Enfin!

Já það held ég nú! Loksins erum við orðin almennilega nettengd og við erum ofsalega glöð með það. Þetta verða því síðustu instagram myndirnar hérna inni á bloggý, jú nema kannski ein og ein læðist með stöku sinnum. Hundleiðinlegt fyrir þá sem eru með mig á instagram að sjá svo sömu myndirnar hér…

Á efri myndinni sjáið þið pínulítil krúttaraleg föt á litla gutta sem ég var að þvo, ég er með snúrur í þvottahúsinu en ég lét Svenna ná í þvottagrindina því ég vildi geta horft á þetta þorna, haha… svo er ég búin að setja flest í þessa blessuðu fæðingartösku en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að kaupa og þá ætti nú flest að vera tilbúið. Undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera ca. 3 vikur í hann en maður veit aldrei og ég er mun rólegri vitandi að það sé allt tilbúið fyrir litla augasteininn okkar. Í kvöld kláraði ég svo síðasta jógatímann hjá henni Auði í Jógasetrinu sem ég mæli með. Ég tók bara eitt námskeið þar sem ég er einstaklega lítil jógamanneskja en mér fannst mjög gott að fara og læra að ná tökum á öndun sem gæti nýst mér í fæðingunni og bara svona til að róa mann aðeins.

Neðri myndin er svo bara úr stofunni okkar, ég ligg mjög mikið og læri þessa dagana. Finnst alveg einstaklega óþægilegt að sitja lengi, en gallinn við það að liggja og lesa er að maður sofnar mjög auðveldlega þannig að þetta getur verið svolítið tricky… Ég sofna “sem betur fer” ekki lengi í einu og undanfarið er ég farin að vakna stundum í hóstakasti þar sem mér svelgist á eigin munnvatni, skil ekkert í þessu, má þetta þá frekar bara slefast í koddann.

En jæja, föstudagur á morgun (uppáhalds dagurinn minn) á dagskránni er að læra fyrir hádegi svo hádegisdeit á Vegamótum með vinkonum mínum, mæðraskoðun og svo aftur heim að læra, fínt plan.

Ég er mjög ánægð með að vera “komin aftur” og vonandi verð ég dugleg að blogga þrátt fyrir frekar mikið álag í skólanum næstu þrjár vikurnar…

Enfin!

Já það held ég nú! Loksins erum við orðin almennilega nettengd og við erum ofsalega glöð með það. Þetta verða því síðustu instagram myndirnar hérna inni á bloggý, jú nema kannski ein og ein læðist með stöku sinnum. Hundleiðinlegt fyrir þá sem eru með mig á instagram að sjá svo sömu myndirnar hér…

Á efri myndinni sjáið þið pínulítil krúttaraleg föt á litla gutta sem ég var að þvo, ég er með snúrur í þvottahúsinu en ég lét Svenna ná í þvottagrindina því ég vildi geta horft á þetta þorna, haha… svo er ég búin að setja flest í þessa blessuðu fæðingartösku en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að kaupa og þá ætti nú flest að vera tilbúið. Undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera ca. 3 vikur í hann en maður veit aldrei og ég er mun rólegri vitandi að það sé allt tilbúið fyrir litla augasteininn okkar. Í kvöld kláraði ég svo síðasta jógatímann hjá henni Auði í Jógasetrinu sem ég mæli með. Ég tók bara eitt námskeið þar sem ég er einstaklega lítil jógamanneskja en mér fannst mjög gott að fara og læra að ná tökum á öndun sem gæti nýst mér í fæðingunni og bara svona til að róa mann aðeins.

Neðri myndin er svo bara úr stofunni okkar, ég ligg mjög mikið og læri þessa dagana. Finnst alveg einstaklega óþægilegt að sitja lengi, en gallinn við það að liggja og lesa er að maður sofnar mjög auðveldlega þannig að þetta getur verið svolítið tricky… Ég sofna “sem betur fer” ekki lengi í einu og undanfarið er ég farin að vakna stundum í hóstakasti þar sem mér svelgist á eigin munnvatni, skil ekkert í þessu, má þetta þá frekar bara slefast í koddann.

