Statusinn á mömmunni

Vissi ekki að það væri hægt að sofa svona lítið og komast í gegnum daginn. Ég hef alltaf verið með bauga undir augunum, núna eru þeir orðnir eitthvað annað og meira. Neglurnar sem voru eitt sinn fínar og vel naglalakkaðar eru eins og á karlmanni. Hárið á mér er búið að vera í sömu teygjunni í tvo daga, jú sem þýðir það að ég hef ekki farið í sturtu síðan í fyrradag. Þegar ég hugsa sturta vs. svefn þá er ég sofnuð áður en ég einu sinni hugleiði það að fara í sturtu. OG ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna í staðinn fyrir að fara í sturtu t.d. er sú að ég er ein heima með lilla og þori ekki að fara í sturtu, ég er fröken Paranoja, en svona er ég.

Uppáhalds tími dagsins er þegar ég fæ kaffibollann minn og lillinn sefur vært. Lillinn sefur nefninlega ekki svo vært um hánótt, hann kýs að vaka til ca. 3 eða 4, það er hans prime-time, augun galopin og allir eiga að vera í brjáluðu stuði. Hann drekkur og drekkur á þeim tíma, fram að þeim tímapunkti að tepokar hafa komið í staðinn fyrir það sem einu sinni voru brjóst. En það er gott að hann drekki vel, hann vex og dafnar mjög vel litli maðurinn okkar og hann er svo fallegur og yndislegur að það er ekki hægt að pirrast mikið yfir því að fá ekki svefn, en ég skil vel að svefnleysi sé eitt helsta pyntingartólið.

Flutti ræðu í skólanum á þriðjudag og svo var málflutningur á fimmtudaginn, leyfið mér bara enn og aftur að fullyrða það að ég mæli innilega ekki með því að vera í fullu námi og nýbökuð móðir. En ég er komin þetta langt núna þannig að ég get ekki hætt við að klára þetta, ein ritgerð, eitt málflutningsverkefni, eitt stutt lokapróf og eitt munnlegt próf og ÞÁ er þetta búið. Ég viðurkenni það samt alveg að ég fæ reglulega panik köst þar sem mig langar að grenja og gefast upp en svo tek ég sjálfa mig saman í andlitinu og held áfram. Ég á sem betur fer svo góða vini í skólanum sem senda mér glósur úr þeim tímum sem ég kemst ekki í, gæti þetta eflaust ekki án þeirra.

Í gærkvöldi fékk ég mér mitt fyrsta vínglas síðan í desember í fyrra. Það var mjög gott þetta hálfa glas, en mér fannst það mjög skrítið að geta fengið mér það, eins og ég væri eitthvað að svindla. Jú og svo eitt svona yfirborðskennt í lokin, gallabuxurnar sem voru of þröngar í síðustu viku komust auðveldlega upp núna, yes!

Við biðjum að heilsa ykkur í bili!

Statusinn á mömmunni

Vissi ekki að það væri hægt að sofa svona lítið og komast í gegnum daginn. Ég hef alltaf verið með bauga undir augunum, núna eru þeir orðnir eitthvað annað og meira. Neglurnar sem voru eitt sinn fínar og vel naglalakkaðar eru eins og á karlmanni. Hárið á mér er búið að vera í sömu teygjunni í tvo daga, jú sem þýðir það að ég hef ekki farið í sturtu síðan í fyrradag. Þegar ég hugsa sturta vs. svefn þá er ég sofnuð áður en ég einu sinni hugleiði það að fara í sturtu. OG ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna í staðinn fyrir að fara í sturtu t.d. er sú að ég er ein heima með lilla og þori ekki að fara í sturtu, ég er fröken Paranoja, en svona er ég.

Uppáhalds tími dagsins er þegar ég fæ kaffibollann minn og lillinn sefur vært. Lillinn sefur nefninlega ekki svo vært um hánótt, hann kýs að vaka til ca. 3 eða 4, það er hans prime-time, augun galopin og allir eiga að vera í brjáluðu stuði. Hann drekkur og drekkur á þeim tíma, fram að þeim tímapunkti að tepokar hafa komið í staðinn fyrir það sem einu sinni voru brjóst. En það er gott að hann drekki vel, hann vex og dafnar mjög vel litli maðurinn okkar og hann er svo fallegur og yndislegur að það er ekki hægt að pirrast mikið yfir því að fá ekki svefn, en ég skil vel að svefnleysi sé eitt helsta pyntingartólið.

Flutti ræðu í skólanum á þriðjudag og svo var málflutningur á fimmtudaginn, leyfið mér bara enn og aftur að fullyrða það að ég mæli innilega ekki með því að vera í fullu námi og nýbökuð móðir. En ég er komin þetta langt núna þannig að ég get ekki hætt við að klára þetta, ein ritgerð, eitt málflutningsverkefni, eitt stutt lokapróf og eitt munnlegt próf og ÞÁ er þetta búið. Ég viðurkenni það samt alveg að ég fæ reglulega panik köst þar sem mig langar að grenja og gefast upp en svo tek ég sjálfa mig saman í andlitinu og held áfram. Ég á sem betur fer svo góða vini í skólanum sem senda mér glósur úr þeim tímum sem ég kemst ekki í, gæti þetta eflaust ekki án þeirra.

Í gærkvöldi fékk ég mér mitt fyrsta vínglas síðan í desember í fyrra. Það var mjög gott þetta hálfa glas, en mér fannst það mjög skrítið að geta fengið mér það, eins og ég væri eitthvað að svindla. Jú og svo eitt svona yfirborðskennt í lokin, gallabuxurnar sem voru of þröngar í síðustu viku komust auðveldlega upp núna, yes!

