Flórida 2016 – uppsóp

_MG_5657
Brjálað að gera 

_MG_5661

_MG_5670
Beðið eftir hádegismat við sundlaugina
_MG_5688
Alltaf sami morgunmaturinn, vanillu múslí með möndlumjólk og fersk ber/ávextir

_MG_5689_MG_5690_MG_5694

_MG_5705
….og svo auðvitað kaffi
_MG_5715
Ég var ekkert smá glöð með að hafa keypt þennan bol með sólarvörn handa honum, hann var alltaf í honum og ekki veitti af því sólin var steikjandi. 
_MG_5718
Í krókódílagarðinum
_MG_5754
Það var tennis-og körfuboltavöllur þar sem við vorum seinni vikuna, litla manninum til mikillar ánægju.
_MG_5772
Þessi staður! 

_MG_5776

_MG_5780
Feðgar að kæla sig, þó sjórinn hafi nú næstum verið of heitur. 
_MG_5783
Longboat Key 
_MG_5795
Kvöldsund í fallegu kvöldsólinni
_MG_5816
Alls ekkert gervibros.
_MG_5823
Ég var þarna líka! 
_MG_5824
Dásamlega góður grískur veitingastaður á St. Armand’s Circle
_MG_5825
Haha, Jón Ómar með fullan munninn af brauði.
_MG_5833
Litla fyrirsætan mín.
_MG_5838
Tilvalin til stækkunar

IMG_3487

 

Hér koma síðustu myndirnar úr dásamlega sumarfríinu okkar. Ég hlakka strax til að fara aftur, hvenær sem það nú verður.

Flórida

Ég næ ekki að færa myndir af myndavélinni minni yfir á tölvuna þannig að þangað til það tekst að þá langaði mig að setja nokkrar myndir hingað inn sem ég var með á símanum.

Jón Ómar var eins og ljós í öllum flugferðunum (við flugum til Boston og þaðan til Orlando) Við vorum búin að undirbúa okkur undir það að hann yrði eitthvað þreyttur og pirraður á að sitja svona lengi en þetta var ekkert mál og hann var svo sáttur með allt.

Þarna vorum við í Gatorland í Orlando. Það var svo ógeðslega heitt þarna að ég meikaði eiginlega ekki að vera þarna. Hitinn var allt í lagi þegar maður gat hent sér í laugina eða sjóinn þegar það varð of heitt en maður var nú ekki beint að stinga sér til sunds þarna.

Ein sólbaðs-selfie. Ég reyndi nú mest að skýla andlitinu frá sólinni enda finnst mér það ekki fallegt þegar ég verð of brún í framan og með svona ljóst hár, fyrir utan hvað það fer illa með húðina.

Fyrri vikuna gistum við á Reunion Resort í Orlando. Ég er alls ekki hrifin af Orlando í sjálfu sér (frekar ljót og menningarsnauð borg, haha) en þessi lokuðu svæði geta verið mjög flott og alveg tilvalin þegar maður er með born. Við vorum rosalega ánægð þarna og vorum í íbúð þar sem við gátum eldað og haft það kósý. Ég hugsa að ég muni ekki bóka hótelherbergi nema þegar við erum að ferðast bara tvö hjónin, það verður að vera hægt að “athafna” sig aðeins þegar börn eru með í för. Svo fannst okkur líka mikilvægt að við gætum spjallað og gert eitthvað á kvöldin eftir að Jón Ómar var sofnaður og þess vegan vildum við ekki vera á hótelherbergi. Við reyndar sofnuðum mjög oft öll þrjú á sama tíma, haha.

Litli maðurinn sem var svo ótrúlega sáttur með allt saman, það var alveg ótrúlega gaman að vera í fríi með honum. Hann gerir einfaldlega allt betra. Þetta var svolítið sérstakt frí því við hugsuðum að þetta væri svona síðasta einkaprins-dekurfríið áður en næsti prinsinn mætir, það verður nú eitthvað. Jón Ómar sem er vanur að vera miðpunktur athyglinnar fær nú örugglega smá sjokk í lok nóvember 😉 Mynd af svæðinu. Við vorum í svona húsi, ekki þessu húsi samt.

Horft út um svefnherbergisgluggann. Við borðuðum morgunmat úti á svölunum en annars vorum við ekkert mjög mikið þar, það var svo gott að koma inn í loftkælinguna, hahaha.

Seinni vikuna vorum við á Longboat Key, þá vorum við með eina litla laug og svo auðvitað ströndina. Við höfðum áður verið á Siesta Key og þó að Longboat Key hafi verið rosalega fínt þá vorum við hrifnari af Siesta Key. Þar er meira líf, ströndin er stærri og það er lítill bæjarkjarni á Siesta Key sem er gaman að rölta um. Við verðum örugglega á Siesta Key næst en það var gaman að prófa þetta.

