Feðgar

 * Svo þakklát fyrir þessa tvo * 
Advertisements

Sarasota

Loksins koma nokkrar myndir og loksins eru það ekki símamyndir, ég verð að vera duglegri við að taka á stóru myndavélina mína, ég sé það núna þegar ég tek þessar myndir. Ferðalagið hingað gekk rosalega vel, fyrst 8 tíma flug og svo 2 og 1/2 tími í keyrslu niður til Sarasota. Við vorum orðin mjög þreytt en Jón Ómar var eins og engill alla leiðina. 
Við erum búin að hafa það rosalega gott, sitjum úti við sundlaugina, löbbum niður á ströndina, kíkjum í búðir og borðum góðan mat (oftast). Ég verð nú að viðurkenna að ég orðin mjög picky og klígjugjörn þegar kemur að mat og á frekar erfitt með þennan venjulega djúpsteikta bandaríska mat með majónesi og beikoni. Enda höfum við ekki farið á einn einasta keðju- veitingastað. Við fórum hins vegar í Whole Foods áðan og við vorum eins og hauslausar hænur við vissum ekki hvar við áttum að byrja. 
Ég asnaðist til að brenna aðeins í sólinni í dag, ekki töff. Jæja heyrumst seinna! 

Sarasota

Loksins koma nokkrar myndir og loksins eru það ekki símamyndir, ég verð að vera duglegri við að taka á stóru myndavélina mína, ég sé það núna þegar ég tek þessar myndir. Ferðalagið hingað gekk rosalega vel, fyrst 8 tíma flug og svo 2 og 1/2 tími í keyrslu niður til Sarasota. Við vorum orðin mjög þreytt en Jón Ómar var eins og engill alla leiðina. 
Við erum búin að hafa það rosalega gott, sitjum úti við sundlaugina, löbbum niður á ströndina, kíkjum í búðir og borðum góðan mat (oftast). Ég verð nú að viðurkenna að ég orðin mjög picky og klígjugjörn þegar kemur að mat og á frekar erfitt með þennan venjulega djúpsteikta bandaríska mat með majónesi og beikoni. Enda höfum við ekki farið á einn einasta keðju- veitingastað. Við fórum hins vegar í Whole Foods áðan og við vorum eins og hauslausar hænur við vissum ekki hvar við áttum að byrja. 
Ég asnaðist til að brenna aðeins í sólinni í dag, ekki töff. Jæja heyrumst seinna! 

Föstudagurinn

Byrjaði daginn á að skutla Svenna í golf og keyrði svo sjálf (!) í Woodhouse day spa, mæli með því, og fékk 50 mínútna heilnudd. Ég fékk meira að segja kampavín áður en ég fór í nuddið og sötraði á því í rólegheitum.

Ég var nokkuð tímanlega mætt í nuddið þannig að ég ákvað að kíkja inn í þessa sætu búð áður sem heitir Zou Zou, selur fullt af flottum, ekki fjöldaframleiddum, fötum, skóm, töskum.. Ég keypti mér sjúklega flott brún leðurstígvél á 40 % afslætti, maður er alltaf að græða 😉

Í kvöld fórum við svo í Downtown Disney til að sjá Cirque du Soleil sem var ÆÐI! Borðuðum áður á einhverjum Kúbverskum stað í Disney hverfinu sem var ekki góður. Ég hef aldrei fengið góðan mat í skemmtigörðum, ógeð…

Ástríður og bananafóturinn!

Fyrsta myndin af okkur saman, Svenni þorir ekki að biðja neinn um að taka mynd af okkur, heldur að viðkomandi hlaupi burt með myndavélina, haha…

Jæja eins gott að sofna ekki of seint svo ég geti verið mætt í mollið fyrir opnun og freista þess að ná að kaupa iPad 2 !!! Meiri geðveikin þetta dæmi….

Föstudagurinn

Byrjaði daginn á að skutla Svenna í golf og keyrði svo sjálf (!) í Woodhouse day spa, mæli með því, og fékk 50 mínútna heilnudd. Ég fékk meira að segja kampavín áður en ég fór í nuddið og sötraði á því í rólegheitum.

Ég var nokkuð tímanlega mætt í nuddið þannig að ég ákvað að kíkja inn í þessa sætu búð áður sem heitir Zou Zou, selur fullt af flottum, ekki fjöldaframleiddum, fötum, skóm, töskum.. Ég keypti mér sjúklega flott brún leðurstígvél á 40 % afslætti, maður er alltaf að græða 😉

Í kvöld fórum við svo í Downtown Disney til að sjá Cirque du Soleil sem var ÆÐI! Borðuðum áður á einhverjum Kúbverskum stað í Disney hverfinu sem var ekki góður. Ég hef aldrei fengið góðan mat í skemmtigörðum, ógeð…

Ástríður og bananafóturinn!

Fyrsta myndin af okkur saman, Svenni þorir ekki að biðja neinn um að taka mynd af okkur, heldur að viðkomandi hlaupi burt með myndavélina, haha…

Jæja eins gott að sofna ekki of seint svo ég geti verið mætt í mollið fyrir opnun og freista þess að ná að kaupa iPad 2 !!! Meiri geðveikin þetta dæmi….

Mehhhíkó!

Enn eitt kvöldið, enn ein veislan! Fórum á mexíkanskan stað í kvöld þar sem við fengum dásamlegt guacamole og rammsterka mmmmmargarítu! Ógeðslega góður matur og notalegt spjall. Ég pantaði mér svo nudd á morgun í sama hverfi, Svenni er að fara að spila golf á morgun á fancy pancy golfvelli og ég ætla að dunda mér á meðan í nuddi, fá mér hvítvíns lunch og annað hyggeligt. Góðanótt kæru hálsar.

Nýtt naglalakk

Margheriiiita!

mmmmmmmmm….

Guacamole búið til fyrir framan okkur!

Besta guacamole sem ég hef á ævi minni smakkað!

Myndirnar eru ekki alveg nógu góðar, það var svo dimmt þarna inni og ég var ekki alveg að ná að tækla lýsinguna, en það kemur allt með tímanum, I guess…

P.s. Mér finnst rosalega gaman að fá komment frá ykkur, takk þið sem takið ykkur tíma til að skilja eftir smá kveðju 🙂