Pix

Jæja, hér koma myndir frá London (ekki Lundúnum! Þoli ekki þegar fólk íslenskar borgir). Þetta var svo frábær ferð í alla staði og lang skemmtilegast var auðvitað að vera öll saman, en það var heldur ekkert leiðinlegt að versla 😉 Ég er orðin ástfangin af London, þetta er frábær borg og ekki eins dýr og maður gæti haldið. Bretar eru ótrúlega kurteist fólk og það elska ég, þeir kunna mannasiði. Hér á Íslandi er maður vanur því að fólk sem vinnur í þjónustustörfum bjóði manni varla góðan daginn, ég er ekki að alhæfa en þetta gerist allt of oft. Í London er það “Good day madame” haha, maður yrði kannski pínu hissa ef móttökurnar yrðu þannig hér heima “góðan daginn frú/fröken” en það er af því að maður er svo óvanur þessu…. 

Við vorum orðin algjörir snillar á neðanjarðarlestarkerfið í London

Á Pain Quotidien fengum við okkur lífrænan mat

Skemmtilegur staður 

Lyftumynd af yours truly

Löbbuðum MIKIÐ

Feðginin (ég er nývöknuð ef það skyldi nú fara fram hjá einhverjum)

Pabbi flottur 

Fallegt kirsuberjatré 

Systurnar

Í Notting Hill 

Fínar 

Fín hús í Notting Hill 

Garðurinn sem Julia Roberts og Hugh Grant brutust inn í í myndinni Notting Hill. Gömul krúttleg kona sagði okkur þetta =) 

Portobello Road.
Jæja fleiri myndir urðu það nú ekki. Nú verð að klára þessa blessuðu ritgerð svo ég komist nú einhvern tíman í páskafrí. 
Góða helgi =) 

Instagram

1. Yfirgaf rigninguna á Íslandi
2. Keypti mér m.a. fallega skó
3. Drakk og át afternoon tea á Connaught Hóteli og fékk bresku yfirstéttina beint í æð
4. Gekk glöð um London í nýja jakkanum mínum frá COS 
5. Át mikið frá Ladurée

Þið fáið nokkrar instaram myndir þangað til ég get sett hinar myndirnar inn. Núna er það bara back to basics og ritgerð sem verður að klárast!

P.s. Þið getið fylgst með mér á Instagram, nafnið er Astridur_t =)

Soooooooon

Eruð þið orðin leið á London niðurtalningunni minni? Ekki ég. Tilhlökkun í bland við stress (kjólastress). Ég hlakka til að setjast í flugvélina með slúðurblöð og flugvéla-té og bara njóóóóóta =)

Brown’s

The English Tea Room at Rocco Forte’s Brown’s Hotel serves one of the most famous afternoon teas in London and was voted The Tea Guild’s ‘Top London Afternoon Tea 2009’.

The sophisticated and stylish interior is a clever mix of both tradition – thanks to the original wood paneling, fire places and Jacobean detailed plaster ceiling and contemporary style, with Paul Smith lighting, fashionable fabrics and original artworks.

Relax to the sounds from the Baby Grand Piano and indulge in a choice of 17 teas, including Brown’s own blend, along with a selection of succulent finger sandwiches, an assortment of delicate pastries, fruit and plain scones with clotted cream and strawberry preserve, as well as a choice of freshly baked cakes from the trolley.  

The English Tea Room was awarded ‘Top London Afternoon Tea 2009’, by The Tea Guild. In 2010, 2008 and 2007 The English Tea Room received an ‘Award of Excellence’ by The Tea Guild.

Please can you kindly note that the dress code in The English Tea Room is smart casual, as we like our guests to feel comfortable whilst respecting the environment they are in.

Hér ætlum við að fá okkur afternoon tea í lok mars þegar við heimsækjum London, skítt með Oxford street og allt það, ég hlakka til að borða! =) ohhh hvað ég hlakka til!!!