Undirbúningurinn

 Helena frá Mac kom og gerði mig fína fyrir stóra daginn, mæli með henni! 
 Fallegi yndislegi kjóllinn minn, hefur aldrei þótt eins vænt um eina flík. Kjólinn keypti ég hjá bresku fyrirtæki sem heitir Tiffany Rose og saumar eingöngu meðgöngubrúðarkjóla. Beltið (ó beltið) keypti ég svo á Etsy og lét snillana í Eðalklæðum festa á kjólinn. 

 Ég var mjög róleg í öllum undirbúningnum, í alvöru. Það var ekki fyrr en rétt fyrir 16.30 að ég fór að fá verulega mikinn fiðring í magann =) 
 Fallegu fallegu blómin sem voru öll keypt hjá blómabóndanum í Mosfellsdal. 
 Tengdamamma að klippa til hringapúðann. Hringapúðinn var upphaflega jólaskraut sem var keypt í Ilvu. Ég klippti stóra borðann af og svo var stungið í gegn þessum tveimur silkiborðum fyrir hringana. Ég var alveg hrikalega ánægð með útkomuna enda hef ég ekki verið sérstaklega hrifin af þessum klassísku púðum. 
 Hér var ég að leggja lokahönd á lagalistann sem ég hafði dundað mér við alveg sjálf, samanstóð af Michael Bublé, Louis Armstrong, Frank Sinatra, Barry White, Tony Bennet og Elvis Presley =) 
Unnur Tara systir mín og ég. Heiðrún Hödd hin systir mín náðist af einhverjum ástæðum ekki á mynd… 
Ég var búin að gleyma því að ég væri með þessar myndir á myndavélinni og þess vegna koma þær svona “seint”. Gaman að skoða þetta finnst mér =) Myndirnar frá sjálfu brúðkaupinu eigum við enn eftir að fá og við hlökkum mjög mikið til að sjá þær, bæði úr myndatökunni og svo veislunni sjálfri. 
Það er greinilega ekki langt í hið íslenska haust og ég er bara mjög ánægð með það =) Núna ætlum við Dimma að fara og fá okkur smá göngutúr í rigningunni. Eigið góða helgi! 

11.49

….  og þar fóru boðskortin 
Í morgun dreif ég mig sem snöggvast (hundslöpp og ómöguleg) út á pósthús til að geta sent boðskortin í brúðkaupið okkar, mikill léttir og mjög skemmtileg tilfinning að senda þau. Nú er ég heima að reyna að læra, þess á milli sem ég snýti mér á ca. 5 mín. fresti – eða nei höfum það 3 mín. fresti. Eldhúsborðið er allt í snýtibréfum, girnó ég veit. Ég tek panodil af því ég er með hita og barninu líður ekki vel ef mamman er með mikinn hita og þess vegna tek ég panodil. En annars er ég bara að taka vítamínin mín, borða appelsínur og aðra ávexti, drekk engiferdrykki, super berry drykki og reyni hvað ég get til að losna við þessa flensu. Allra verst finnst mér þó að vera svona stífluð í nefinu og mér finnst ég fá hjartsláttartruflanir af því ég næ ekki að anda almennilega!!! Saltvatnsspreyjið gerir engin kraftaverk fyrir stífluð nef, því miður… 
Later amigos! 

Dior

Ég ætla að segja ykkur söguna um leitina að kjólnum. Ég fann engan. Hvert sem ég fór var mér sagt að biðtíminn eftir kjól væri 5-7 mánuðir (ég gæti saumað kjól á styttri tíma) en allavega, það þýddi ekki að deila við þessar dömur. Ég fór í margar búðir, ljótar og fínar og eina sem var svo fín að það hefði örugglega kostað mig milljón að máta einn kjól. Ég hefði kannski fundið kjólinn ef ég ætti milljón/ir, en þær á ég ekki og myndi seint eyða þeim í einn kjól. Ég ákvað að hætta að ergja mig á þessu og minntist þess að hafa séð fína kjóla á netinu, sem er jú auðvitað nokkuð áhættusamt – að kaupa án þess að máta þ.e.a.s. Ég flaug heim án kjólsins og hélt áfram að mynda með mér magasár. Hið versta hafði gerst, hugsaði ég, ég myndi ekki finna kjólinn. Ég myndi klæðast rjómatertukjól úr glansefni/bökunarpappír, alsettur semalíusteinum eins og virðist vera eina týpan sem kjólaleigur fá inn hér á landi, það er nú sér kapítuli út af fyrir sig. Ég ætti kannski ekki að alhæfa um þessar leigur, en ég byggi þetta bara á því sem ég hef séð og ég hef auðvitað ekki séð þær allar.

Á miðvikudeginum sest ég niður fyrir framan tölvuna og byrja að googla enn á ný og bið til Guðs að kjóllinn poppi nú upp og þá allt í einu kviknaði ljós. Ég mundi eftir sænskum hönnuði sem saumar fallega kjóla, mjög fallega. Ég setti mig í samband við hann og spurði – , logandi hrædd, hvort það væri hægt að panta hann án þess að koma í mátun þar sem hönnuðurinn er staðsettur í Stockholmi og saumar kjólana eftir pöntun – og svarið var; JÁ! Ég fann hvernig endorfínið rann um æðar mínar eins og eftir góðan hlaupasprett, eða frekar eins og eftir maraþon í mínu tilfelli. Í vikunni ætlar hönnuðurinn að senda mér fleiri myndir og ég sendi honum málin mín svo hægt sé að hefjast handa. Ég er svo glöð og léttirinn er meiri en orð fá lýst. Mér finnst líka frekar gaman að klæðast kjól eftir sænskan hönnuð, því þið vitið – ég elska allt sænskt =)

Skórnir eru síðan allt önnur ella. Ég var ekki lengi að finna þá, þeir voru ást við fyrstu sýn. Þið sjáið þá 28. júlí n.k.

Jæja ég er farin í sund í sólinni í gegnsæja sundbolnum mínum. Það reddast ef ég hleyp rosa hratt í laugina og fer voða hratt upp úr henni, þá sér enginn – vona ég.

Hárið

Ég hef verið meiri þeirrar skoðunar að hafa hárið slegið en ekki uppsett á stóra daginn en ég er alltaf að verða meira og meira hrifin af svona fallegum, pínu lausum, greiðslum…