Enfin!

Já það held ég nú! Loksins erum við orðin almennilega nettengd og við erum ofsalega glöð með það. Þetta verða því síðustu instagram myndirnar hérna inni á bloggý, jú nema kannski ein og ein læðist með stöku sinnum. Hundleiðinlegt fyrir þá sem eru með mig á instagram að sjá svo sömu myndirnar hér…

Á efri myndinni sjáið þið pínulítil krúttaraleg föt á litla gutta sem ég var að þvo, ég er með snúrur í þvottahúsinu en ég lét Svenna ná í þvottagrindina því ég vildi geta horft á þetta þorna, haha… svo er ég búin að setja flest í þessa blessuðu fæðingartösku en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að kaupa og þá ætti nú flest að vera tilbúið. Undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera ca. 3 vikur í hann en maður veit aldrei og ég er mun rólegri vitandi að það sé allt tilbúið fyrir litla augasteininn okkar. Í kvöld kláraði ég svo síðasta jógatímann hjá henni Auði í Jógasetrinu sem ég mæli með. Ég tók bara eitt námskeið þar sem ég er einstaklega lítil jógamanneskja en mér fannst mjög gott að fara og læra að ná tökum á öndun sem gæti nýst mér í fæðingunni og bara svona til að róa mann aðeins.

Neðri myndin er svo bara úr stofunni okkar, ég ligg mjög mikið og læri þessa dagana. Finnst alveg einstaklega óþægilegt að sitja lengi, en gallinn við það að liggja og lesa er að maður sofnar mjög auðveldlega þannig að þetta getur verið svolítið tricky… Ég sofna “sem betur fer” ekki lengi í einu og undanfarið er ég farin að vakna stundum í hóstakasti þar sem mér svelgist á eigin munnvatni, skil ekkert í þessu, má þetta þá frekar bara slefast í koddann.

En jæja, föstudagur á morgun (uppáhalds dagurinn minn) á dagskránni er að læra fyrir hádegi svo hádegisdeit á Vegamótum með vinkonum mínum, mæðraskoðun og svo aftur heim að læra, fínt plan.

Ég er mjög ánægð með að vera “komin aftur” og vonandi verð ég dugleg að blogga þrátt fyrir frekar mikið álag í skólanum næstu þrjár vikurnar…

Enfin!

Já það held ég nú! Loksins erum við orðin almennilega nettengd og við erum ofsalega glöð með það. Þetta verða því síðustu instagram myndirnar hérna inni á bloggý, jú nema kannski ein og ein læðist með stöku sinnum. Hundleiðinlegt fyrir þá sem eru með mig á instagram að sjá svo sömu myndirnar hér…

Á efri myndinni sjáið þið pínulítil krúttaraleg föt á litla gutta sem ég var að þvo, ég er með snúrur í þvottahúsinu en ég lét Svenna ná í þvottagrindina því ég vildi geta horft á þetta þorna, haha… svo er ég búin að setja flest í þessa blessuðu fæðingartösku en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að kaupa og þá ætti nú flest að vera tilbúið. Undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera ca. 3 vikur í hann en maður veit aldrei og ég er mun rólegri vitandi að það sé allt tilbúið fyrir litla augasteininn okkar. Í kvöld kláraði ég svo síðasta jógatímann hjá henni Auði í Jógasetrinu sem ég mæli með. Ég tók bara eitt námskeið þar sem ég er einstaklega lítil jógamanneskja en mér fannst mjög gott að fara og læra að ná tökum á öndun sem gæti nýst mér í fæðingunni og bara svona til að róa mann aðeins.

Neðri myndin er svo bara úr stofunni okkar, ég ligg mjög mikið og læri þessa dagana. Finnst alveg einstaklega óþægilegt að sitja lengi, en gallinn við það að liggja og lesa er að maður sofnar mjög auðveldlega þannig að þetta getur verið svolítið tricky… Ég sofna “sem betur fer” ekki lengi í einu og undanfarið er ég farin að vakna stundum í hóstakasti þar sem mér svelgist á eigin munnvatni, skil ekkert í þessu, má þetta þá frekar bara slefast í koddann.

En jæja, föstudagur á morgun (uppáhalds dagurinn minn) á dagskránni er að læra fyrir hádegi svo hádegisdeit á Vegamótum með vinkonum mínum, mæðraskoðun og svo aftur heim að læra, fínt plan.

Ég er mjög ánægð með að vera “komin aftur” og vonandi verð ég dugleg að blogga þrátt fyrir frekar mikið álag í skólanum næstu þrjár vikurnar…

Fake-book

….Ég á við Facebook. Ég meina, nennir einhver að lesa statusa hjá fólki sem er að “væla” yfir hinu og þessu, nennir einhver að kommenta á það þegar fólk segist vera latt, veikt, blankt – má maður yfir höfuð vera blankur á Facebook, má maður – ekki-  vera yfir sig ástfangin einstaka sinnum? Er það óvenjulegt að maður missi hreinlega ekki andann af ást á morgnana þegar maður opnar augun og fyrsta orðið sem vellur út úr manni er er úr ástarljóði eftir einhvern merkan höfund, þýðir það að sambandið sé ekki nógu ástríkt? Má það vera þannig að maður fái ekki fiðrildi í magann af einskærri ást á hverjum degi, er maður eitthvað minna ástfangin(n) fyrir vikið? Má heimilið vera skítugt einu sinni? Má maður sleppa því að dásama sólina – þið vitið, þessa gulu sem hefur verið til í árþúsundir. Mega nýbakaðar mæður ekki minnast einu orði á mónótónískt og á stundum einmanalegt líf þeirra heima við, er hver einasta skítableyja í alvörunni svona mikil lífsfylling?

