Temporarily unavailable

Kæru vinir, ég er að reyna að vera laganemi á 4. ári ásamt því að vera komin 39 vikur og 3 daga, það tekur á. Ég hélt að það að sitja og lesa/skrifa væri nú ekki mikið mál þó maður væri óléttur,  I have been proven wrong! Það er ekkert hægt að sitja endalaust, þó maður sitji á bolta, þá verður maður þreyttur í líkamanum. Ég veit betur næst þegar ég hugsa um að skrá mig í fullt nám og kasólétt á sama tíma. Svo næ ég nánast aldrei að leggja mig, ég bara get ekki slappað af þó ég reyni, kannski af því að ég er svo stífluð í nefinu að ég næ aldrei almennilega andanum, en örugglega af því að ég er stressuð. Eruð þið kannski með einhver töfraráð til að draga úr stressi? Lavender bað er mitt uppáhald en ég get kannski ekki legið þar allan daginn, og þó…  
Hvernig finnst ykkur myndin? Ég er að spá í að panta mér hana, þó mér finnist Chanel no. 5 ilmurinn ekki góður, en flöskurnar eru fallegar. Reyndar væru uppþvottahanskar með Chanel merkinu m.a.s. fallegir. 

Temporarily unavailable

Kæru vinir, ég er að reyna að vera laganemi á 4. ári ásamt því að vera komin 39 vikur og 3 daga, það tekur á. Ég hélt að það að sitja og lesa/skrifa væri nú ekki mikið mál þó maður væri óléttur,  I have been proven wrong! Það er ekkert hægt að sitja endalaust, þó maður sitji á bolta, þá verður maður þreyttur í líkamanum. Ég veit betur næst þegar ég hugsa um að skrá mig í fullt nám og kasólétt á sama tíma. Svo næ ég nánast aldrei að leggja mig, ég bara get ekki slappað af þó ég reyni, kannski af því að ég er svo stífluð í nefinu að ég næ aldrei almennilega andanum, en örugglega af því að ég er stressuð. Eruð þið kannski með einhver töfraráð til að draga úr stressi? Lavender bað er mitt uppáhald en ég get kannski ekki legið þar allan daginn, og þó…  
Hvernig finnst ykkur myndin? Ég er að spá í að panta mér hana, þó mér finnist Chanel no. 5 ilmurinn ekki góður, en flöskurnar eru fallegar. Reyndar væru uppþvottahanskar með Chanel merkinu m.a.s. fallegir. 

Síðustu metrarnir

Í kvöld bauð Svenni minn mér út að borða og við fórum alla leið-  humarsúpa, nautasteik með bernaise og súkkulaðikaka. Væntanlega í síðasta skipti sem við förum út að borða áður en lilli mætir í heiminn og það var voða gaman að fara í fínan kjól og setja á sig varalit og eiga notalega stund með fína manninum mínum =)

Síðustu metrarnir

Í kvöld bauð Svenni minn mér út að borða og við fórum alla leið-  humarsúpa, nautasteik með bernaise og súkkulaðikaka. Væntanlega í síðasta skipti sem við förum út að borða áður en lilli mætir í heiminn og það var voða gaman að fara í fínan kjól og setja á sig varalit og eiga notalega stund með fína manninum mínum =)

Photobooth dagsins

Hæ elsku fínu lesendur! Langaði bara að henda einhverju hingað inn og hvað er þá auðveldara en að taka mynd af sjálfum sér. Á morgun byrja ég á viku 38 og ég er orðin svo þuuuuuung, ég vil hér með lýsa frati mínu á þessu s.k. snúningslaki (sem ég notaði nú ekki alveg rétt til að byrja með en það er önnur saga) mér finnst það ekki gera neitt fyrir mig og það er ógeðslega erfitt að snúa sér á nóttunni og lakið alltaf komið í hnuðl. Ég kvarta eiginlega aldrei hjá ljósunni enda hef ég svo sem ekki yfir einhverju miklu að kvarta en ég held ég fái útrás fyrir allt kvart hér og svo hjá ljósunni er allt á bleiku skýji, haha, þið verðið bara að umbera þetta.

Jæja ég ætla að vagga út í bíl enda þarf ég að vera mætt í matarboð eftir hálftíma. Heyrumst.

Photobooth dagsins

Hæ elsku fínu lesendur! Langaði bara að henda einhverju hingað inn og hvað er þá auðveldara en að taka mynd af sjálfum sér. Á morgun byrja ég á viku 38 og ég er orðin svo þuuuuuung, ég vil hér með lýsa frati mínu á þessu s.k. snúningslaki (sem ég notaði nú ekki alveg rétt til að byrja með en það er önnur saga) mér finnst það ekki gera neitt fyrir mig og það er ógeðslega erfitt að snúa sér á nóttunni og lakið alltaf komið í hnuðl. Ég kvarta eiginlega aldrei hjá ljósunni enda hef ég svo sem ekki yfir einhverju miklu að kvarta en ég held ég fái útrás fyrir allt kvart hér og svo hjá ljósunni er allt á bleiku skýji, haha, þið verðið bara að umbera þetta.

Jæja ég ætla að vagga út í bíl enda þarf ég að vera mætt í matarboð eftir hálftíma. Heyrumst.

Enfin!

Já það held ég nú! Loksins erum við orðin almennilega nettengd og við erum ofsalega glöð með það. Þetta verða því síðustu instagram myndirnar hérna inni á bloggý, jú nema kannski ein og ein læðist með stöku sinnum. Hundleiðinlegt fyrir þá sem eru með mig á instagram að sjá svo sömu myndirnar hér…

Á efri myndinni sjáið þið pínulítil krúttaraleg föt á litla gutta sem ég var að þvo, ég er með snúrur í þvottahúsinu en ég lét Svenna ná í þvottagrindina því ég vildi geta horft á þetta þorna, haha… svo er ég búin að setja flest í þessa blessuðu fæðingartösku en það er eitthvað smotterí sem ég á eftir að kaupa og þá ætti nú flest að vera tilbúið. Undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera ca. 3 vikur í hann en maður veit aldrei og ég er mun rólegri vitandi að það sé allt tilbúið fyrir litla augasteininn okkar. Í kvöld kláraði ég svo síðasta jógatímann hjá henni Auði í Jógasetrinu sem ég mæli með. Ég tók bara eitt námskeið þar sem ég er einstaklega lítil jógamanneskja en mér fannst mjög gott að fara og læra að ná tökum á öndun sem gæti nýst mér í fæðingunni og bara svona til að róa mann aðeins.

Neðri myndin er svo bara úr stofunni okkar, ég ligg mjög mikið og læri þessa dagana. Finnst alveg einstaklega óþægilegt að sitja lengi, en gallinn við það að liggja og lesa er að maður sofnar mjög auðveldlega þannig að þetta getur verið svolítið tricky… Ég sofna “sem betur fer” ekki lengi í einu og undanfarið er ég farin að vakna stundum í hóstakasti þar sem mér svelgist á eigin munnvatni, skil ekkert í þessu, má þetta þá frekar bara slefast í koddann.

En jæja, föstudagur á morgun (uppáhalds dagurinn minn) á dagskránni er að læra fyrir hádegi svo hádegisdeit á Vegamótum með vinkonum mínum, mæðraskoðun og svo aftur heim að læra, fínt plan.

Ég er mjög ánægð með að vera “komin aftur” og vonandi verð ég dugleg að blogga þrátt fyrir frekar mikið álag í skólanum næstu þrjár vikurnar…