Rútínan

Mér datt í hug að skrifa smá um snyrtivörurnar sem ég nota dags daglega. Það stendur jú hér að ofan að ég sé snyrtivörufíkill (sem ég er að eigin mati en örugglega ekki að mati einhverra) þannig að það hlýtur að vera við hæfi að ég hendi í eina svona færslu. Ég hef allavega mjög gaman af að lesa svona lagað, þ.e. hjá venjulegu fólki en ekki youtube/snapchat stjörnum þar sem “contouring” etc. ræður ríkjum.

Eftir að það fór að kólna í veðri og ég fór að fölna þá langaði mig í eitthvað meira þekjandi meik en það sem ég var að nota. Ég fékk ábendingu um þennan farða frá Make up store og hann heitir sculpt excellence og ég er ekkert smá ánægð með hann. Ég hafði algjörlega gleymt Make up store og ekki keypt vörur þaðan í fleiri ár en það breytist núna. Mjög góðar vörur og á mjög góðu verði miðað við það sem gengur og gerist.

Þessi er mjög góður og ég nota hann undir augun og bý til “V” og dreifi úr þessu með pensli, eins og daman sem seldi mér þetta gerði.

Sólarpúður, líka frá MAC.

Miklir snilldar dropar frá By Terry sem fást í Madison ilmhúsi. Þetta er kinnalitur en ég nota þetta líka stundum á varirnar. Maður þarf mjöööög lítið af þessu þannig að ég mun eiga þetta í dágóðan tíma.

Basic augnskuggar frá Bobbi Brown. Svo nota ég stundum penna frá MAC ef ég vil vera extra fín.

Og að lokum maskari. Ég er núbúin að kaupa þennan og er mjög ánægð með hann. Ég bara fæ mig ekki lengur til að kaupa maskara á 6000 kr. og þessir sem eru ódýrari eru bara alls ekkert síðri. Þetta BB krem er svo algjör snilld þegar maður vill hafa eitthvað létt. Ég prófaði að kaupa það í byrjun sumars og finnst það bara betra en mörg önnur dýrari krem. Það sem er dýrt er ekki endilega alltaf betra, þó það sé vissulega oft þannig.

Ein mynd af naglalökkunum sem ég rótera þessa dagana, ég elska vínrautt/rautt og rauðsvört naglalökk á þessum tíma árs. Opi og Essie finnst mér best og essie eiginlega aaaðeins betra.

Og hér er maður svo í öllu sínu veldi, nýmáluð og með stirt myndavélabros.

 

Vika 34


Ég var nú búin að tala um vikulega uppfærslu fram að fæðingu en svo líður bara tíminn og því varð ekkert af því að skrifa um viku 32 og 33… En hér kemur smá staða á mér í viku 34. Alveg í einlægni þá er ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað sú að mér finnst svo óþægilegt að biðja um að láta taka mynd af mér og bumbunni og verð alltaf eins og kleina á þeim myndum, en nú tók ég málið bara í eigin hendur og henti í tvær heiðarlegar speglaselfies.

Ég er orðin ansi þung á mér, illt í fótum og baki og með bjúg sem mér finnst umlykja mig alla. Ég get notað þrjú pör af skóm. Þrjú pör, þar með talið Birkenstock inniskóna mína.

Barnið er farið að þrýsta á lungun þannig að stundum finnst mér ég ekki ná andanum þegar ég sit og ég er farin að finna fyrir yfirnáttúrulegri þreytu. Stundum er ég hrædd um að sofna við skrifborðið mitt, það væri smart. Ég finn aftur fyrir smá flökurleika á morgnana og ég get ekki hlustað á fallega tónlist án þess að bresta í grát. Um daginn hlustaði ég á mjög áhrifamikinn fyrirlestur í vinnunni og ég varð að gjöra svo vel að vera án augnfarða restina af deginum því ég grét hann allan í burtu yfir fyrirlestrinum- sem var n.b. ekki um skattamál.

Þið verðið að afsaka hvað ég kvarta og kveina, oft líður mér bara vel en svo koma dagar þar sem ég trúi því ekki að það séu 6 vikur eftir og að ég geti raunverulega orðið stærri. En þetta er allt þess virði og mikið meira en það, stundum er bara gott að fá að pústa aðeins.

Bara eitt að lokum sem tengist ekki meðgöngunni, ég dett sjaldan niður á snyrtivörur þar sem ég sé strax mikinn mun en mig langaði að benda ykkur á þennan kornaskrúbb frá Elizabeth Arden HÉR. Ég fékk hann í afmælisgjöf í fyrra og hann er svo fáránlega góður, ég sé alltaf mun á húðinni á mér eftir að ég nota hann. Núna langar mig eiginlega í meira úr þessari línu.

