Boðskort

Boðskortin fyrir brúðkaupið komu í morgun með Svenna frá Florida og þau eru svo fíííííín! 
Ahh hvað ég hlakka til að senda þau =) 
Advertisements

Gah!

Mynd frá The Vintage Wedding Dress Company í London, sem selur original -one of a kind kjóla ..

Jæja þá erum við búin að panta boðskort og borðsmiða (?) fyrir brúðkaupið og senda á Svenna í Florida þegar hann verður þar, þungu fargi af mér létt skal ég segja ykkur. Við (lesist; ég) var löngu búin að finna munstrið og það á kortið og var bara með það geymt á svæðinu mínu á síðunni hjá fyrirtækinu sem gerir kortin, en ég gat ekki sent þau af stað fyrr en nú.

En ég skal nú bara segja ykkur það að ég er að fara á límingunum yfir kjólnum, skónum og öllu sem því tilheyrir. Ég veit ég er að fara til London næsta mánuði og mun þá vonandi finna draumakjólinn!! En hvað ef ekki?!! Hvað ef ég finn hreinlega ekki kjólinn MINN í London? Hvað ef ég finn ekki “one of a kind vintage kjólinn minn sem hefur svo mikla sál að ég mun finna fyrir nærveru hennar er ég geng niður kirkjugólfið” ?! Hvað EF?! Og hvað ef ég finn hann en hann kostar þúsund milljarða? Ég get ekki þessa óvissu mikið lengur og ég verð örugglega leiðinleg í London þar til þessu verki er lokið, EF því lýkur þ.e.a.s.

En af því við erum að tala um vintage, af hverju var allt svo mikið fallegra í gamla daga? Fötin, fólkið, tungumálið, húsgögnin, tónlistin, mannasiðirnir? Ég væri alveg til í að spila klassíska tónlist í brúðkaupsveislunni en ég myndi vilja hafa brúðgumann viðstaddann í veislunni og það yrði ekki raunin ef ég fengi að velja falleg verk eftir Johann Strauss eða Mendelssohn til að hljóma í hátölurunum.

Og fyrst ég er að ausa áhyggjum mínum yfir ykkur, kæru lesendur, þá er ég í bobba hvað varðar brúðkaupsnóttina. Ég hafði alltaf, alltaf, alltaf hugsað mér að vera á hóteli á brúðkaupsnóttina en svo fórum við Svenni að tala saman og komumst að þeirri niðurstöðu að við værum ekki svo mikið spennt fyrir því. Okkur langar að vera í kyrrð og ró þar sem enginn bankar á hurðina með room service eða þar sem manni er hent út kl. 12.00. Okkur langar að vera stutt frá Reykjavík í fallegum bústað helst og því spyr ég ykkur, lumið þið á einhverju sniðugu?

Boðskort og annar pappír

 
Krúttlegt kort…

Ef það eru fleiri en ég í brúðkaupshugleiðingum eða einhvers konar veisluhugleiðingum þar sem á að senda út boðskort þá get ég mælt með þessari SÍÐU. Mér fannst úrval boðskorta ekki nógu mikið hér á landi, en eflaust getur maður hannað kort frá grunni í samráði við prentsmiðju hér á landi hafi maður áhuga á því, en á síðunni er FULLT af fallegum kortum, við vildum ekki hafa mynd af okkur á boðskortinu og þess vegna vorum við svo hrifin af þessum =) Ég pantaði líka smá annað í stíl við boðskortið, gaman að hafa smá rauðan þráð í gegnum þetta. Fyrirtækið sendir International en ég mæli samt með því að biðja vin eða ættingja að kippa þessu með í næstu USA ferð þar sem það bætist ofan á þetta 10% tollur og svo 25,5 % vsk. (!)

Lazy-Daisy

Af hverju líða helgarnar alltaf mikið hraðar en virkir dagar? Merkilegt fyrirbæri. Í dag er ég búin að vera að reikna virðisaukaskatt, ég veit, ég er algjör partýpinni. Ég reyndar skrapp á Grand Hótel og kíkti á Brúðkaupssýningu sem haldin var í dag, ég var samt hissa á því hvað það voru fá fyrirtæki og lítill metnaður hjá sumum en mest hissa var ég á brúðkjólasýningunni, nánast allir eins í sniði og efni og margir virkilega óklæðilegir og ekki nóg með það heldur voru flestar stelpurnar í svörtum skóm eða öðrum jafn óviðeigandi og ein var m.a.s. í SVÖRTUM brjóstahaldara sem sást á bakinu… Ég var hissa á fyrirtækinu sem selur/leigir kjólana að hafa ekki passað þetta betur.

En ég skoðaði svíturnar og þær voru mjög fallegar og fyrir þá sem fíla það að vera með veislu í svona hótelsölum þá er salurinn á Grand mjög fallegur. Ég skráði mig reyndar í síðustu viku í einhvern pott hjá Grand Hótel og 1. verðlaun eru veisla að andvirði milljón krónur á hótelinu en ef ég á að vera hreinskilin þá væri ég alveg líka til í að vinna einhvern minni vinning, blóm eða eitthvað svoleiðis því ég held ég sé allt of hrifin af salnum sem við erum búin að bóka til að hætta við hann…

Kvöld með la famille

Systir, fallegust?

Í gærkvöldi borðuðum við saman nokkrar konur úr fjölskyldunni heima hjá tengdamömmu minni. Við hittumst til að ræða og skipuleggja stóra dagINN. Ég, Heiðrún Hödd systir, tengdamamma, ætleidd tengdamamma og tengdaamma. Það varð borðuð humarsúpa og ferskt rækjusalat, drukkið hvítvín og svo borðuð frönsk súkkulaðikaka (uppskrift HÉR ) muffins og kaffi með. Það vantaði svo auðvitað þriðju systurina, en hún fær að vera með í brjálæðinu næsta sumar þegar stóri dagurinn nálgast. Það var farið yfir nokkur praktísk atriði, athugað hvort blóminn væru ekki örugglega í blóma þegar dagurinn rennur upp, skreytingar, föt etc. Við skoðuðum brúðarblöð og listuðum út nokkur no,no’s. Nokkur no no varðandi útlit t.d. eru:

Gelneglur með french
Brúnkusprautun
Nýplokkaðar og litaðar brúnir.

Ég er komin með lista yfir hluti sem ég þarf að hringja og græja og ég er að spá í að byrja aðeins á honum í dag. Næsta svona kvöld verður hóað í vinkonurnar og mágkonu mína þar sem hún er snillingur í höndunum og ég þarf hana til að kenna mér og þá verður farið út í aðeins meiri færibandavinnu 🙂 Ég fékk síðan ótrúlega sæta gjöf í gær, poka með handbókum fyrir brúðkaupið og geisladisk með brúðkaupslögum, ein handbókin heitir “The bride’s instruction manual – How to survive and possibly even enjoy the biggest day of your life” mér finnst þessi bók algjör snilld og ógeðslega fyndin og ég ætla að glugga í hana um helgina.

Hafið það gott yfir helgina lovers!