Enfin!

Já það held ég nú! Loksins erum við orðin almennilega nettengd og við erum ofsalega glöð með það. Þetta verða því síðustu instagram myndirnar hérna inni á bloggý, jú nema kannski ein og ein læðist með stöku sinnum. Hundleiðinlegt fyrir þá sem eru með mig á instagram að sjá svo sömu myndirnar hér…

Á efri myndinni sjáið þið pínulítil krúttaraleg föt á litla gutta sem ég var að þvo, ég er með snúrur í þvottahúsinu en ég lét Svenna ná í þvottagrindina því ég vildi geta horft á þetta þorna, haha… svo er ég búin að setja flest í þessa blessuðu fæðingartösku en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að kaupa og þá ætti nú flest að vera tilbúið. Undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera ca. 3 vikur í hann en maður veit aldrei og ég er mun rólegri vitandi að það sé allt tilbúið fyrir litla augasteininn okkar. Í kvöld kláraði ég svo síðasta jógatímann hjá henni Auði í Jógasetrinu sem ég mæli með. Ég tók bara eitt námskeið þar sem ég er einstaklega lítil jógamanneskja en mér fannst mjög gott að fara og læra að ná tökum á öndun sem gæti nýst mér í fæðingunni og bara svona til að róa mann aðeins.

Neðri myndin er svo bara úr stofunni okkar, ég ligg mjög mikið og læri þessa dagana. Finnst alveg einstaklega óþægilegt að sitja lengi, en gallinn við það að liggja og lesa er að maður sofnar mjög auðveldlega þannig að þetta getur verið svolítið tricky… Ég sofna “sem betur fer” ekki lengi í einu og undanfarið er ég farin að vakna stundum í hóstakasti þar sem mér svelgist á eigin munnvatni, skil ekkert í þessu, má þetta þá frekar bara slefast í koddann.

En jæja, föstudagur á morgun (uppáhalds dagurinn minn) á dagskránni er að læra fyrir hádegi svo hádegisdeit á Vegamótum með vinkonum mínum, mæðraskoðun og svo aftur heim að læra, fínt plan.

Ég er mjög ánægð með að vera “komin aftur” og vonandi verð ég dugleg að blogga þrátt fyrir frekar mikið álag í skólanum næstu þrjár vikurnar…

Advertisements

Ljosmodir.is

 

Vika 33 = 32+1 til 33+0

Þú ert örugglega komin með mjög myndarlega kúlu og  naflinn stendur eflaust út.  Ef til vill ertu núna að hugsa um hvort mögulega komist bara meira fyrir þarna inni!
– Naflinn stendur reyndar ekki út hjá mér, á hann eftir að gera það? Ég er hins vegar með mjög myndarlega kúlu og þindin er örugglega komin langleiðina upp í háls, haha. 
Allt sem barnið þarfnast núna er meira af efninu „surfactant“ sem þarf að þekja lungun svo og meiri fitu.  Það á mjög mikla möguleika á að lifa af ef það myndi fæðast núna.  Barnið er nú farið að blikka augunum og byrjað að fókusera á hluti nálægt sér s.s. eigin útlimi og naflastreng.  Barnið vegur nú um 1,9 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 29 sm.


Litli strákurinn okkar, ég er orðin svo spennt fyrir því að fá hann í hendurnar, sjá hverjum hann líkist, að byrja að hugsa um hann og dekra við hann… Ég keypti alveg rosalega fallegt sængurverasett handa honum í Fatabúðinni í dag, ljósblátt úr silki damask. Ég hef ekki verið að kaupa mikið, alls ekki, en núna finn ég að það er farið að klæja pínu í fingurna =)   

Ljosmodir.is

 

Vika 33 = 32+1 til 33+0

Þú ert örugglega komin með mjög myndarlega kúlu og  naflinn stendur eflaust út.  Ef til vill ertu núna að hugsa um hvort mögulega komist bara meira fyrir þarna inni!
– Naflinn stendur reyndar ekki út hjá mér, á hann eftir að gera það? Ég er hins vegar með mjög myndarlega kúlu og þindin er örugglega komin langleiðina upp í háls, haha. 
Allt sem barnið þarfnast núna er meira af efninu „surfactant“ sem þarf að þekja lungun svo og meiri fitu.  Það á mjög mikla möguleika á að lifa af ef það myndi fæðast núna.  Barnið er nú farið að blikka augunum og byrjað að fókusera á hluti nálægt sér s.s. eigin útlimi og naflastreng.  Barnið vegur nú um 1,9 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 29 sm.


