Húshjálpin

Uppvaskarinn


***


Við eigum uppþvottavél en það er gott að vita af því að á heimilinu sé liðtækur uppvaskari ef vélin færi í verkfall. 
Advertisements

Helgin hingað til

Helgin byrjaði á fyrsta alvöru grillinu á árinu, lambafillet, grísahnakki, kartöflur og grillað grænmeti. Auðvitað skolað niður með góðu rauðvíni. Himnaríki.
Jón Ómar var kominn í kósý fíling, lúinn eftir vikuna. 
Eggaldin, kúrbítur og paprika með ólífuolíu og kryddi.

Myndir af Jóni Ómari sem ég lét prenta hjá Prentagram. Rjómamyndir eru viðeigandi í eldhúsinu =) 
Horft yfir eldhúsið okkar sem ég er alveg pínulítið skotin í, aðallega palisander viðnum. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti nýrri innréttingu. 
Þetta rauðvín átti skilið koss. Tommassi merlot pruné. 
Það mesta og besta sem ég hef áorkað í lífinu, Jón Ómar.
Ég að vera kjánaleg á svo kallaðri selfie. Ég get ekki orðið annað en skrítin á myndum sem ég tek sjálf, biðst afsökunar.

Bestur.

Best.

Pabbi hafði splæst í súkkulaðihúðuð jarðaber, syninum til mikillar gleði.
Jón Ómar skrapp í nudd til ömmu sinnar í gær. Hann var þreyttur eftir barnaafmælið sem hann var nýkominn úr. Enda hafði hann farið þar um eins og hvirfilbylur. 

Hann borgaði í kossi. 

Halló sæti.
Morgunmaturinn var skemmtilegur! 
*** 
Yndisleg helgi. Vorið er í loftinu og lífið er gott. Heyrumst seinna. 

Barnaherbergið

Jón Ómar fékk “nýtt” herbergi um síðustu helgi. 
***
Mig langaði til að taka herbergið hans Jóns Ómars í gegn áður en hann verður tveggja ára (25. október). Mig hefur langað til að setja upp þetta veggfóður í laaaangan tíma en hef alltaf ýtt því á undan mér. Um síðustu helgi ákvað ég að þetta skyldi gert og þetta tók á taugarnar, svo ég segi nú ekki mikið meira um það. Ég get hins vegar sagt að það féllu tár af pirringi og undirrituð sýndi miður glæsilegar hliðar, hliðar sem ég vil helst ekki að líti dagsins ljós og eru mér ekki til sóma. Ég hef bara alveg einstaklega litla þolinmæði þegar kemur að svona löguðu og svo er ég fremur fljótfær. En þetta kom vel út og ég elska þetta herbergi. Jón Ómar tekur örugglega ekki eftir breytingunum en það er nú annað mál. 
Nú ætlum við hjónin að halda áfram The Good Wife maraþoninu okkar, snilldar þættir! 

Petit.is

Á róló í morgun


*** 


Góðan daginn vinir! Hér er ekki verið að eyða helgunum í svefn, ekki frekar en fyrri daginn. Við ákváðum að rölta aðeins á róló og leyfa Jóni Ómari að leika sér aðeins, það eru svo margir fínir vellir hér í kring, elska það. Ég var reyndar að vonast eftir því að það væri komið peysuveður en það var ekki alveg raunin. 
Ég verð að benda ykkur á þessa æðislega flottu húfu sem Jón Ómar er með og ég fékk frá vefversluninni Petit.is. Ég fíla ekki of miklar fígúrur eða mynstur á barnafatnaði og um daginn þegar ég keypti sumarhúfu á Jón Ómar keypti ég stelpuhúfu með slaufu (bláhvíta röndótta) og klippti svo slaufuna af. Ég ætla að njóta þess að fá að ráða hvað hann fer í á meðan ég get, það mun eflaust koma sá tími að hann vill fara í súperman bol eða eitthvað álíka. Ég hef hins vegar lengi verið hrifin af þessu mynstri frá Färg & Form og þau búa m.a. til húfur og annan fatnað, rúllugardínur, sængurföt og veggfóður, gæðin í efninu eru líka mjög góð. Mig langar hrikalega mikið í gráa veggfóðrið og grátt sængurverasett frá þeim, kannski slæ til þegar ég tek herbergið hans Jóns Ómar í gegn. Mér finnst líka mjög gott verð á vörunum. Ég mæli eindregið með þessari síðu =) 
Nánar HÉR 
Jæja nú er það ritgerðin, feðgarnir eru farnir í sund þannig að ég ætla að nýta tímann. Heyrumst. 

