Stjarna

Jæja, ég fór með tölvuna í gjörgæslu til tölvukallanna niðrí skóla og mér sýnist hún öll vera á bataleið, ég hata hana ekki lengur.

Oooog þá get ég sýnt ykkur hversu handlagin ég er! Sagan er nefninlega sú að ég keypti mér eitt stk. jólastjörnu í Hagkaupum og var nokkuð viss um að ég ætti nú eitt stk. vasa heima fyrir plöntuna, that was not the case, enda ekki mikil blómakona þó ég vilji það endilega – blómin verða einfaldlega ekki mjög langlíf með mig sem eiganda, nema blómin séu kaktusar. Allavega, þarna var mér bráður vandi á höndum, því plantan þurfti að komast í pott svo hún gæti fengið að njóta sín eins og sannri jólastjörnu sæmir. En ég dó sko aldeilis ekki ráðalaus, mig minnti að ég ætti jólapappír inní skáp og svo átti ég box utan um kaffibolla sem var svona hringlótt. Ég límdi pappírinn utan um boxið og tadaaa! Ég er ekki frá því að ég hafi brosað út í annað allan tímann sem ég fékkst við þetta af einskærri snilligáfu minni.

Það sem þú þarft:

Hringlótt box
Ikea gjafapappír
Límband
…og síðast en ekki síst genaborna föndurhæfileika!

Ég hlýt að vera gjaldgeng í einhverja keppni með þennan blómapott?

Advertisements

Stjarna

Jæja, ég fór með tölvuna í gjörgæslu til tölvukallanna niðrí skóla og mér sýnist hún öll vera á bataleið, ég hata hana ekki lengur.

Oooog þá get ég sýnt ykkur hversu handlagin ég er! Sagan er nefninlega sú að ég keypti mér eitt stk. jólastjörnu í Hagkaupum og var nokkuð viss um að ég ætti nú eitt stk. vasa heima fyrir plöntuna, that was not the case, enda ekki mikil blómakona þó ég vilji það endilega – blómin verða einfaldlega ekki mjög langlíf með mig sem eiganda, nema blómin séu kaktusar. Allavega, þarna var mér bráður vandi á höndum, því plantan þurfti að komast í pott svo hún gæti fengið að njóta sín eins og sannri jólastjörnu sæmir. En ég dó sko aldeilis ekki ráðalaus, mig minnti að ég ætti jólapappír inní skáp og svo átti ég box utan um kaffibolla sem var svona hringlótt. Ég límdi pappírinn utan um boxið og tadaaa! Ég er ekki frá því að ég hafi brosað út í annað allan tímann sem ég fékkst við þetta af einskærri snilligáfu minni.

Það sem þú þarft:

Hringlótt box
Ikea gjafapappír
Límband
…og síðast en ekki síst genaborna föndurhæfileika!

Ég hlýt að vera gjaldgeng í einhverja keppni með þennan blómapott?

Bara smá…


…jólaskreyting. Ég hef í rauninni ekki tíma fyrir þetta, en Svenni ákvað allt í einu að taka til í geymslunni og taka niður jólaskrautið í leiðinni, og haldið þið að ég hafi getað látið það bara vera? – Nei. Ég á engan aðventukrans því ég hef ekki tímt að kaupa mér aðventukransinn frá Georg Jensen sem mig langar í og mig langar eiginlega ekki að hafa neinn annan…. þannig að aðventuljósið og smá skraut verður að duga þessi jólin þar til Goggi Jens flytur inn. Meira var það ekki úr jólahorninu í bili.

Bara smá…


…jólaskreyting. Ég hef í rauninni ekki tíma fyrir þetta, en Svenni ákvað allt í einu að taka til í geymslunni og taka niður jólaskrautið í leiðinni, og haldið þið að ég hafi getað látið það bara vera? – Nei. Ég á engan aðventukrans því ég hef ekki tímt að kaupa mér aðventukransinn frá Georg Jensen sem mig langar í og mig langar eiginlega ekki að hafa neinn annan…. þannig að aðventuljósið og smá skraut verður að duga þessi jólin þar til Goggi Jens flytur inn. Meira var það ekki úr jólahorninu í bili.

1. í aðventu

Tilbúin

Æskuvinkonur

Handsome as hell!

Fórum á jólahlaðborð á Restaurant Reykjavík (Gamla Kaffi Reykjavík) Kósý staður og frábærir vinir, pínu skrítinn matur samt og þjónustustúlkan þurfti sko að vinna fyrir kaupinu sínu, greyið hvað hún var á sprettinum! En þetta var dásamlegt engu að síður og nú er ég sest aftur við eldhúsborðið og lesturinn heldur áfram.

xxx.