Aðfangadagur

***
Það var ekki margt í gærdag sem minnti á jólin, við Jón Ómar fórum í göngutúr niður í bæ í glampandi sól og blíðu, við lögðum okkur og tókum því rólega og ég horfði á Doc Martin með hvítvínsglas í annarri. Ef ykkur finnst ég hljóma eins og níræð kona þá get ég látið ykkur vita að ég tók líka með mér krosssaum hingað út sem ég hef verið að dunda mér við, ég legg ekki meira á ykkur.  
Við borðuðum yndislegan mat, kalkún með tilheyrandi meðlæti (ég sá um Waldorf salatið, gott að geta létt undir í matreiðslunni með því að taka að sér svona þungavigtar verkefni). Svo kom að pakkaopnun og Jón Ómar fékk fullt af fínu dóti. Þetta var öðruvísi en mjög góður aðfangadagur og nú heldur fríið áfram með vonandi fleiri dögum á ströndinni, útihlaupum á stuttbuxum og hlýrabol og afslöppun í faðmi fjölskyldunnar
Heyrumst seinna! 

Joyeux Noël

Nokkrar myndir frá gærkvöldinu sem var dásamlegt, aðeins minna dásamlegt samt fyrir mig þar sem ég er veik með beinverki og lystarlaus. Ég fékk svo margt fallegt, t.d. refakraga, Georg Jensen skál, bolla, rauðvínsglös, alls kyns yndisleg föt, sængurver, skartgripi og margt margt fleira! 
Hafið það gott kæru vinir.

Joyeux Noël

Nokkrar myndir frá gærkvöldinu sem var dásamlegt, aðeins minna dásamlegt samt fyrir mig þar sem ég er veik með beinverki og lystarlaus. Ég fékk svo margt fallegt, t.d. refakraga, Georg Jensen skál, bolla, rauðvínsglös, alls kyns yndisleg föt, sængurver, skartgripi og margt margt fleira! 
Hafið það gott kæru vinir.

Lucia dagurinn

Í dag er Lucia dagurinn í Svíþjóð, og örugglega víðar- 11. nætur til jóla. Ég tók þátt í þessu þegar ég var lítil og bjó í Svíþjóð og mér fannst þetta æðislegt, vildi óska þess að þetta væri hefð hér á Íslandi líka. Að fara í kirkju og sjá þessa lest af stelpum með kerti, ég fæ bara gæsahúð. En á morgun er síðasta prófið, þakka Guði fyrir það!

Lucia dagurinn

Í dag er Lucia dagurinn í Svíþjóð, og örugglega víðar- 11. nætur til jóla. Ég tók þátt í þessu þegar ég var lítil og bjó í Svíþjóð og mér fannst þetta æðislegt, vildi óska þess að þetta væri hefð hér á Íslandi líka. Að fara í kirkju og sjá þessa lest af stelpum með kerti, ég fæ bara gæsahúð. En á morgun er síðasta prófið, þakka Guði fyrir það!

3/4

Úff! Fyrsta sinn í dag sem ég sest niður og anda aðeins… Próf í morgun frá 9-13 og svo skrapp ég aðeins í Tekk og svo heim að þrífa, setja nýtt á rúmin o.þ.h. Ég vil ekki eiga þetta eftir þegar prófin klárast, heldur hef ég verið að reyna að gera þetta smátt og smátt svo ég geti notið jólafrísins, enda er það orðið ansi fullbókað. En ég fór sem sagt í Tekk og keypti m.a. þetta dásamlega ilmkerti frá Crabtree & Evelyn, ég elska þessar vörur – alvöru gæðailmkerti og svo líka sápur og krem etc. En verðið á þessum kertum er reyndar ekkert grín, ég verð að passa mig að standa við hliðina á því svo ég missi ekki af einu einasta sniffi, en ég hef eiginlega ekkert keypt af jóladóti þetta árið svo þetta er nú ekki alslæmt.

Jæja nú ætla ég að fá mér að borða (betra að gera það oftar en einu sinni á dag!) og svo lúlla smá áður en næsta lærulota hefst í kvöld…

3/4

Úff! Fyrsta sinn í dag sem ég sest niður og anda aðeins… Próf í morgun frá 9-13 og svo skrapp ég aðeins í Tekk og svo heim að þrífa, setja nýtt á rúmin o.þ.h. Ég vil ekki eiga þetta eftir þegar prófin klárast, heldur hef ég verið að reyna að gera þetta smátt og smátt svo ég geti notið jólafrísins, enda er það orðið ansi fullbókað. En ég fór sem sagt í Tekk og keypti m.a. þetta dásamlega ilmkerti frá Crabtree & Evelyn, ég elska þessar vörur – alvöru gæðailmkerti og svo líka sápur og krem etc. En verðið á þessum kertum er reyndar ekkert grín, ég verð að passa mig að standa við hliðina á því svo ég missi ekki af einu einasta sniffi, en ég hef eiginlega ekkert keypt af jóladóti þetta árið svo þetta er nú ekki alslæmt.

Jæja nú ætla ég að fá mér að borða (betra að gera það oftar en einu sinni á dag!) og svo lúlla smá áður en næsta lærulota hefst í kvöld…