Við keyptum þessa kerru í algjörri bugun í einu outletinu í Orlando. Við fengum þá hræðilegu hugmynd að fara saman með Jón Ómar að versla og það gekk auðvitað ekki upp, en við keyptum þessa kerru þarna í outletinu og þó hún hafi eiginlega verið of lítil og algjört drasl þá notuðum við hana alveg frekar mikið restina af ferðinni. Næst fórum við ein að versla í outletinu, sem sagt eitt í einu og annað okkar var með Jón Ómar á meðan.

Anna Maria Island, gaman að skoða sig um þarna en svo sem ekkert stórfenglegt.

Á leið út að borða á Hyde Park í downtown Sarasota, besta steikin sem ég fékk þarna. Það er mjög mikið af eldra fólki á þessu svæði og ég hélt að konan á næsta borði myndi andast ofan í súpuskálina sína, ætli meðalaldurinn hafi ekki verið 70 ár þarna.

Feðgar í fallegum garði í Sarasota, alveg við höfnina.

Tvær yndislegar vikur og við vorum sammála því að þó það sé hálfgerð synd að fara frá Íslandi á þessum tíma þá er það allt annað að vera í  fríi heima hjá sér því þá erum við eiginlega alltaf að stússast og græja eitthvað. Við munum því halda áfram að fara erlendis á þessum tíma á meðan maður hefur eiginlega ekkert annað val út af lokun á leikskóla.

Ég vona að ég nái að færa myndirnar úr myndavélinni minni hingað inn, þá kemur Florida blogg nr. 2.

Heyrumst!

 

 

Helgin

Fór í göngutúr, hlustaði á uppáhalds pod castið mitt og tíndi nokkur blóm sem urðu svona líka fallegur blómvöndur.Við (lesist Svenni og afi hans) hafa verið að mála ganginn okkar undanfarið og var helgin nýtt til að klára það. Hurðin hægra megin verður máluð líka þegar baðherbergið er klárt.Þegar litla barnið kemur í heiminn fær það herbergið hans Jóns Ómars (sem er við hliðina á hjónaherberginu) og Jón Ómar færist yfir í leikherbergið sitt sem er stærra en þetta herbergi. Ég er farin að undirbúa flutninginn og er mikið að vanda mig við það að hann verði sáttur og ánægður og tengi ekki komu barnsins við það að það sé tekið af honum svefnherbergið (sem er jú reyndar raunin). Nýja herbergið ætla ég að mála grátt í sama lit og er í eldhúsinu, kóngabláar gardínur, tekk kommóðuna sem þið sjáið  myndinni, fallegar bastkröfur undir dótið og notalega mottu á gólfið. Ég ætla að vanda mig mikið við að gera þetta eins notalegt og fallegt og hægt er.

Jón Ómar er orðinn svo stór að nú er hann stundum farinn að biðja um að sitja í alveg eins stól og við og tripp trapp stóllinn settur til hliðar, Ég hugsa að við kaupum svona stól handa honum þegar barnið kemur og svo kaupum við ungbarnasett á tripp trapp stólinn þannig að barnið geti setið í sömu hæð fyrstu mánuðina.Mig langaði bara aðeins að kíkja hingað inn og segja hæ, við heyrumst seinna og ÁFRAM ÍSLAND!!
 

Helgin hingað til

Helgin byrjaði á fyrsta alvöru grillinu á árinu, lambafillet, grísahnakki, kartöflur og grillað grænmeti. Auðvitað skolað niður með góðu rauðvíni. Himnaríki.
Jón Ómar var kominn í kósý fíling, lúinn eftir vikuna. 
Eggaldin, kúrbítur og paprika með ólífuolíu og kryddi.

Myndir af Jóni Ómari sem ég lét prenta hjá Prentagram. Rjómamyndir eru viðeigandi í eldhúsinu =) 
Horft yfir eldhúsið okkar sem ég er alveg pínulítið skotin í, aðallega palisander viðnum. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti nýrri innréttingu. 
Þetta rauðvín átti skilið koss. Tommassi merlot pruné. 
Það mesta og besta sem ég hef áorkað í lífinu, Jón Ómar.
Ég að vera kjánaleg á svo kallaðri selfie. Ég get ekki orðið annað en skrítin á myndum sem ég tek sjálf, biðst afsökunar.

Bestur.

Best.

Pabbi hafði splæst í súkkulaðihúðuð jarðaber, syninum til mikillar gleði.
Jón Ómar skrapp í nudd til ömmu sinnar í gær. Hann var þreyttur eftir barnaafmælið sem hann var nýkominn úr. Enda hafði hann farið þar um eins og hvirfilbylur. 

Hann borgaði í kossi. 

Halló sæti.
Morgunmaturinn var skemmtilegur! 
*** 
Yndisleg helgi. Vorið er í loftinu og lífið er gott. Heyrumst seinna. 

Sunnudagurinn

Bakaði enskar tebollur, í gær bakaði ég þær og þær mislukkuðust, í dag heppnuðust þær. Jafntefli. 

