Veggfóður

Hef verið að spá svolítið í veggfóður. Við þurfum að rífa af veggfóðrið í hjónaherberginu sem er því miður búið að skemmast og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort við ættum bara að mála eða setja nýtt veggfóður á þennan eina vegg, sem sagt við höfuðgaflinn. Höfuðgaflinn okkar er einmitt svona brún/grár í leðri og mér finnst það passa svolítið vel við svona svart-hvítt röndótt veggfóður. Mér finnst svona veggfóður eiginlega alveg sjúklega flott! Ég þarf að bera þetta undir eiginmanninn  😉

Advertisements

Sumarfrí

Þá er ég komin í smá sumarfrí áður en skólinn byrjar, réttara sagt 4 daga 😉 Síðasti vinnudagurinn var í dag og það er alveg ágætt að geta slappað aðeins af áður en átökin í skólanum byrja. Ég er svo ánægð með nýja “sófaborðið” okkar, við ætluðum að kaupa nýtt en fundum ekkert sem okkur leist vel á, þannig að við settum það aðeins í bið. Draumaborðið þessa stundina er frá Tom Dixon en við geymum það aðeins. Þennan bakka keyptum við í Heimahúsinu og settum ofan á skemilinn okkar, kemur líka svona vel út =) Þetta er örugglega eini flöturinn í íbúðinni sem er ekki drasl á, ohh hvað það verður gott að flytja!

Núna ætla ég að vinda mér í að lesa þetta djúsí blað frá Eurowoman, elska Eurowoman og Cover.

Hnota

Noguchi sófaborðið sem mig langar svoooo mikið í!!! 

…Hnota, þessi fallegi viður sem ég elska svo mikið! Í haust eru sem sagt flutningar í kortunum og ætlum við að hreiðra um okkur í íbúðinni minni/okkar í Kópavogi. Mig langar samt að gera örlitlar breytingar á henni, t.d. ætla ég að sprauta eldhúsinnréttingu/baðinnréttingu/fataskápa og hurðir í nýjum lit ásamt því að skipta um höldur og hurðahúna, mjög sniðugt ef þú vilt breyta til með lágmarks tilkostnaði. Svo verður flísunum í eldhúsinu líka skipt út, en sá sem ákvað að setja þær hefur verið í einhverju spassakasti því þær passa engan veginn þarna og ég fæ pínu illt í augun í hvert sinn sem ég sé þær, ég veðja á að hann hafi tapað einhverju veðmáli. En svo er ég mikið að velta því fyrir mér hvað ég á að gera með parketið, það er parket á íbúðinni, í ljósari kantinum en það mætti alveg við smá pússun og lökkun, sem er mjög líklegt að verði valið en mig langar rosalega til að dekkja gólfið aðeins, hefur einhver reynslu af því? Mest af öllu myndi ég vilja parketleggja með hnotu en það er svo fjandi dýrt, þannig að ég var að spá hvort það yrði nú ekki bara fínt að pússa og lakka parketið aðeins dekkra og setja svo nýja hvíta þykka gólflista? Það eru hvítir þykkir loftlistar í íbúðinni sem ég elska þannig að ég held að það kæmi bara vel út!

Bókahillur

Mér finnst svo ótrúlega fallegt að hafa bókahillur á heimilinu, bækurnar segja jú svo mikið um persónuna. Það er svo hlýlegt og gefur heimilinu meiri sál, það er svo oft þannig að fólki finnst það ekki nógu “smart” eða “minimaliskt” en ég held að það sé að breytast núna sem betur fer. Hver vill eiga hús þar sem hvergi má sjá persónulega hluti  og þrjár sítrónur í skál duga sem borðskreyting og allt þarf að vera í stíl? Auðvitað flott að hafa rauðan þráð í inréttingu heimilsins, en það þarf ekki allt að vera EINS. Það er nefninlega mikill munur á húsi og heimili.