Baðið sem loksins varð tilbúið

Það var engum ofsögum sagt að það var löngu kominn tími á endurbætur inni á baðherbergi. Ég var með þetta blessaða bleika bað á heilanum og ég þoldi ekki við mikið lengur. Í lok maí ákváðum við að byrja að rífa baðið niður, þetta var auðvitað allt níðþungt og það þurfti 4 karlmenn til að bera baðkarið niður. Klósettið hefur örugglega verið fyrsta upphengda klósettið á landinu og þetta hefur örugglega þótt mjög móðins á þeim tíma sem þetta var gert. Fyrir utan ljótleikann þá var skápaplássið ekkert. Núna rúmum 4 mánuðum síðar eigum við loksins nýtt baðherbergi og ég vil helst sofa þar því ég er svo ánægð með það.

Hér koma svo myndir af baðherberginu eins og það lítur út núna.

Mér fannst þessi hnotuspegill úr Ikea passa vel inn og svo fann ég þessi ljós í Byko og loftljósið er í eins stíl. Á tímabili vorum við að missa geðheilsuna, endalaus bið eftir iðnaðarmönnum etc. en núna er maður auðvitað búinn að gleyma því öllu. En jæja við heyrumst betur seinna. Núna eru allar framkvæmdir búnar á heimilinu og við vitum nánast ekki hvað við eigum að gera við okkur. Kannski bara slappa af…

Breytingar

Efri myndinni póstaði ég á Instagram í gær, fyrir utan smá snurfus þá er herbergið hjá Jóni Ómari tilbúið og það varð nú ekki alveg eins og á myndinni sem ég póstaði hingað inn um daginn, enda er þetta barnaherbergi með tilheyrandi myndum og dóti sem stílistar pakka oft niður þegar þeir taka myndir af barnaherbergjum, eða það hlýtur að vera? Ég get ekki hugsað mér að pakka niður í skúffu myndunum sem Jón Ómar er búinn að vera að teikna og mála þó þær séu kannski ekki í stíl við allt hitt. Ég er ánægð með útkomuna, mér finnst herbergið pínu, seventies, pínu bóhem og hlýlegt…Ég ætlaði að setja stóran spegil í herbergið hjá honum en ég er nú eiginlega hætt við það þar sem ég hugsaði að hann gæti bara skapað slysahættu. Annars þá á ég eftir að skaffa gula gólfmottu og svona svarta þykka ljósaseríu með stórum perum til að setja á vegginn, hvar fær maður svoleiðis seríu? Bauhaus?

Hjónaherbergið er svo líka næstum því tilbúið, núna vantar bara náttborðslampa og loftljós, ég mun ekki sakna rússans sem hefur hangið í loftinu allt of lengi þar sem ég hef ekki getað ákveðið mig.

Þar til næst.

 

Helgin

Fór í göngutúr, hlustaði á uppáhalds pod castið mitt og tíndi nokkur blóm sem urðu svona líka fallegur blómvöndur.Við (lesist Svenni og afi hans) hafa verið að mála ganginn okkar undanfarið og var helgin nýtt til að klára það. Hurðin hægra megin verður máluð líka þegar baðherbergið er klárt.Þegar litla barnið kemur í heiminn fær það herbergið hans Jóns Ómars (sem er við hliðina á hjónaherberginu) og Jón Ómar færist yfir í leikherbergið sitt sem er stærra en þetta herbergi. Ég er farin að undirbúa flutninginn og er mikið að vanda mig við það að hann verði sáttur og ánægður og tengi ekki komu barnsins við það að það sé tekið af honum svefnherbergið (sem er jú reyndar raunin). Nýja herbergið ætla ég að mála grátt í sama lit og er í eldhúsinu, kóngabláar gardínur, tekk kommóðuna sem þið sjáið  myndinni, fallegar bastkröfur undir dótið og notalega mottu á gólfið. Ég ætla að vanda mig mikið við að gera þetta eins notalegt og fallegt og hægt er.

Jón Ómar er orðinn svo stór að nú er hann stundum farinn að biðja um að sitja í alveg eins stól og við og tripp trapp stóllinn settur til hliðar, Ég hugsa að við kaupum svona stól handa honum þegar barnið kemur og svo kaupum við ungbarnasett á tripp trapp stólinn þannig að barnið geti setið í sömu hæð fyrstu mánuðina.Mig langaði bara aðeins að kíkja hingað inn og segja hæ, við heyrumst seinna og ÁFRAM ÍSLAND!!
 

Svala-lífið

Fyrsta rósin að verða að veruleika á þokkarósinni minni sem ég keypti í vor! 