Litli strákurinn okkar, ég er orðin svo spennt fyrir því að fá hann í hendurnar, sjá hverjum hann líkist, að byrja að hugsa um hann og dekra við hann… Ég keypti alveg rosalega fallegt sængurverasett handa honum í Fatabúðinni í dag, ljósblátt úr silki damask. Ég hef ekki verið að kaupa mikið, alls ekki, en núna finn ég að það er farið að klæja pínu í fingurna =)   

Rjómalagaða tómatsúpan mín

Ég hef ekki beint verið með einhver “cravings” á meðgöngunni, þá meina ég að ég sé alltaf að borða sama hlutinn, nema kannski ís en ég held að það sé ekkert endilega tengt meðgöngunni, haha… En þegar mig langar í eitthvað þá VERÐ ég að fá það og svo langar mig ekkert í það meir eftir það. Í dag fékk ég fáránlega mikla löngun í tómatsúpu! Rjómalagaða tómatsúpu. Ég keypti tvær dósir af hökkuðum tómötum, rjóma og basillauf. Ég byrjaði á því að hella úr dósunum í blandara með einu handfylli af basillaufum og blandaði almennilega svo það væru engir kekkir. Helli þeirri blöndu í pott ásamt tveimur grænmetisteningum (sem ég var búin að leysa upp í 1 dl. af sjóðandi vatni). Lét suðuna koma upp, hellti þá einum pela af rjóma útí ásamt ca. 70-100 gr. af rifnum parmesan osti. Bætti líka við salti og pipar. Lét þetta malla í ca. 10 mín og bar þetta svo fram með nýbökuðu brauði (uppskrift kemur seinna) skinku, niðurskornu avocado og bruchettamauki með chili.

Þessi tómatsúpa verður sko gerð aftur!

Rjómalagaða tómatsúpan mín

Ég hef ekki beint verið með einhver “cravings” á meðgöngunni, þá meina ég að ég sé alltaf að borða sama hlutinn, nema kannski ís en ég held að það sé ekkert endilega tengt meðgöngunni, haha… En þegar mig langar í eitthvað þá VERÐ ég að fá það og svo langar mig ekkert í það meir eftir það. Í dag fékk ég fáránlega mikla löngun í tómatsúpu! Rjómalagaða tómatsúpu. Ég keypti tvær dósir af hökkuðum tómötum, rjóma og basillauf. Ég byrjaði á því að hella úr dósunum í blandara með einu handfylli af basillaufum og blandaði almennilega svo það væru engir kekkir. Helli þeirri blöndu í pott ásamt tveimur grænmetisteningum (sem ég var búin að leysa upp í 1 dl. af sjóðandi vatni). Lét suðuna koma upp, hellti þá einum pela af rjóma útí ásamt ca. 70-100 gr. af rifnum parmesan osti. Bætti líka við salti og pipar. Lét þetta malla í ca. 10 mín og bar þetta svo fram með nýbökuðu brauði (uppskrift kemur seinna) skinku, niðurskornu avocado og bruchettamauki með chili.

Þessi tómatsúpa verður sko gerð aftur!

Enskar tebollur

Svona er ég, ég geri ekkert í eldhúsinu af viti í kannski 2-3 mánuði og svo allt í einu fæ ég eitthvað kast og þá geri ég fátt annað en að baka/elda… Þessar brauðbollur eru mjög einfaldar, sniðugar ef þið viljið hafa nýbakað brauð einhvern morguninn en nennið ekki að eyða tveimur tímum í það að baka. Ég man ekki hvort ég hafi sett uppskriftina að þeim hingað inn einhvern tímann, en hérna kemur hún þá bara aftur.

Hitið 3 dl. af mjólk og 1 dl. af olíu í potti þar til blandan er orðin 37°c heit, bætið þá einum poka af þurrgeri útí.

Blandið 500-600 gr. af hveiti (ég notaði heilhveiti en það á að vera venjulegt hveiti) 50 gr. sykur, 1 tsk. kardimommudropum, 2 eggjum og mjólkurblöndunni.

Látið hefast í ca. 30-40 mín.

Búið til bollur og penslið þær með kaffi.

Bakið í ca. 10-12 mín.

Núna ætla ég að hendast í sund, ég finn það að ég hef ekki verið dugleg að æfa, mér finnst ég þurfa að styrkja mig og reyna aðeins á lungun – sem eru kramin þarna einhvers staðar inní mér. Hvað gerðuð þið á meðgöngunni til að halda ykkur í formi? Sharing is caring =)

Enskar tebollur

Svona er ég, ég geri ekkert í eldhúsinu af viti í kannski 2-3 mánuði og svo allt í einu fæ ég eitthvað kast og þá geri ég fátt annað en að baka/elda… Þessar brauðbollur eru mjög einfaldar, sniðugar ef þið viljið hafa nýbakað brauð einhvern morguninn en nennið ekki að eyða tveimur tímum í það að baka. Ég man ekki hvort ég hafi sett uppskriftina að þeim hingað inn einhvern tímann, en hérna kemur hún þá bara aftur.

Hitið 3 dl. af mjólk og 1 dl. af olíu í potti þar til blandan er orðin 37°c heit, bætið þá einum poka af þurrgeri útí.

Blandið 500-600 gr. af hveiti (ég notaði heilhveiti en það á að vera venjulegt hveiti) 50 gr. sykur, 1 tsk. kardimommudropum, 2 eggjum og mjólkurblöndunni.

Látið hefast í ca. 30-40 mín.

Búið til bollur og penslið þær með kaffi.

Bakið í ca. 10-12 mín.

Núna ætla ég að hendast í sund, ég finn það að ég hef ekki verið dugleg að æfa, mér finnst ég þurfa að styrkja mig og reyna aðeins á lungun – sem eru kramin þarna einhvers staðar inní mér. Hvað gerðuð þið á meðgöngunni til að halda ykkur í formi? Sharing is caring =)