Að vera á Facebook er eins og að vera í stanslausu vinsældarkapphlaupi, fullkomnasta fjölskyldan, fullkomnasta boddíið, besta vinnan (uppfærslan á sér stað á Facebook áður en blekið er þornað á ráðningarsamningnum), fallegustu vinirnir, ástríkustu samböndin og bestu partýin – þau bestu eru þau þar sem fræga fólkið er líka en sá sem dælir inn myndum er svo “innilega” ekki að einblína á það heldur er þetta einfaldlega liðið sem viðkomandi svo “non-chalant” (flettið orðinu upp) kallar vini og kunningja.Svo ég tali nú ekki um endalausa ýtni við að “læka” hinar og þessar síður vina minna, ímyndið ykkur þessi samskipti án þess að tölvan væri á milli manna, einmitt.

Falskleikinn á Facebook er oft og tíðum áþreifanlegur, hefur þú aldrei lent í því að “læka” status einfaldlega af því að þér finnst þú þurfa þess? Þú vilt ekki taka áhættuna á því að status-eigandinn taki eftir að þú sért ekki á meðal lækenda á meðan hann samviskulega fer yfir hvert og eitt “læk” og það geti jafnvel vakið upp grunsemdir hans um að þér líki ekki viðkomandi, Guð forði okkur frá því að fólk komi til dyranna eins og það er klætt á Facebook – það gæti jú valdið vandræðalegum vinslitum sem hvergi eru jafn mikið statement og akkúrat á Facebook, það er bara bless og bæ og “Add Friend” beint í fésið á þér.

Ég hef aldrei og þá meina ég, ALDREI, heyrt stelpur tala saman “in real life” eins og þær gera á Facebook, það væri gaman að prófa að tala þannig og athuga viðbrögðin – ég hef tekið þessa umræðu áður og ætla ekki að fjölyrða neitt meira um þetta, nema hversu skondið mér finnst þetta vera, nei sorry ekki skondið, ég meina asnalegt.

Það sem ég er að reyna að segja hérna er það að lífið er ekki endalaus dans á rósum, það eru þyrnar inn á milli og af hverju að reyna að halda öðru fram? Hvað græðir þú á því?- Annað en ósefandi undiröldu af angist og pressu til þess að stöðugt sýna fram á og viðhalda einhverju fullkomnu yfirborði sem er eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Þetta er eitthvað sem ég hef lært eftir því sem ég eldist, ég eltist ekki við fólk sem ég kæri mig í raun ekki svo mikið um, ég reyni að umkringja mig af fólki sem gefur mér mikið og ég því sömuleiðis. Afbrýðisemi, svik, baktal og sjálfhverfar manneskjur eru allt eitthvað sem ég kemst svo mikið betur af án.

Ástríður

STATUS

* Búin að fara í bakaríið og borða það líka (keypti eitthvað sem heitir súkkulaðisprengja, það var ógeð)
* Búin að fara minn daglega rúnt á fasteign.is – ekkert að frétta þar
* Búin að klæða mig og mála mig, sléttaði meira að segja á mér hárið.
* Á eftir að ákveða hvort ég fari í stígvélum út á eftir þegar ég fer að borða með Beggu
* Ég elska svona veður, kósý og milt
* Ég ætla kannski að baka á eftir, hrikalega góð kaka sem er pínu jólaleg en what the hell, það má alveg 😉
* Fallegustu brúðarkjólar í heimi eru held ég svei mér þá frá Monique Lhuillier.
* Úrvalið hér heima á brúðarkjólaleigunum er TIL SKAMMAR!

Góða helgi allir 🙂

Í framtíðinni

Ég sakna Stockhólms svo mikið! 
Langar að eiga þar fallega íbúð og góða vinnu. Íbúðin væri nokkuð miðsvæðis, draumaíbúðin væri í Vasastan.
Ég væri búin að innrétta hana af mikilli natni og ég gengi í fallega sniðnum drögtum. Svenni ætti eitt stk. líkamsræktarstöð og við færum í borgarferðir oftar en við skryppum í bíó. Við ættum börn sem við gerðum fullt af skemmtilegum hlutum með og sem við myndum ganga með á leikskólann/skólann áður en við myndum svo halda áfram labbinu í vinnuna. Á sumrin væri ég í opnum hælaskóm og pilsum en á veturna væri ég í leðurstígvélum og þykkum ullarkápum,  með mjúkan kashmír trefil um hálsinn og frostið myndi bíta í kinnarnar. Ég ætti engan bíl og það væri allt í lagi, það væri hvort sem er svo langt síðan ég keyrði síðast að ég væri orðin óörugg í umferðinni. 
Er þetta nokkuð óraunhaæft?