Hitinn

Þessa dagana er ég mest að kafna úr hita. Það er heitt í vinnunni og það er heitt heima. Ekki nóg með að sólin úti hiti húsin upp heldur þá er maður með innbyggðan hitara. Ég reyni að fara berleggja í vinnuna og það er alveg vonlaust að fara í lokuðum skóm. Ég á ekki beysið ballerínusafn en þessa skó keypti ég mér í Zöru á mjög góðu verði. Mæli með að kíkið í Zöru ef ykkur vantar fallega skó, annars langar mig líka í sandala frá Topshop, ég kiknaði smá í hnjánum þegar ég sá þessa ÞESSA. Mjög líkir Chloé sandölunum sem mig langaði svo í en voru ca. 1000 x dýrari.

Skotin…

…í nýju fínu töskunni minni. Við eigum eftir að eiga mörg góð ár saman. Vissuð þið að þetta er í raun upprunalega LV mynstrið? En svo kom monogram mynstrið í kjölfarið þar sem það var svo auðvelt að fake:a þetta. Þetta veit ég núna eftir skemmtilega sögustund í boði starfsmanns Louis Vuitton, haha =)

Skór

Þegar ég tók til í skápnum mínum um daginn henti ég nokkrum skópörum sem voru löngu, löngu orðin ónothæf en sem ég tímdi aldrei að henda. Þannig að mig vantaði sárlega fallega hæla. Ég er alveg einstaklega mikill skóböðull, reyni alltaf að passa mig en ég veit ekki hvað gerist með skóna, þeir allavega eru ekkert sérlega langlífir hjá mér, þess vegna tími ég aldrei að kaupa mér dýra skó.  Ég fór á útsöluna hjá Zöru og gerði ótrúlega góð kaup! Keypti þessa skó saman á undir 7.000 krónum en þeir áttu upphaflega að kosta ca. 21.000. Klassískir svartir sem ég notaði í útskriftinni minni og svo nude litaðir sem verða mjög fallegir í sumar við brúna leggi (sem eru eins og er nánast glærir).

New BFF

Ég er ástfangin, af tölvu. Loksins lét ég verða af því að segja skilið við Dell tölvuna mína sem kom mér í gegnum BA námið, en ekki meira en það, ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið yfir mig ánægð með hana – alveg frá upphafi, en ég held að það hafi verið galli í henni…anywhoooo það skiptir ekki máli núna, það sem skiptir máli er að kynnast þessari litlu vinkonu hér fyrir framan mig. 😉