ég skil ekki hvar hann fær þessa orku, hann var sem sagt vakandi meira og minna frá 17-3 í nótt. Hann hlýtur að vera að drekka einhverja orkudrykki sem ég veit ekki um. En mér finnst miklu betra að sofna ekki fyrr en seint í staðinn fyrir að sofna og vakna síðan og vaka heillengi, þá er ég ónýt. Mér finnst ég ekki tala um annað en svefn þessa dagana, haha, afsakið mig.

Á morgun förum við í skoðun á heilsugæsluna og ég er mjög spennt fyrir því, ég er líka mjög spennt yfir því að við ætlum að labba þangað og hann fær að prufa vagninn sinn í fyrsta skipti.

Jæja ég ætla að fá mér annan kaffibolla, heyrumst.

Næturnar

Síðan ég eignaðist lillann minn (mikið hlakka ég til að geta kallað hann nafninu sínu!) þá eru næturnar orðnar minn minnst uppáhalds tími sólarhringsins. Ég sef vanalega mjög vel og djúpt og vakna ekki einu sinni til að fara á klósettið. Ég hef sofið af mér jarðskjálfta, vegavinnumenn fyrir utan gluggann minn etc. og er mjög háð því að fá góðan svefn ef ég á að geta starfað eðlilega. Ég hef aldrei getað tekið þessa s.k. all-nightera í skólanum, ef ég ákveð það að ég ætli að gera það þá er ég vanalega farin að líta á klukkuna geispandi um ellefu leytið. Ég vil frekar vakna klukkan 6 á morgnana. En elsku barnið mitt verður svangt á næturna, oftast vaknar hann einu sinni um hánótt og svo ekkert aftur fyrr en 7 eða 8. Sumar nætur vill hann hins vegar vaka og spjalla (hann grætur sem betur fer ekki mikið). En að sitja ein um hánótt, svo þreyttur að augnlokin (og hausinn) eru allt í einu orðin 1000 kg., vitandi til þess að allir eru sofandi, allt er slökkt, það er einmanalegt. Núna vakir hann sem betur fer ekki lengi á næturnar en ef það kemur fyrir þá er ég svo glöð að geta farið fram í stofu og kveikt á sjónvarpinu, horft á CNN eða Sky News eða jafnvel Food Network, þá líður mér minna eins og það sé slökkt á heiminum og það séu fleiri vakandi með mér. Ég mæli sem sagt með því að hafa Fjölvarpið þegar maður er nýbökuð móðir.

Næturnar

Síðan ég eignaðist lillann minn (mikið hlakka ég til að geta kallað hann nafninu sínu!) þá eru næturnar orðnar minn minnst uppáhalds tími sólarhringsins. Ég sef vanalega mjög vel og djúpt og vakna ekki einu sinni til að fara á klósettið. Ég hef sofið af mér jarðskjálfta, vegavinnumenn fyrir utan gluggann minn etc. og er mjög háð því að fá góðan svefn ef ég á að geta starfað eðlilega. Ég hef aldrei getað tekið þessa s.k. all-nightera í skólanum, ef ég ákveð það að ég ætli að gera það þá er ég vanalega farin að líta á klukkuna geispandi um ellefu leytið. Ég vil frekar vakna klukkan 6 á morgnana. En elsku barnið mitt verður svangt á næturna, oftast vaknar hann einu sinni um hánótt og svo ekkert aftur fyrr en 7 eða 8. Sumar nætur vill hann hins vegar vaka og spjalla (hann grætur sem betur fer ekki mikið). En að sitja ein um hánótt, svo þreyttur að augnlokin (og hausinn) eru allt í einu orðin 1000 kg., vitandi til þess að allir eru sofandi, allt er slökkt, það er einmanalegt. Núna vakir hann sem betur fer ekki lengi á næturnar en ef það kemur fyrir þá er ég svo glöð að geta farið fram í stofu og kveikt á sjónvarpinu, horft á CNN eða Sky News eða jafnvel Food Network, þá líður mér minna eins og það sé slökkt á heiminum og það séu fleiri vakandi með mér. Ég mæli sem sagt með því að hafa Fjölvarpið þegar maður er nýbökuð móðir.

Baðið

Ljósan sagði við okkur að annað hvort myndu börn öskra úr sér lungun við það að vera sett í bað eða vera mjög ánægð með það, strákurinn minn er sko mjög ánægður með baðið sitt og það eru yndisleg hljóðin í honum þannig að það fer ekkert á milli mála að hann nýtur sín. Ef hann er eitthvað að kvarta þá steinhættir hann því um leið og hann fer í bað og honum líður svo rosalega vel í vatninu, það hefur hann frá mömmu sinni, ef ég er eitthvað að kvarta þá setur Svenni mig bara í bað og ég steinþegi.