Enskar tebollur

Svona er ég, ég geri ekkert í eldhúsinu af viti í kannski 2-3 mánuði og svo allt í einu fæ ég eitthvað kast og þá geri ég fátt annað en að baka/elda… Þessar brauðbollur eru mjög einfaldar, sniðugar ef þið viljið hafa nýbakað brauð einhvern morguninn en nennið ekki að eyða tveimur tímum í það að baka. Ég man ekki hvort ég hafi sett uppskriftina að þeim hingað inn einhvern tímann, en hérna kemur hún þá bara aftur.

Hitið 3 dl. af mjólk og 1 dl. af olíu í potti þar til blandan er orðin 37°c heit, bætið þá einum poka af þurrgeri útí.

Blandið 500-600 gr. af hveiti (ég notaði heilhveiti en það á að vera venjulegt hveiti) 50 gr. sykur, 1 tsk. kardimommudropum, 2 eggjum og mjólkurblöndunni.

Látið hefast í ca. 30-40 mín.

Búið til bollur og penslið þær með kaffi.

Bakið í ca. 10-12 mín.

Núna ætla ég að hendast í sund, ég finn það að ég hef ekki verið dugleg að æfa, mér finnst ég þurfa að styrkja mig og reyna aðeins á lungun – sem eru kramin þarna einhvers staðar inní mér. Hvað gerðuð þið á meðgöngunni til að halda ykkur í formi? Sharing is caring =)

Heilsan

Í október í fyrra þá var ég að vinna að mjög svo erfiðu og taugastrekkjandi verkefni í skólanum og ég sat mest heima við eldhúsborðið og þambaði kaffi á meðan ég lúslas dóma í skaðabótarétti og reyndi að hnuðla saman verkefninu. Ég fékk nóg af setunni og súrefnisleysinu og þó það hafi ekki verið kveikt á mörgum perum þarna uppi eftir 8 tíma setu við tölvuna þá hafði ég næga uppsafnaða orku. Ég ákvað því að drífa mig út í kuldann og hlaupa smá hring í myrkrinu, síðan þá hef ég eiginlega ekki hætt. Ég hef í gegnum tíðina hlaupið með jöfnum millibilum en svo hætt því og byrjað á öðru, nú 10 mánuðum seinna er ég enn að hlaupa og ég veit fátt betra. Ég reyni að hlaupa þrisvar í viku en stundum tekst það ekki og það er allt í lagi því ég geri eins vel og ég get. Undanfarnar tvær og hálfa viku er ég búin að vera með hitavelgju, kvef, hálsbólgu og orkuleysi og hef af þeim sökum ekkert hlaupið, það er því smá púl að byrja aftur en þolið kemur fljótlega. 
Ég fór að hugsa í dag þegar ég var úti að hlaupa hvað ég er þakklát fyrir að hafa heilsu og finna hvað ég er sterk og vera heilbrigð, mér finnst ég aldrei jafn sterk og þegar ég er úti að hlaupa og oft finnst mér ég geta sigrað heiminn, sú tilfinning rennur oftast af mér með sápunni í sturtunni, en hún er góð á meðan hún varir. Ég hef verið veik, mjög veik, og er því enn þakklátari fyrir það að hafa heilsuna mína og hlúi eins vel að henni og ég get. Ég þekki tilfinninguna að liggja inni á spítala þjökuð af kvölum og þrá ekkert heitar en að geta andað að mér köldu vetrarloftinu og ég þekki líka tilfinninguna að vera syfjuð af flogaveikislyfjum og finnast ég stöðugt vera þreytt og lúin.
Ég elska að hlaupa því ég þarf ekkert að hugsa, bara hvar ég ætla að beygja næst. Ég get hreinsað hugann og kem endurnærð tilbaka, þessi 15 kg. sem ég hef losað mig við síðan í október eru bara bónus miðað við vellíðanina sem ég finn fyrir eftir hlaupin.