Við biðjum að heilsa ykkur í bili!

Mínir áfangar

Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að verða læknir, hélt ég. Svo komst ég að því að ég er allt of sjúkdóma – og lífhrædd til að geta lært læknisfræði og starfað sem læknir, ég þarf ekki annað en að heyra einkenni einhvers sjúkdóms og skyndilega er ég komin með þennan banvæna sjúkdóm. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti hugsað mér að verða tannlæknir og skráði mig í hann. Á gjalddaga skólagjaldanna ákvað ég að taka algjöra U-beygju og skrá mig í frönsku. Mig langaði ekki að læra tannlækninn þegar ég hugsaði mig vel og vandlega um, ég hafði ekki hugmynd um það hvað mig langaði að verða og því ákvað ég að læra það sem mér fannst skemmtilegast þá og það var franskan, ég hafði engar sérstakar hugmyndir um það hvernig ég hafði hugsað mér að nýta hana að námi loknu en mig langaði í háskóla og ég byrjaði að læra það sem heillaði mig mest, frönskuna. Lang flestir í bekknum, ef ekki allir, höfðu einhvern bakgrunn í frönsku, höfðu verið í Frakklandi eða öðru frönskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma, annað hvort við nám eða vinnu og að vissu leyti gert ráð fyrir því að nemendur hefðu einhvern meiri grunn í frönsku en áfanga úr menntaskóla – sem var eini grunnurinn sem ég hafði. En, mér gekk vel og mér fannst þetta skemmtilegt. Eftir fyrsta árið mitt í frönsku fór ég til Frakklands með vinkonu minni og var þar í rúma tvo mánuði, í lok sumarsins var ég farin að tala frönsku af frekar miklu öryggi og ég elskaði það. Kom heim inn á annað árið, gerðist formaður Gallíu félags frönskunema og kynnti mig og komandi starf vetrarins fyrir framan fullan bekk af nýjum nemendum, á frönsku, án vandræða. Hefði ekki haldið það einu ári áður þegar ég sótti fyrsta tímann minn í frönsku við Háskóla Íslands og skildi ekki þetta “donc” sem kennarinn var alltaf að segja. N.b. ég var aldrei með tölvu í tímum í frönskunáminu og gat ekki googlað orðið.

Eftir tvö ár í frönsku hafði ég skilað BA ritgerðinni minni og ákvað að söðla um í stjórnmálafræði og taka þá fræðigrein sem aukafag með frönskunni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum (þó áhuginn hafi sjaldan verið eins lítill akkúrat núna) og ég hafði gaman af þessu ári í stjórnmálafræði en sá samt pínulítið eftir því að hafa ekki bara tekið öll þrjú árin í frönskunni því hjartað mitt slær alltaf nokkur aukaslög fyrir allt sem heitir franskt, hef ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur – en svona er ég.

Ég ákvað áður en ég útskrifaðist úr frönskunni að mig langaði að læra lögfræði, en fékk það góða ráð frá fyrrverandi samnemanda mínum sem seinna varð kennari minn í lögfræðinni að klára gráðuna áður en ég hæfi nýtt nám og ég er svo ótrúlega glöð að hafa fengið þá ráðleggingu. Lögfræðin var ekkert endilega sjálfsagt val fyrir mig en lögfræði er gott og virt nám sem veitir manni nokkuð mikið atvinnuöryggi þó að maður verði að sjálfsögðu að hafa fyrir hlutunum, það dettur ekkert upp í hendurnar á manni. Laganámið er það erfiðasta sem ég hef gert en vá svo skemmtilegt þegar vel gengur. Núna er ég byrjuð í mastersnáminu sem tekur tvö ár og ég er núna að gera mér betur og betur grein fyrir því hvað það er sem ég vil starfa við á sviði lögfræðinnar.

Ég hugsa samt stundum að ég hefði kannski átt að reyna að komast inn í LHÍ, leiklistarbraut, en sökum þess hvernig ég er, þessi týpa sem verð að búa við öryggi og örugglega þessi týpa sem þorir ekki að taka stökkið, þá hef ég aldrei látið verða af þeim draumi. Stundum vil ég ekki fara í leikhús því ég vil ekki sjá af hverju ég gæti verið að missa, ég skrítin? – Já.

Ég hef núna tvær BA gráður. Ég er 26 ára og þekki ekki jól án jólaprófa eða vor án vorprófa þar sem maður hefur stundum bölvað sólinni sem brennir geisla sína í gegnum rúðurnar. Ég er alls ekki að kvarta, þetta er það sem ég hef valið mér og BA prófin eru uppskera erfiðisins, sem ég er ótrúlega stolt af. Ég veit að lífsgæðin snúast ekki um fjölda háskólagráða, en þetta eru mínar háskólagráður og það sem mitt líf hefur snúist um og það sem ég get verið stolt af og ánægð með, þ.e. þangað til að LÍN kemur og bankar uppá.

Útskrift

Ég hafði hugsað mér að útskrifast í dag (!) Ég er aðeins á eftir áætlun þennan morgunin (góð hugmynd að blogga, ég veit) en ég má vera sein einu sinni, ég er annars aldrei sein. Svona, akkúrat svona líta ég út núna og ég á að vera mætt eftir hálftíma. Heyrumst seinna í dag vinir!

P.s. Jú þetta er bleikur silkisloppur sem ég er í, þetta er vandamál hjá mér.