Góður dagur

Ég og Thelma erum núna búnar að ná öllum prófum hjá Primera Air og getum farið að hlakka til að vinna í sumar 🙂 Þessi dagur hefur verið frekar stressandi, við sváfum í ca. 4 og 1/2 tíma í nótt, lærðum, fórum í próf og fórum svo í fleiri tíma… Svo biðum við í algerri óvissu um það hvort við hefðum náð, sem við svo gerðum sem betur fer! Við komum svo heim fyrir ca. klst. og þá var Jakob, vinur hennar Thelmu sem við leigjum hjá, búinn að kæla rósavín og var að elda, sætur í sér… Við ætlum reyndar ekki að borða hér í kvöld, heldur fara út að borða með nokkrum öðrum og fagna smá og kannski ná smá Eurovision 😉
xxx

Góður dagur

Ég og Thelma erum núna búnar að ná öllum prófum hjá Primera Air og getum farið að hlakka til að vinna í sumar 🙂 Þessi dagur hefur verið frekar stressandi, við sváfum í ca. 4 og 1/2 tíma í nótt, lærðum, fórum í próf og fórum svo í fleiri tíma… Svo biðum við í algerri óvissu um það hvort við hefðum náð, sem við svo gerðum sem betur fer! Við komum svo heim fyrir ca. klst. og þá var Jakob, vinur hennar Thelmu sem við leigjum hjá, búinn að kæla rósavín og var að elda, sætur í sér… Við ætlum reyndar ekki að borða hér í kvöld, heldur fara út að borða með nokkrum öðrum og fagna smá og kannski ná smá Eurovision 😉
xxx

Væni græni

Bjó mér til einn svona í dag, stútfullur af næringu og rosalega svalandi! Ekki veitir af þar sem ég er að taka mjöööööög löng tölvupróf, m.a. security og dangerous goods…. þetta er sagan endalausa…
Á morgun fer ég svo aftur til Kaupmannahafnar, en áður ætla ég að fara í nudd á Nordica, ég er svo aum í bakinu og öxlunum að það er hræðilegt, ég finn það mjög greinilega þegar ég hef ekki komist reglulega í ræktina 😦

Í drykkinn notaði ég:
Agúrka,
Tvö græn epli
Tvö lime
Eina peru
4 stilka sellerí

Þetta mauka ég svo saman við banana, spínat og klaka, namm!