Prinsessan Madeleine

Ó fagra Madeleine…. Ef ég mætti velja að skipta um líkama við einhverja manneskju þá þyrfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um! En ég er samt almennt ekki í þeim pælingum að vilja skipta við fólk á líkama enda bara nokkuð sátt við sjálfa mig. Ég er alveg ástfangin af háralitnum, sjáið hvað það glansar? Og hálsmenið er einstaklega fallegt, einstaklega!

Madeilene

…. og hér með lokum við kaflanum um kóngafólk með nokkrum myndum af uppáhalds prinsessunni minni, sænsku Madeleine. Hún býr í New York og fær svolítið mikið diss í Svíþjóð fyrir að vera ekki eins dugleg og stóra systir að representa landið. En hún er alltaf í einhverri góðgerðarstarfsemi í NY og er t.d. að vinna með Childhood samtökin sem mamma hennar stofnaði, svo er hún með einhverjum filthy ríkum kana… En hún á það skilið að vera hamingjusöm eftir að drullusokkurinn sem hún ætlaði að giftast næsta sumar hélt framhjá henni. – og ég er að átta mig á því í þessum skrifuðu orðum að ég veit alltaf of mikið um þetta.

Próf eftir 4 tíma og eftir það er ég frjáls allra minna ferða.

Greifynja

Ok, ég skal reyna að slaka á í kóngafólksfréttum, en mér finnst þessi kjóll svo fallegur! Þessi fallega 85 ára gamla greifynja heitir Alice og er oftast virkilega smekklega klædd. Mér finnst fjólublátt flauel bara svo ótrúlega FLOTT. Var það ekki einmitt merki um ríkidæmi hér áður fyrr? Fjólublátt flauel?  Allavega, pant líta svona út þegar ég verð 85 ára =)

Kveðja,
Sjálfskipaður fréttaritari sænsku konungsfjölskyldunnar á Íslandi.

Spark

 
Hér getið þið séð á sekúndu 42, litla barnið sparka í maganum hennar Viktoríu, rétt fyrir neðan næluna hennar =) Fyrsti Nóbel kvöldverðurinn hjá litla krílinu 😉 

Prinsessur

 Hér er fallega Viktoría með fallegu kúluna sína, ég elska kjólinn og þessi litur er alveg einn af mínum uppáhalds. Sérstaklega flott að vera með rautt naglalakk við dökblátt.

..og svo Mette Marit, óóótrúlega flott! Ég var einmitt að hugsa það hvað mér fyndist hvítir kjólar fallegir og að ég ætti engan hvítan kjól, það getur verið erfitt að líta ekki út eins og maður vinni á heilbrigðisstofnun, en getur síðan verið alveg rosalega flott! Meira af hvítum kjólum!!

Nóbel

Nóbel veislan 2007.

Eins og þið vitið þá er ég sérleg áhugamanneskja um kóngafólk og sérstaklega sænsku kóngafjölskylduna, lengi lifi konungsveldið! Allavega, þá er Nóbel kvöldverðurinn á morgun og ég, lúðinn, hlakka ótrúlega til að sjá alla fallegu kjólana! Ég skal reyna að finna myndir og setja hingað inn frá kvöldinu =)