En jæja, föstudagur á morgun (uppáhalds dagurinn minn) á dagskránni er að læra fyrir hádegi svo hádegisdeit á Vegamótum með vinkonum mínum, mæðraskoðun og svo aftur heim að læra, fínt plan.

Ég er mjög ánægð með að vera “komin aftur” og vonandi verð ég dugleg að blogga þrátt fyrir frekar mikið álag í skólanum næstu þrjár vikurnar…

Yndislegt hádegi…

Ég átti deit með vinkonu minni á Gló í Hafnarfirði í hádeginu þannig að ég og Dimma ákváðum að labba þangað í frábæru veðri. Á leiðinni heim kom ég svo við á Súfistanum og tók með mér einn tvöfaldan latte, elska Hafnarfjörðinn og á eftir að sakna hans mjög mikið, Kópavogurinn er ekki eins kósý…

Núna sit ég og les í barnarétti og ætli maður eldi ekki eitthvað gott á þessum fína föstudegi og byrji kannski að pakka niður í kassa í kvöld, gæti ekki hugsað mér betra föstudagskvöld, hehe.

Bernadotte

Morgunkaffið verður aðeins betra þegar því er hellt úr svona fallegri könnu, ég er alveg viss um það 😉 

Mér finnst það alveg ótrúlegt að sumarvinnan sé að klárast og skólinn að byrja, þetta sumar hefur liðið á ljóshraða. Á miðvikudaginn vinn ég síðasta daginn og mánudaginn 20. ágúst byrjar skólinn, ég er alltaf jafn hissa á því hvað hann byrjar snemma… Ég ætla sem sagt að prófa að fara í fullt nám í vetur og geta þannig verið lengur heima með lillanum okkar, ef það gengur ekki þá bara gengur það ekki – en ég ætla að prófa. Mér fannst svolítið merkilegt að það var hringt í mig frá mæðraverndinni í síðustu viku og hún var að spyrja mig aðeins en ég sagðist ekki geta svarað svo miklu þar sem ég væri í vinnunni, hún varð eiginlega bara hissa og sagðist hafa gert ráð fyrir því að ég væri ekki að vinna? Why? Ég er hraust, líður vel og hef ágæta orku, ég hef enga ástæðu til að sitja heima og gera ekki neitt og ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir að þurfa ekki að glíma við einhver leiðindar vandamál sem fylgja oft meðgöngum, (7, 9, 13), þannig að á meðan mér líður vel þá ætla ég að halda áfram að vinna, vera í skóla og hafa nóg fyrir stafni, eins og ég er vön að hafa það.

…..að sjálfsögðu passa ég mig samt og hlusta á líkamann =)

Takk

First things first, TAKK TAKK TAKK fyrir öll kommentin og mailin sem ég hef fengið eftir bloggið um kjólinn, þið eruð frábær! Ég kann svo ótrúlega vel að meta þetta, þið trúið því ekki. Allavega, vildi bara segja, takk! 
Ég er alveg einstaklega andlaus þessa dagana og þ.a.l. ekki mjög kreatív hér inni. Ég þoli ekki að hafa hluti í lausu lofti og ég vil vita hvað ég er að fara að gera næstu mánuði. Maður er kannski orðinn of litaður af því að hafa alltaf verið í námi þar sem annir og ár eru þaulskipulögð, ég verð að læra að stressa minna. Annars er ég glöð og ángæð með lífið 😉 

Fresh

Svona líka nýlituð og fín 😉 
Langar stundum að breyta til og fara í dekkra en ég er svo mikil wanna-be ljóska að ég endist aldrei dökkhærð. Svo hef ég líka ákveðið að hætta að lita á mér augabrýrnar, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér (haha). Svona rosalega ljóst hár passar einfaldlega ekki við ofurdökkar brúnir, ég held að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri að lita brúnirnar alltaf svona dökkar…Jæja nú er það fundur og svo vinna, laaangur föstudagur.