Nýtt heimili

Jæja þá er loksins komin nettenging á nýja heimilinu og því ekki úr vegi að henda inn einni bloggfærslu. 


***


Við erum hægt og rólega að koma okkur fyrir. Hér er allt upprunalegt og margt komið til ára sinna þannig að það verða næg verkefnin næstu misserin en það er bara skemmtilegt. Við erum búin að mála allt og nánast alls staðar hef ég valið annað en hvítan lit á vegginn. Hlýlegir litir á veggjum gera svo rosalega mikið finnst mér og mér finnst það svo mikil sóun að hafa allt hvítt þegar það er til svo mikið af fallegum litum. Það sem skiptir mig mestu máli þegar kemur að því að innrétta er að það sé hlýlegt og notalegt, fullt af lömpum og ljósum, kertum og fallegum myndum á veggjunum. Talandi um lampa þá var eins og “the crazy lamp lady” þegar við vorum að flytja því ég ákvað að fara eina ferð með alla viðkvæmu lampana mína í bílnum, en þeir komust hingað heilir á húfi og það er fyrir öllu. Ég pantaði í allra fyrsta sinn z brautir í stofuna og ég hugsa að ég setji einhverja þykka djúsí, dökkar flauels gardínulengjur fyrir framan þessar hvítu. Vonandi náum við að klára það helsta á næstunni þannig að það sé hægt að koma heim og slappa af í staðinn fyrir að vera með endalausan to-do lista. 
Annars er nú bara meiri veislan framundan, bolludagurinn á mánudaginn og ég hef ákveðið að baka bollur á sunnudaginn, vatnsdeigsbollur með jarðaberjarjóma og karamellu og/eða súkkulaðikremi. Eldhúsið okkar er ekki mjög ósvipað eldhúsinu í húsinu sem ég ólst upp í á Patró, lítill borðkrókur þannig að Jón Ómar getur dundað sér við eldhúsborðið og spjallað við mömmu sína á meðan ég elda. Ég elska líka þegar eldhúsin eru lokuð en ekki hluti af stofunni, þó að það geti líka verið mjög fallegt. 
Jón Ómar er strax kominn á nýjan leikskóla og Fjarðarkaup er orðin uppáhalds matvöruverslunin mín þar sem ég þykist vera ein af rótgrónu hafnfirðingunum sem þar versla. 
Með öðrum orðum þá er allt “dandy” hér hjá frúnni í Blómvanginum. Heyrumst síðar. 
Advertisements