Fugla-áhugamaðurinn

Þegar við komum niður að tjörninni voru gæsirnar svo “ógnandi”, hvæstu á okkur og gengu hratt í átt til okkar. Mér stóð ekki á sama og tók Jón Ómar í burtu sem auðvitað grét hástöfum yfir því að fá ekki að tala við bíbí. 
Þarna eru þær, feitu, gráðugu gæsirnar sem heimtuðu brauð. 
Við færðum okkur en þær voru nú ekki lengi að finna okkur og þarna eru þær að ganga í átt til okkar, helvískar. 
***
Dagarnir eru langir þessi misserin og ég sit við lærdóm öll kvöld. Oftast tek ég mér þó pásu og reyni að eiga gæðastund með Jóni Ómari frá því að hann kemur heim frá dagmömmu og fram að kvöldmat. Á mánudaginn fórum við inn í Reykjavík og niður að tjörninni og gáfum fuglunum brauð. Litla manninum fannst þetta svo skemmtilegt að ég held ég hafi sjaldan séð hann svona hugfanginn og spenntann í einu. Það er auðvitað ekkert sem gleður mig meira en þegar hann er glaður þannig að ég ákvað að gera aðra ferð niður að tjörn, í þetta sinn í Kópavogi. Við fórum á róló og löbbuðum svo aðeins meðfram Kópavogslæknum og Jón Ómar skoðaði fuglana algjörlega snarhissa. En svo komum við að tjörninni og þar tóku á móti okkur geðveikar gæsir þannig að í framtíðinni mun ég halda mig við tjörnina í Reykjavík þar sem fuglarnir gera sig ekki líklega til að ráðast á mann. 
Ég verð að byrja aftur á að taka myndavélina mína með mér út um allt, svo gaman að setja góðar myndir hingað inn. Finnst mér allavega. Þetta er kosturinn við að vera með blogg, að geta farið aftur í tímann og fylgst með því hvernig lífið hefur breyst. 
Jæja nóg um það, við heyrumst seinna.

Morguninn í myndum

Við mæðginin erum heima í dag, Jón Ómar er orðinn hitalaus en það er gott að ná að jafna sig almennilega áður en hann fer aftur til dagmömmu. Ég þurfti smá tíma til að henda í brauð og leyfði Jóni Ómari þess vegna að leika lausum hala í skúffum og skápum. Hann fann gömul jólakort og datt heldur betur í lukkupottinn.
 
 Ég bakaði brauð sem ég hef gert svo oft áður og er hlægilega einfalt. Þið finnið það með því að skrifa “10 mínútna brauðið” í leitarvélina hér á síðunni. 
Svo ákváðum við að skella í hollustukúlur, ef þið hafið áhuga á uppskrift þá skal ég setja hana hingað inn. Jón Ómar hjálpaði til, aðallega með því að strá kókosmjöli á gólfið en mamman hefur bara gott af því að ryksuga.
 
 Tilbúnar og á leiðinni í frysti. 
Sætasti aðstoðarmaður sem ég hef haft. 
 
Valentínusarblómin falleg og ilmurinn af liljunum er ekki kæfandi, það kann ég að meta. Ég veit ekkert verra en liljur sem ætla að kæfa mann úr fýlu. Eins og einhver hafi pissað í skál og sett hana á ofninn. En eins og ég sagði, þá er ilmurinn af þessum er daufur og þá finnst mér hann góður.
***
Ég vona að þið hafið byrjað vikuna á góðum nótum. Seinna í dag bíður mín langþráð nudd og svo er það skólinn í kvöld. Heyrumst seinna.