Á fyrra heimilinu okkar voru líka svalir en það var alltaf rok á þeim þannig að við höfðum ekkert gaman af að vera á þeim. Peningarnir sem fóru í planka á svala-góflið, húsgögn, blómapotta og þess háttar hefði þess vegna verið betur varið í sólarlandaferð heldur en að láta þetta veðrast upp og fjúka út í rassgat. En það er nú gleymt og grafið í dag því svalirnar okkar hér eru yndislegar, svo skjólgóðar og kósý. Ekki skemmir svo fyrir að hafa svona stóran glugga beint út svalir þannig að ég geti notið puntsins þegar ég sit inni í sófanum 😉 
Jæja við erum farin niður í miðbæ að fá okkur einhvern kjams-kvöldmat og gefa öndunum. 
Heyrumst. 

Gleðilegt sumar!

Horft niður í stóra fína garðinn okkar sem við getum vonandi notað mikið í sumar =) 


*** 


Ég get varla lýst því hvað ég hlakka til sumarsins og ég er sko alveg búin að fá nóg af vetrinum í bili. Við borðuðum hádegismatinn úti á svölum og þó það sé ekki hlýtt úti þá verður mjög hlýtt á svölunum þegar sólin skín. Ég hlakka til að upplifa það að búa hérna um sumar, sjá garðinn í fullum blóma o.s.frv. 
Jæja, hef það ekki lengra í bili. Þar til næst. 

Helgin hingað til

Helgin byrjaði á fyrsta alvöru grillinu á árinu, lambafillet, grísahnakki, kartöflur og grillað grænmeti. Auðvitað skolað niður með góðu rauðvíni. Himnaríki.
Jón Ómar var kominn í kósý fíling, lúinn eftir vikuna. 
Eggaldin, kúrbítur og paprika með ólífuolíu og kryddi.

Myndir af Jóni Ómari sem ég lét prenta hjá Prentagram. Rjómamyndir eru viðeigandi í eldhúsinu =) 
Horft yfir eldhúsið okkar sem ég er alveg pínulítið skotin í, aðallega palisander viðnum. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti nýrri innréttingu. 
Þetta rauðvín átti skilið koss. Tommassi merlot pruné. 
Það mesta og besta sem ég hef áorkað í lífinu, Jón Ómar.
Ég að vera kjánaleg á svo kallaðri selfie. Ég get ekki orðið annað en skrítin á myndum sem ég tek sjálf, biðst afsökunar.

Bestur.

Best.

Pabbi hafði splæst í súkkulaðihúðuð jarðaber, syninum til mikillar gleði.
Jón Ómar skrapp í nudd til ömmu sinnar í gær. Hann var þreyttur eftir barnaafmælið sem hann var nýkominn úr. Enda hafði hann farið þar um eins og hvirfilbylur. 

Hann borgaði í kossi. 

Halló sæti.
Morgunmaturinn var skemmtilegur! 
*** 
Yndisleg helgi. Vorið er í loftinu og lífið er gott. Heyrumst seinna. 

Sunnudagurinn

Bakaði enskar tebollur, í gær bakaði ég þær og þær mislukkuðust, í dag heppnuðust þær. Jafntefli. 

Fallegur konudagsvöndur 
Jón Ómar tilbúinn að fara með pabba sínum út að moka “njó”, þarna var hann orðinn þreyttur á biðinni. Hvernig leikskólakennarar fara að því að klæða öll þessi börn á innan við 30 mín er mér hulin ráðgáta. 

Burrrrrr 

Mér finnst Jón Ómar alltaf fallegur, en svona rauður í kinnum eftir kuldann, þá var hann extra sætur 😉 

Buðum í súpu og brauð í hádeginu 

Rest-af-grænmeti-sem-til-var-í-ísskápnum- súpa

Svo var það kvöldmaturinn og þá var það gúllas í rauðvíns-rjóma- og tómatsósu.

Við drukkum ekki svona marga kaffibolla með þessu en þar sem ég á engan stofuskáp eins og er þá fær leirtauið að vera svolítið út um allt. 
Og þá fer þessari helgi að ljúka, ég skil í alvörunni ekki hvernig þær geta liði svona hratt (ok ég skrifaði fyrst gratt í staðinn fyrir hratt, haha). Yndisleg helgi að baki með kaffi-og matarboðum með fjölskyldunni og einni útsktiftarveislu. Nú hafði ég hugsað mér að horfa aðeins á The Good wife, þ.e. ef Svenni nær einhvern tímann að svæfa Jón Ómar. Það er kannski ekki skrítið að hann sofni ekki þar sem við lögðum okkur til að verða fjögur í dag, úps! 
Heyrumst í vikunni.