Jæja, heyrumst.

Hinn fullkomni nude varalitur

Þið verðið bara að afsaka en ég held að það sé skráð og viðurkennd regla að þegar maður sýnir varalit að þá setji maður stút á varirnar – er ég á villigötum? Og ef þið voruð að velta því fyrir ykkur þá já, ég er alltaf með svona fullkomlega lyftan top. En í alvöru samt, þegar kemur að hárinu þá á mottóið að vera “go big or go home”- að mínu mati allavega.

Ég er stöðugt á höttunum eftir fallegum og náttúrulegum varalitum, eins náttúrulegir og þeir geta orðið. Þessi varalitur frá L’Oreal er frábær, hann er mjúkur, ekki mattur en ekki of glansandi og hann ilmar vel. Ég keypti hann úti en ég er nokkuð viss um að hann ætti að fást hér heima, liturinn heitir 800 fairest nude og er í línunni Colour riche.

Framundan er helgarfrí og ég ætla að njóta þess í botn en fyrst verð ég að þrífa heima hjá mér svo ég geti notið. Fyrir utan þrif ætla ég að fara í göngutúra, ræktina, elda gott, baka eplaköku sem á að vera sú besta í heimi (set uppskrift hingað inn ef rétt reynist) fara í matarboð, leika við Jón Ómar, horfa á Modern Family og setja fallegar erikur í blómapott. Ég vona að þið hafið það gott um helgina.

Þar til næst.

 

Nýtt í snyrtibuddunni

Ég kaupi mér eiginlega alltaf einhverjar snyrtivörur í fríhöfninni, það munar nú um þúsundkallana þegar þetta er orðið svona dýrt. Ég ætlaði að kaupa YSL maskarann minn en hann var ekki til fjólubláu eins og ég kaupi alltaf þannig að ég hugsaði að ég gæti prófað einhvern annan svartan. Ég er svo fáránlega nýjungagjörn, get ekki haldið mig bara við eina vöru þó hún sé góð, haha. Ég var ekki mjög hrifin af snyrtivörunum frá Chanel, mér fannst þær bara lélegar. En ég get sko mælt með þessum maskara og augnskugga (sem er líka hægt að nota sem eyeliner). Maskarinn heitir Inmitable Intense nr. 10 og augnskugginn er nr. 86, hann er kremaður og helst mjög vel. Ég sá líka sumarlínuna frá Chanel og varð alveg ástfangin af förðuninni og langar að vera svona máluð á brúðkaupsdaginn, helst photoshoppuð líka.

Ég held einmitt að varaliturinn hafi bara verið að koma í búðir, hann átti allavega að koma í búðir í London föstudaginn síðasta. Liturinn heitir Magnolia. En þessi förðun finnst mér svo falleg, einföld og mjúk.

Nýtt í snyrtibuddunni

Ég kaupi mér eiginlega alltaf einhverjar snyrtivörur í fríhöfninni, það munar nú um þúsundkallana þegar þetta er orðið svona dýrt. Ég ætlaði að kaupa YSL maskarann minn en hann var ekki til fjólubláu eins og ég kaupi alltaf þannig að ég hugsaði að ég gæti prófað einhvern annan svartan. Ég er svo fáránlega nýjungagjörn, get ekki haldið mig bara við eina vöru þó hún sé góð, haha. Ég var ekki mjög hrifin af snyrtivörunum frá Chanel, mér fannst þær bara lélegar. En ég get sko mælt með þessum maskara og augnskugga (sem er líka hægt að nota sem eyeliner). Maskarinn heitir Inmitable Intense nr. 10 og augnskugginn er nr. 86, hann er kremaður og helst mjög vel. Ég sá líka sumarlínuna frá Chanel og varð alveg ástfangin af förðuninni og langar að vera svona máluð á brúðkaupsdaginn, helst photoshoppuð líka.

Ég held einmitt að varaliturinn hafi bara verið að koma í búðir, hann átti allavega að koma í búðir í London föstudaginn síðasta. Liturinn heitir Magnolia. En þessi förðun finnst mér svo falleg, einföld og mjúk.

PINK

Ég hlakka til að fá smá lit á mitt föla andlit og nota kannski bleikan varalit og/eða naglalakk sem ég geri mjög sjaldan. Flott að nota með military grænu eða gráum flíkum, annars getur þetta orðið aðeins of mikið Hildur Líf.

PINK

Ég hlakka til að fá smá lit á mitt föla andlit og nota kannski bleikan varalit og/eða naglalakk sem ég geri mjög sjaldan. Flott að nota með military grænu eða gráum flíkum, annars getur þetta orðið aðeins of mikið Hildur Líf.