Heilsan

Í október í fyrra þá var ég að vinna að mjög svo erfiðu og taugastrekkjandi verkefni í skólanum og ég sat mest heima við eldhúsborðið og þambaði kaffi á meðan ég lúslas dóma í skaðabótarétti og reyndi að hnuðla saman verkefninu. Ég fékk nóg af setunni og súrefnisleysinu og þó það hafi ekki verið kveikt á mörgum perum þarna uppi eftir 8 tíma setu við tölvuna þá hafði ég næga uppsafnaða orku. Ég ákvað því að drífa mig út í kuldann og hlaupa smá hring í myrkrinu, síðan þá hef ég eiginlega ekki hætt. Ég hef í gegnum tíðina hlaupið með jöfnum millibilum en svo hætt því og byrjað á öðru, nú 10 mánuðum seinna er ég enn að hlaupa og ég veit fátt betra. Ég reyni að hlaupa þrisvar í viku en stundum tekst það ekki og það er allt í lagi því ég geri eins vel og ég get. Undanfarnar tvær og hálfa viku er ég búin að vera með hitavelgju, kvef, hálsbólgu og orkuleysi og hef af þeim sökum ekkert hlaupið, það er því smá púl að byrja aftur en þolið kemur fljótlega. 
Ég fór að hugsa í dag þegar ég var úti að hlaupa hvað ég er þakklát fyrir að hafa heilsu og finna hvað ég er sterk og vera heilbrigð, mér finnst ég aldrei jafn sterk og þegar ég er úti að hlaupa og oft finnst mér ég geta sigrað heiminn, sú tilfinning rennur oftast af mér með sápunni í sturtunni, en hún er góð á meðan hún varir. Ég hef verið veik, mjög veik, og er því enn þakklátari fyrir það að hafa heilsuna mína og hlúi eins vel að henni og ég get. Ég þekki tilfinninguna að liggja inni á spítala þjökuð af kvölum og þrá ekkert heitar en að geta andað að mér köldu vetrarloftinu og ég þekki líka tilfinninguna að vera syfjuð af flogaveikislyfjum og finnast ég stöðugt vera þreytt og lúin.
Ég elska að hlaupa því ég þarf ekkert að hugsa, bara hvar ég ætla að beygja næst. Ég get hreinsað hugann og kem endurnærð tilbaka, þessi 15 kg. sem ég hef losað mig við síðan í október eru bara bónus miðað við vellíðanina sem ég finn fyrir eftir hlaupin.

RunKeeper

Nývöknuð og já, hárið, það er óafsakanlega ógeðslegt.

Ég er ekki búin að hlaupa í TVÆR VIKUR! Og í dag er dagurinn þar sem við ætlum að gleyma því óheppilega hliðarspori og halda áfram á beinu brautinni eins og ekkert hafi í skorist. Þurfa ekki allir íþróttamenn smá pásu hvort eð er, til að “sjokkera” líkamann eins og allir segja? 😉

Ég er farin að hlakka alveg ofboðslega mikið til að fara heim og í dag eru 15 dagar þangað til ég fer heim, það er nú ekki mikill tími en ég á samt eftir að gera svo margt skemmtilegt á þessum tíma. Ég er farin að hlakka til að komast í rútínuna, mér líður best í rútínu… Og ég hlakka til að byrja í skólanum, það er í fyrsta skipti í svolítið langan tíma sem ég hlakka til skólans og mér finnst það æðislegt! Um jólin fæ BA gráðuna mína (vonandi) og er þá orðin double-BA-gráðari, held ég láti það þá gott heita af BA gráðum og sný mér að masters gráðunni. Fyndið hvernig lífið fer aldrei eins og maður hefði haldið, ef einhver hefði sagt mér eftir menntaskóla að ég myndi fara í frönsku og svo lögfræði hefði ég hlegið af viðkomandi.

Jæja núna ætla ég að testa application sem heitir RunKeeper á meðan ég hleyp, allt umfram 1 km. er afrek hérna í þessum hita og súrefnissnauða lofti. Núna er ég allavega búin að afsaka mig fyrirfram 😉

RunKeeper

Nývöknuð og já, hárið, það er óafsakanlega ógeðslegt.

Ég er ekki búin að hlaupa í TVÆR VIKUR! Og í dag er dagurinn þar sem við ætlum að gleyma því óheppilega hliðarspori og halda áfram á beinu brautinni eins og ekkert hafi í skorist. Þurfa ekki allir íþróttamenn smá pásu hvort eð er, til að “sjokkera” líkamann eins og allir segja? 😉

Ég er farin að hlakka alveg ofboðslega mikið til að fara heim og í dag eru 15 dagar þangað til ég fer heim, það er nú ekki mikill tími en ég á samt eftir að gera svo margt skemmtilegt á þessum tíma. Ég er farin að hlakka til að komast í rútínuna, mér líður best í rútínu… Og ég hlakka til að byrja í skólanum, það er í fyrsta skipti í svolítið langan tíma sem ég hlakka til skólans og mér finnst það æðislegt! Um jólin fæ BA gráðuna mína (vonandi) og er þá orðin double-BA-gráðari, held ég láti það þá gott heita af BA gráðum og sný mér að masters gráðunni. Fyndið hvernig lífið fer aldrei eins og maður hefði haldið, ef einhver hefði sagt mér eftir menntaskóla að ég myndi fara í frönsku og svo lögfræði hefði ég hlegið af viðkomandi.

