Per-fékt

Ég var að panta mér þetta body lotion á netinu. Þetta er nokkurs konar “farði” fyrir kropppinn, gefur jafna og sólkyssta áferð og  á að fela alls konar “misfellur” í húðinni s.s. slit, marbletti, þurrkubletti og þess háttar en þetta þornar samt hratt og er ekki klístrað eins og venjuleg brúnkukrem eru oft. Ég hlakka til að prófa og ég skal koma með álitsgjöf 😉

Per-fékt

Ég var að panta mér þetta body lotion á netinu. Þetta er nokkurs konar “farði” fyrir kropppinn, gefur jafna og sólkyssta áferð og  á að fela alls konar “misfellur” í húðinni s.s. slit, marbletti, þurrkubletti og þess háttar en þetta þornar samt hratt og er ekki klístrað eins og venjuleg brúnkukrem eru oft. Ég hlakka til að prófa og ég skal koma með álitsgjöf 😉

My favourites

Uppáhalds húðvörurnar mínar þessa stundina er Daily microfoliant frá Dermalogica og húðdroparnir frá Sif Cosmetics sem ég ber alltaf á mig á kvöldin þegar ég er búin að hreinsa húðina, þeir eru að gera kraftaverk fyrir húðina á mér, lofa! Ég keypti nefninlega krem frá Dermalogica fyrr í vetur og það er ekki að virka vel fyrir mig en hreinsivörurnar eru mjög góðar, þannig ég prófaði krem sem við erum að selja á NordicaSpa frá Signatures of Nature og það er mjög gott rakakrem og ekki dýrt. Smá tip samt sem ég fékk um daginn –  en það er að eyða ekki of miklum pening í hreinsivörur, þær geta haft svo takmörkuð áhrif á húðina þar sem efnin eru svo stutt á henni, eyða frekar pening í maska (með mikilli virkni) og góð rakakrem.

My favourites

Uppáhalds húðvörurnar mínar þessa stundina er Daily microfoliant frá Dermalogica og húðdroparnir frá Sif Cosmetics sem ég ber alltaf á mig á kvöldin þegar ég er búin að hreinsa húðina, þeir eru að gera kraftaverk fyrir húðina á mér, lofa! Ég keypti nefninlega krem frá Dermalogica fyrr í vetur og það er ekki að virka vel fyrir mig en hreinsivörurnar eru mjög góðar, þannig ég prófaði krem sem við erum að selja á NordicaSpa frá Signatures of Nature og það er mjög gott rakakrem og ekki dýrt. Smá tip samt sem ég fékk um daginn –  en það er að eyða ekki of miklum pening í hreinsivörur, þær geta haft svo takmörkuð áhrif á húðina þar sem efnin eru svo stutt á henni, eyða frekar pening í maska (með mikilli virkni) og góð rakakrem.

Heilsusprengja

Bjó mér til mjög góðan grænan smoothie í gær, ég er vinur síðu sem heitir næringogheilsa á FB og hún er oft að koma með sniðugar uppskriftir. Ég reyndar breytti þessari aðeins, en ekki mikið.

Grænn avocado smoothie (sérstaklega góður fyrir húðina)
Agúrka, 3-4 sellerístilkar, tvö græn epli sett í safapressuna.

Safanum svo hellt í blandarann ásamt klökum, svo set ég líka hálft avocado, brasilíuhnetur og frosið spínat út í og blanda öllu saman. Þetta er mjög gott og yndislega hollt, svo gerði ég tvöfaldan skammt þannig ég get tekið með í skólann í dag. Endilega prófið þetta! 🙂

Heilsusprengja

Bjó mér til mjög góðan grænan smoothie í gær, ég er vinur síðu sem heitir næringogheilsa á FB og hún er oft að koma með sniðugar uppskriftir. Ég reyndar breytti þessari aðeins, en ekki mikið.

Grænn avocado smoothie (sérstaklega góður fyrir húðina)
Agúrka, 3-4 sellerístilkar, tvö græn epli sett í safapressuna.

Safanum svo hellt í blandarann ásamt klökum, svo set ég líka hálft avocado, brasilíuhnetur og frosið spínat út í og blanda öllu saman. Þetta er mjög gott og yndislega hollt, svo gerði ég tvöfaldan skammt þannig ég get tekið með í skólann í dag. Endilega prófið þetta! 🙂

To- do list fyrir árshátíð Lögréttu – Ástríður vs. Sveinn Ómar

Þetta er minn listi ( auglýsi hér með og opinbera að nei ég er ekki svona “náttúrulega” falleg, hö hö)
– Litun og plokkun
– Vax að hné
– Strípur og klipping
– Finna kjól
– Finna skó
– Worka tanið
– Lakka neglur
– Kaupa gerviaugnhár í MAC

Svo er það auðvitað allur tíminn sem fer í að tjasla manni allri saman, giska á 2-3 tímar með sturtu og alles. 

Listinn hans Svenna
– Fara í klippingu
– Klæða sig í jakkafötin og mæta í Turninn.

Tekur í mesta lagi 15 mínútur fyrir Svenna að hoppa í sturtu og klæða sig í.

Bara skemmtilegar staðreyndir svona á miðvikudegi.