Síðustu metrarnir

Í kvöld bauð Svenni minn mér út að borða og við fórum alla leið-  humarsúpa, nautasteik með bernaise og súkkulaðikaka. Væntanlega í síðasta skipti sem við förum út að borða áður en lilli mætir í heiminn og það var voða gaman að fara í fínan kjól og setja á sig varalit og eiga notalega stund með fína manninum mínum =)

Síðustu metrarnir

Í kvöld bauð Svenni minn mér út að borða og við fórum alla leið-  humarsúpa, nautasteik með bernaise og súkkulaðikaka. Væntanlega í síðasta skipti sem við förum út að borða áður en lilli mætir í heiminn og það var voða gaman að fara í fínan kjól og setja á sig varalit og eiga notalega stund með fína manninum mínum =)

Sunnudagskvöld

Sorry, ykkur dauðbregður örugglega að sjá að það er eitthvað að gerast hérna!!! En um helgina fórum við vestur og á myndinni erum við stödd á Látrabjargi, mjög fjarri bjargbrúninni og héldum fast í Dimmu sem fór svo stuttu seinna inn  í bíl á meðan við röltum framhjá nokkrum gölnum túristum sem hljóta að hafa verið í einhvers konar sjálfsmorðshugleiðingum miðað við hversu utarlega á brúninni þeir stóðu.

Í dag eru tæpar þrjár vikur í dag-INN og það eru alltaf einhverjir hnútar sem þarf að hnýta og mér finnst ég stundum þeytast um bæinn eftir vinnu eins og hauslaus hæna og ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki allt þetta góða fólk í kringum okkur sem er alltaf boðið og búið að hjálpa okkur og stundum til að minna mig á hvað ég á eftir að gera 😉 Það er sem sagt ekki rætt um margt annað en brúðkaupið þessa dagana, jú nema þegar talað er um litla erfingjann =)

Sunnudagskvöld

Sorry, ykkur dauðbregður örugglega að sjá að það er eitthvað að gerast hérna!!! En um helgina fórum við vestur og á myndinni erum við stödd á Látrabjargi, mjög fjarri bjargbrúninni og héldum fast í Dimmu sem fór svo stuttu seinna inn  í bíl á meðan við röltum framhjá nokkrum gölnum túristum sem hljóta að hafa verið í einhvers konar sjálfsmorðshugleiðingum miðað við hversu utarlega á brúninni þeir stóðu.

Í dag eru tæpar þrjár vikur í dag-INN og það eru alltaf einhverjir hnútar sem þarf að hnýta og mér finnst ég stundum þeytast um bæinn eftir vinnu eins og hauslaus hæna og ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki allt þetta góða fólk í kringum okkur sem er alltaf boðið og búið að hjálpa okkur og stundum til að minna mig á hvað ég á eftir að gera 😉 Það er sem sagt ekki rætt um margt annað en brúðkaupið þessa dagana, jú nema þegar talað er um litla erfingjann =)

Góða helgi

Loksins helgi, elska föstudaga mest af öllum dögum, öll helgin framundan og ekkert sérstakt planað.

Við Svenni grilluðum og sitjum nú fyrir framan sjónvarpið og ég gæði mér á 70% myntusúkkulaði og kaffi…. Elsa mágkona mín lánaði mér meðgönguföt í gær, buxur og boli, loksins gat ég farið í buxum í vinnuna… Ég get ekki hugsað mér að vera í sokkabuxum og kjól alla meðgönguna, takk Elsa mín! Svo verð ég nú að fara að panta mér af Asos því úrvalið af meðgöngufatnaði hér heima er ekki til að hrópa húrra fyrir.

Góða helgi

Loksins helgi, elska föstudaga mest af öllum dögum, öll helgin framundan og ekkert sérstakt planað.

Við Svenni grilluðum og sitjum nú fyrir framan sjónvarpið og ég gæði mér á 70% myntusúkkulaði og kaffi…. Elsa mágkona mín lánaði mér meðgönguföt í gær, buxur og boli, loksins gat ég farið í buxum í vinnuna… Ég get ekki hugsað mér að vera í sokkabuxum og kjól alla meðgönguna, takk Elsa mín! Svo verð ég nú að fara að panta mér af Asos því úrvalið af meðgöngufatnaði hér heima er ekki til að hrópa húrra fyrir.

Í gær átti Svenni minn afmæli, 31 árs. Þegar ég kom heim úr vinnunni borðuðum við pönnsur og muffins og um kvöldið var það svo Grillmarkaðurinn, klikkar aldrei sá staður.

Dagurinn í dag var ekki síður merkilegur en í dag fórum við í 20 vikna sónar og allt leit vel út og barnið okkar fékk topp einkunn ♥ Það er svo mikið um að vera þessa dagana, það er alltaf eitthvað stúss og miklar breytingar í gangi og það er alveg ótrúlega skemmtilegt =)