Jæja núna ætla ég að testa application sem heitir RunKeeper á meðan ég hleyp, allt umfram 1 km. er afrek hérna í þessum hita og súrefnissnauða lofti. Núna er ég allavega búin að afsaka mig fyrirfram 😉

To hell and back

Ég er búin að liggja eins og þetta litla grey síðasta sólarhringinn og loksins líður mér betur

Úff hvar á ég að byrja?! Ég vakna sem sagt upp úr hádegi í fyrradag og var voðalega bumbult og fannst eins og ég þyrfti að æla, stuttu seinna varð það raunin og ég hætti ekki í 6 klukkutíma. Í 3 klukkutíma herpist ég bara sundur og saman þar sem ekkert var eftir til að kasta upp, ég hélt á tímabili að ég væri að fá hjartaáfall af áreynslunni. Ég gat ekki drukkið einn vatnssopa án þess að hann kæmi til baka. Eftir fimm klukkustundir af þessu helvíti var ég byrjuð að stífna upp í fótunum og fannst eins og ég væri með stanslausan sinadrátt, í lokin gat ég ekki beygt lappirnar eða hreyft tærnar, þá varð ég pínu hrædd. Þegar ég komst svo loksins upp á spítala eftir að hafa hringt á sjúkrabíl (því ég gat ekki gengið) þá fékk ég vöðvaslakandi og tvo lítra af næringu í æð og þarna lá ég til klukkan að verða 2 um nóttina en þá útskrifaði læknirinn mig eftir að hafa tekið blóðprufu og séð að ég hafði “bara” fengið magavírus. Ég var reyndar með mjög lágan blóðþrýsting 85/40 – en það er ekki svo óeðlilegt miðað við það sem á undan var gengið. Þegar ég kom heim var ég með mikinn hita en núna líður mér bara nokkuð vel og ætti að komast á ról sem fyrst. Ég er allavega farin að drekka kaffi, en það get ég ekki þegar ég er veik og því er það nokkuð gott merki finnst mér.

Sú sem á skilið óskarinn fyrir sína frammistöðu í þessu öllu saman er Thelma Hrund, sambýlingur og vinkona mín með meiru. Hún hélt hárinu aftur, nuddaði á mér fæturna, gaf mér að drekka, sat við sjúkrarúmið á meðan ég svaf og var mér innan handar í þessu öllu saman, ég hefði örugglega skriðið út á svalir og híft mig yfir handriðið ef hún hefði ekki verið hér til að hugga mig og hjálpa mér, ég þarf sko að launa henni þetta einhvern veginn, á bara eftir að hugsa hvernig er best að gera það.

Þetta hafa verið erfiðir sólarhringar, bæði líkamlega og andlega. En það sem drepur mann ekki styrkir mann… I guess. Vonandi fæ ég eitthvað að njóta sólarinnar í dag og vonandi kemst ég í vinnuna á laugardaginn.

Puss och kram!

To hell and back

Ég er búin að liggja eins og þetta litla grey síðasta sólarhringinn og loksins líður mér betur

Úff hvar á ég að byrja?! Ég vakna sem sagt upp úr hádegi í fyrradag og var voðalega bumbult og fannst eins og ég þyrfti að æla, stuttu seinna varð það raunin og ég hætti ekki í 6 klukkutíma. Í 3 klukkutíma herpist ég bara sundur og saman þar sem ekkert var eftir til að kasta upp, ég hélt á tímabili að ég væri að fá hjartaáfall af áreynslunni. Ég gat ekki drukkið einn vatnssopa án þess að hann kæmi til baka. Eftir fimm klukkustundir af þessu helvíti var ég byrjuð að stífna upp í fótunum og fannst eins og ég væri með stanslausan sinadrátt, í lokin gat ég ekki beygt lappirnar eða hreyft tærnar, þá varð ég pínu hrædd. Þegar ég komst svo loksins upp á spítala eftir að hafa hringt á sjúkrabíl (því ég gat ekki gengið) þá fékk ég vöðvaslakandi og tvo lítra af næringu í æð og þarna lá ég til klukkan að verða 2 um nóttina en þá útskrifaði læknirinn mig eftir að hafa tekið blóðprufu og séð að ég hafði “bara” fengið magavírus. Ég var reyndar með mjög lágan blóðþrýsting 85/40 – en það er ekki svo óeðlilegt miðað við það sem á undan var gengið. Þegar ég kom heim var ég með mikinn hita en núna líður mér bara nokkuð vel og ætti að komast á ról sem fyrst. Ég er allavega farin að drekka kaffi, en það get ég ekki þegar ég er veik og því er það nokkuð gott merki finnst mér.

Sú sem á skilið óskarinn fyrir sína frammistöðu í þessu öllu saman er Thelma Hrund, sambýlingur og vinkona mín með meiru. Hún hélt hárinu aftur, nuddaði á mér fæturna, gaf mér að drekka, sat við sjúkrarúmið á meðan ég svaf og var mér innan handar í þessu öllu saman, ég hefði örugglega skriðið út á svalir og híft mig yfir handriðið ef hún hefði ekki verið hér til að hugga mig og hjálpa mér, ég þarf sko að launa henni þetta einhvern veginn, á bara eftir að hugsa hvernig er best að gera það.

Þetta hafa verið erfiðir sólarhringar, bæði líkamlega og andlega. En það sem drepur mann ekki styrkir mann… I guess. Vonandi fæ ég eitthvað að njóta sólarinnar í dag og vonandi kemst ég í vinnuna á laugardaginn.

Puss och kram!