úps…

Ég lofa. Ég var ekki sofandi. Ég sofnaði ekki í tæpa tvo tíma þegar ég ætlaði bara að taka smá kríu. Ég er búin að vera að læra, alveg eins og ég var búin að plana, “lofa”.  Af hverju er ég þá svona mygluð? Já, það varðar ykkur ekkert um!!! 😉

Skrítið

Reglulega kemur það fyrir að mér ofbýður óskipulagið í fataskápnum mínum sem ég minntist á hér, þannig að í morgun ákvað ég að taka til í óskipulaginu og henti ógrynni af fötum og skóm sem voru orðin ljót, slitin og úr sér gengin. En ég fór að hugsa hvað ég er mikill geðklofi þegar kemur að fatavali. Þegar ég versla mér föt vel ég oftast svart, neutral, hvítt og frekar “earthy” liti, mér finnst bara þessir skæru litir bjóða upp á of mikinn skinku fíling, EN þegar kemur að heima-kósý-fötum og náttfötum þá er eins og hubba bubba hafi komið og ælt yfir skúffuna mína. Mér finnst þetta ekkert flott og mér finnst ég heldur ekkert fín í þessum fötum eða krúttleg, mér finnst ég líta út eins og ofvaxið barn. Héðan í frá er ég hætt að kaupa svona  píkubleik munstruð heimaföt frá Victorias Secret og öðrum góðum aðilum. Ég er ekki klappstýra háskólaliðsins í hafnabolta.

Miss Messy

Ég er ekki sú skipulagðasta, minn akkilesarhæll kannski. Fataskápurinn minn lítur út eins og stríðsvöllur á meðan skápurinn hans Svenna er eins og úr auglýsingu frá Ikea. Ég geng oftast ekki frá hlutunum sem ég nota á sama stað. En N.b. ég er alltaf að taka til og þoli ekki að sjá drasl, en mér er alveg sama ef draslinu er troðið í einhvern skáp, svo framarlega sem ég sé það ekki. Ég gleymi handklæðinu mínu í íþróttatöskuni yfir helgina. Ég fer alltaf úr fötunum öfugum og hendi þeim þannig í þvottakörfuna (Svenna til mikils ama). Ég hendi fullt af pappírum og blöðum í skúffuna í staðinn fyrir að fara í gegnum þá og sortera. Ég hata að fara eftir leiðbeiningum og fer nánast aldrei nákvæmlega eftir uppskriftum. Ég er algjör “scatterbrain” í fjármálum og finnst sparnaður svo leiðinlegur, sérstaklega af því að það er hægt að kaupa sér svo margt fallegt. Ég fylgi ekki matarprógrömmum, fæ panik við tilhugsunina. Ég vakna ekki alltaf á sama tíma og ég er ömurleg rútínu manneskja. Ég vil ekkert endilega breyta þessu öllu því hluti af þessu er einfaldlega ÉG, en ég ætla að reyna að punkta betur hjá mér í dagbókina það sem ég þarf að klára og gera til þess að geta strikað yfir það þegar ég hef lokið því, þá næ ég kannski að einbeita mér betur. Það er svo mikið að gera í skóla, vinnu og öðrum málum á næstunni að ég neyðist eiginlega til að gera þetta og vonandi næ ég að halda mér á mottunni, haha..

MM

Svona líta mánudagsmorgnarnir út hjá mér, nákvæmlega svona. Ég skríð út úr rúminu milli 8 og 9 bara til þess að fá mér sæti við eldhúsborðið með nokkra lítra af kaffi. Ég elska það að það sé orðið dimmara úti, skammdegið fer ekki illa í mig, sem betur fer.

Ég er farin að iða núna þessa dagana því mig langar svo að komast einhvert í burtu, smá frí og kannski smá sól eða kannski bara smá borgarrölt. Ég hugsaði þegar ég kom heim í sumar frá Stockholmi að ég myndi örugglega ekki vilja fljúga fyrr en á næsta ári, væri alveg komin með nóg í bili, en það er nú aldeilis ekki þannig. Væri það ekki dásamlegt að vera þannig fjárhagslega vel staddur að geta farið út einu sinni á tveggja, þriggja mánaða fresti, það verður vonandi þannig í framtíðinni, ég er ekki búin að leggja á mig allt þetta nám og lífernið sem fylgir því til þess að geta svo ekki leyft mér skemmtilega hluti að námi loknu 😉

Nú eru bara rétt rúm tvö ár eftir, ég er að reyna að átta mig á því hvað ég á að taka í master (sem ég byrja í á næstu önn) ég hugsa samt að ég sé komin með ákveðna hugmynd um hvað ég vilji leggja áherslu á, fyndið að það var miðill sem sagði við mig að ég myndi fara inn á mannréttindin en ekki í t.d. fjármálageirann, það var löngu áður en ég hafði ákveðið mig, hún reyndar sagði líka að ég myndi ekki vinna skrifstofuvinnu og mikla pappírsvinnu eins og t.d. lögfræðingar, það fékk því pínulítið á hana þegar ég sagði henni að ég væri í lögfræði – og fékk á mig líka, haha. En ég er farin að finna mitt áhugasvið og það er mikill léttir og mjög skemmtilegt.

Stúlkan

Hér á þessari mynd sjáið þið stúlku sem er aðframkomin af endalausri prófatörn, sú versta í manna minnum. Ég á mér varla líf til að tala um, “hvað er að frétta” spyr fólk… það er EKKERT að frétta!
Í kvöld ætla ég samt að leyfa mér þann munað að fara aðeins á hlaupabrettið og svo í hot yoga, ég verð að vera mjög vel stödd andlega og líkamlega á morgun enda á ég mjög svo mikilvægt stefnumót fyrir höndum, er ég ekki skemmtilega dularfull? 😉  
Just another day studying and then hot yoga tonight!