Fallegur konudagsvöndur 
Jón Ómar tilbúinn að fara með pabba sínum út að moka “njó”, þarna var hann orðinn þreyttur á biðinni. Hvernig leikskólakennarar fara að því að klæða öll þessi börn á innan við 30 mín er mér hulin ráðgáta. 

Burrrrrr 

Mér finnst Jón Ómar alltaf fallegur, en svona rauður í kinnum eftir kuldann, þá var hann extra sætur 😉 

Buðum í súpu og brauð í hádeginu 

Rest-af-grænmeti-sem-til-var-í-ísskápnum- súpa

Svo var það kvöldmaturinn og þá var það gúllas í rauðvíns-rjóma- og tómatsósu.

Við drukkum ekki svona marga kaffibolla með þessu en þar sem ég á engan stofuskáp eins og er þá fær leirtauið að vera svolítið út um allt. 
Og þá fer þessari helgi að ljúka, ég skil í alvörunni ekki hvernig þær geta liði svona hratt (ok ég skrifaði fyrst gratt í staðinn fyrir hratt, haha). Yndisleg helgi að baki með kaffi-og matarboðum með fjölskyldunni og einni útsktiftarveislu. Nú hafði ég hugsað mér að horfa aðeins á The Good wife, þ.e. ef Svenni nær einhvern tímann að svæfa Jón Ómar. Það er kannski ekki skrítið að hann sofni ekki þar sem við lögðum okkur til að verða fjögur í dag, úps! 
Heyrumst í vikunni. 

Bob Bob Ricard

Það sést kannski ekki á myndinni en ég var að frjóóóósa úr kulda í miðbænum í gærkvöldi! 
***
Að búa á Íslandi þýðir að maður pælir stöðugt í veðrinu. Allan veturinn þá bíðum við eftir sumrinu, vonumst til að fá kannski þrjá mánuði þar sem við getum klætt okkur í léttan jakka og JAFNVEL náð að fara í sólbað nokkra góða daga. Svo kemur maí, svo júní og svo júlí og ekkert sumar. Ég skil það fullkomlega að hvert mannsbarn kvarti yfir veðrinu, það þurfa ALLIR sól og hita og fólk er orðið örvæntingarfullt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið sól og hita um jólin síðustu því annars væri ég eflaust orðin mjög grumpy. Ég vona líka að það verði smá sólarglæta í London í september þegar ég kíki þangað í smá helgarferð. Ég hlakka mikið til að heimsækja London og er búin að bóka borð á þessum stað HÉR. Í hverjum bás er hnappur þar sem stendur Champagne, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég ýti ekki á hann. Svo verður auðvitað líka bókað afternoon tea ásamt fleiru. Þegar ég ferðast þá finnst mér ótrúlega skemmtilegt að heimsækja flotta veitingastaði og ég get legið lengi á netinu að grúska og leita að skemmtilegum veitingastöðum. Annars hlakka ég líka mikið til að rölta um Notting Hill og vonandi finna bókabúð með gömlum bókum og auðvitað líka að heimsækja Harrod’s, ég næ alltaf að villast þar inni, örugglega flóknasta verslunarhús í heimi en ó svo yndislegt.  

Jæja við heyrumst. Á dagskránni í dag er kaffi hjá vinum okkar og grillaðir hamborgarar hjá mömmu, fullkominn sunnudagur. 

Sunnudagur

Fyrsti kvöldmaturinn heima í rúmar þrjár vikur
***
Einn af uppáhaldsrétti (allra) í fjölskyldunni er pasta með góðri kjötsósu og parmesan, fljótlegt og gott. Ég smakka mig áfram og krydda vel, mikið af timian og herbs de provence kryddinu frá Pottagöldrum, hvítur pipar og lárviðarlauf. Þessi krydd áttu sviðið í kvöld en rétturinn er aldrei alveg eins, stundum finnst mér líka gott að setja karrý í kjötið og stundum einhvers konar baunir, þá þarf heldur ekki eins mikið kjöt. Jón Ómar elskar svona hakk og ég auðvitað elska að gefa honum að borða þegar hann borðar vel, sem hann gerir oftast.
Á morgun tekur alvaran við eftir yndislegt frí sem við erum svo ánægð með. Jón Ómar hefur þroskast svo mikið í þessu fríi að dagmamman mun örugglega sjá mikinn mun á honum í fyrramálið. Hann er farinn að nánast hlaupa um og tjá sig svo miklu meira. 
Tímamismunurinn er aðeins að fara með fjölskylduna. Við sváfum frá 21.00- 10.30 síðustu nótt og núna klukkan 23 var litli pilturinn loksins að sofna. Hann verður hress í fyrramálið hjá dagmömmunni sinni.
Ég þarf víst að fara að byrja á masters ritgerðinni minni, er það ekki bara piece of cake? ehhh….. 
Heyrumst á morgun!