Status

– Vaknaði 9.30 til að geta farið að sofa snemma í kvöld- þarf að vakna kl. 4 í nótt.
– Búin að fara með þvottinn minn niður í þvottahús, vona að blettirnir náist úr skyrtunum.
– Búin að fá mér einn kaffibolla, ætla að fá mér annann, bíðið aðeins…
– Komin aftur.
– Verð að redda símakortsmálum í dag, gat ekki hringt í Noregi um daginn, er að fara til Noregs á fimmtudaginn, verð að geta hringt.
– Lífið er ekki fullkomið. Finn það núna að ég er fullorðin og ég verð að taka mínar eigin ákvarðanir… og standa með þeim.
– Reyni að sjá björtu hliðarnar, Svenni kemur á föstudaginn.
– Langar í peysu frá Acne.
– Langar í rúmföt frá Missoni

– Hvað viljið þið sjá meira af hérna? Minna?

Parfait

Fyrir mér þarf það ekki endilega að vera kampavínskvöldverður með öllu tilheyrandi. Sem dæmi um það hvenær mér líður ofboðslega vel er þegar ég er að fara einhvert út á föstudagskvöldi, ég er nýkomin úr sturtu og búin að blása á mér hárið og er að mála mig, ég er nýbúin að opna rauðvínsflösku og nýt þess að fá mér smá á meðan ég mála mig og hlusta á góða tónlist. Ég veit að allt kvöldið er framundan með skemmtilegum vinum og góðum mat. Engar áhyggjur og ekkert stress =)

Föstudagur!

Góðan dag sólargeislarnir mínir!
Eða já “góðan og góðan”, hvað er í gangi með þetta veður? Þetta er ekki mönnum bjóðandi 😦 Ég er vöknuð og komin á ról, reyndar klukkutími síðan, er búin að kveikja á kertum, fá mér kaffi og eina ristaða (brennda) brauðsneið, ætla núna að rumpa af einni ensku ritgerð fyrir helgina, verð nefninlega að geta nýtt helgina í próflestur 🙂 – ég veit ekki af hverju ég set broskall hér, það er ekkert broslegt við að þurfa að læra undir próf….

Ég hef verið að velta einu fyrir mér, sumt fólk hefur alveg gríðarlega þörf fyrir að sýna alveg fullkomið yfirborð sbr. blogg og Facebook, fyrst heillast maður af þannig fólki sem tekst að sveipa öllum mögulegum hlutum þvílíkum dýrðarljóma að manni hreinlega sundlar, en svo hugsar maður (ég) er einhver sem lifir fullkomnu lífi? Nei að sjálfsögðu ekki, það hafa allir sína fortíð og mistök að baki, það er það sem gerir okkur mannleg. Það er út af þessum ófullkomnu stundum í lífi okkar sem við kunnum að meta stundirnar sem okkur þykja fullkomnar. Ég les þó nokkur blogg (aðallega sænsk) og uppáhalds bloggin mín eru þau þar sem bloggarinn sýnir ólíkar hliðar af sínu lífi, sýnir sínar sterku hliðar ásamt því að sýna breyskleika sinn, ég get samsamað mig mun betur með þannig fólki, þó svo að stundum finnist manni skemmtilegt að sleppa aðeins frá raunveruleikanum og inn í blogg þar sem allt er hvítt og lífið flýtur áfram hnökralaust – en N.B. það er ekki raunveruleikinn, ekki hjá nokkrum manni.

Hugarþjálfun

…þessi þjálfun er að mínu mati erfiðari en sú líkamlega þjálfun sem við stundum daglega. Mín hugarþjálfun í dag er að samgleðjast og sjá fyrir mér þá hluti sem ég vil að gerist hjá mér. Þetta er ógeðslega, ógeðslega (!!) erfitt, þ.e. að sjá fyrir sér eingöngu það sem maður vill að gerist í sínu lífi því að oft einblínir maður á það sem maður hefur ekki og svekkir sig á því. Líf mitt er yndislegt, ég er í námi sem mér finnst skemmtilegt, ég á yndislegan kærasta sem þekkir mig inn og út og sem ég ætla að giftast á næstunni, ég á bestu fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér og frábæra vini. Ég ætti ekki að hafa yfir neinu að kvarta og ætla því ekki að gera það, ég hef heldur enga ástæðu til að öfunda, mikið afskaplega er það ljótt orð, ég öfunda því engann heldur samgleðst og stend með sjálfri mér.