Elsku Hafnarfjörður & “ekkert merkilegt”

 

Það er nóg af fallegum gömlum húsum í miðbæ Hafnarfjarðar
Og litlar götur sem er svo gaman að ráfa um
Systir mín var svo indæl að nenna að koma með mér í göngutúr. Ég er búin að finna fullkomna leið í gegnum Víðistaðatúnið, þar get ég tekið stutt pissustopp á tjaldstæðinu – enda aðal áhugamálið hjá sumum að trampa á pissublöðrunni og því er þolið ekki mikið!
Yndislegi Hafnarfjörður- haustið var í loftinu og himininn bleikur.

 

Eitt af fallegri húsum Hafnarfjarðar

 

Og svo home sweet home.

 

Mér fannst svo fyndið þegar ég fékk kommentið “að þó að bloggið væri í raun ekki um neitt merkilegt þá væri samt gaman að lesa það” … Ég hef oft byrjað að skrifa eitthvað hérna og hugsað svo “guð minn góður Ástríður hver heldur þú að hafi áhuga á að lesa þetta?” og svo eytt færslunni. En ég er svona aðeins að skipta um skoðun hvað þetta varðar því bloggið Á ekki að vera um neitt merkilegt, það á bara að vera um lífið og tilveruna. Það er gaman fyrir mig að blogga því ég tek fleiri myndir, ég skrifa hluti niður sem ég myndi annars gleyma og svo fæ ég einstaka feedback 😉 Þar fyrir utan þá eru uppáhaldsbloggin mín blogg sem fjalla um fjölskyldulífið og hina “venjulegu” dagsdaglegu tilveru með myndum af mat, fallegum heimilum og öðru slíku. Ég ætla þess vegna að hætta að spá í það hvort hlutirnir sem ég skrifa hingað inn séu leiðinlegir eða ómerkilegir – eða kannski hvoru tveggja. Kannski skrifa ég einhvern tímann eitthvað “rosalega merkilegt” eða tjái sterkar skoðanir en aðallega mun ég skrifa um daginn og veginn sem er væntanlega lítið öðruvísi hjá mér en ykkur.

Að þessu sögðu þá þætti mér gaman að vita hvað ykkur finnst skemmtilegast að lesa, það væri alveg ágætt að geta haft það á bakvið eyrað.

Jæja fleira verður það ekki í bili, heyrumst fljótlega!

Haustfegurð

Yndislegur morgunn
***
Haustið, náttúran er svo brjálæðislega falleg í haustsólinni að maður fyllist af þvílíkri lífsorku. Kalt og hreint loft, smá roði í kinnum og gott spjall, það er ekki hægt að byrja daginn betur en á göngutúr á svona fallegum degi. Planið var að taka nokkrar myndir af Jóni Ómari í haustsólinni en hann sofnaði bara þegar við vorum hálfnuð í kringum vatnið, þannig að það varð ekki mikið um myndir í þetta skiptið, af honum þ.e.a.s. 
Nú ætla ég að enda þennan góða dag á heimildarvinnu, andstæðurnar maður.

Göngur

Bæði laugardag og sunnudag fórum við í langan göngutúr, alveg yndislegt veður báða dagana. Heiðrún litla systir (og ofurpæja) kom með okkur á sunnudeginum. 
Það var svolítil barátta að svæfa Jón Ómar í nótt og ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið pirruð þegar hundurinn vakti hann þegar ég loksins náði að svæfa hann, en hann sefur alltaf a.m.k. í 7 klst. samfleytt þannig að ég get nú ekki verið mikið að pirrast, ég þarf bara að fá hann til að sofna fyrr, fyrir miðnætti en ekki klukkan 2. 
Í dag ætlum ég og Jón Ómar að fara með Thelmu vinkonu okkar á Laundromat og kveðja hana áður en hún fer til Svíþjóðar í skiptinám.

Göngur

Bæði laugardag og sunnudag fórum við í langan göngutúr, alveg yndislegt veður báða dagana. Heiðrún litla systir (og ofurpæja) kom með okkur á sunnudeginum. 
Það var svolítil barátta að svæfa Jón Ómar í nótt og ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið pirruð þegar hundurinn vakti hann þegar ég loksins náði að svæfa hann, en hann sefur alltaf a.m.k. í 7 klst. samfleytt þannig að ég get nú ekki verið mikið að pirrast, ég þarf bara að fá hann til að sofna fyrr, fyrir miðnætti en ekki klukkan 2. 
Í dag ætlum ég og Jón Ómar að fara með Thelmu vinkonu okkar á Laundromat og kveðja hana áður en hún fer til Svíþjóðar í skiptinám.

Yndislegt hádegi…

Ég átti deit með vinkonu minni á Gló í Hafnarfirði í hádeginu þannig að ég og Dimma ákváðum að labba þangað í frábæru veðri. Á leiðinni heim kom ég svo við á Súfistanum og tók með mér einn tvöfaldan latte, elska Hafnarfjörðinn og á eftir að sakna hans mjög mikið, Kópavogurinn er ekki eins kósý…

Núna sit ég og les í barnarétti og ætli maður eldi ekki eitthvað gott á þessum fína föstudegi og byrji kannski að pakka niður í kassa í kvöld, gæti ekki hugsað mér betra föstudagskvöld, hehe.

Yndislegt hádegi…

Ég átti deit með vinkonu minni á Gló í Hafnarfirði í hádeginu þannig að ég og Dimma ákváðum að labba þangað í frábæru veðri. Á leiðinni heim kom ég svo við á Súfistanum og tók með mér einn tvöfaldan latte, elska Hafnarfjörðinn og á eftir að sakna hans mjög mikið, Kópavogurinn er ekki eins kósý…

Núna sit ég og les í barnarétti og ætli maður eldi ekki eitthvað gott á þessum fína föstudegi og byrji kannski að pakka niður í kassa í kvöld, gæti ekki hugsað mér betra föstudagskvöld, hehe.

Labbilabb

Ég er búin að eiga ótrúlega rólega helgi, aðeins of rólega eiginlega. Í gærkvöldi hélt ég að ég væri að fá einhvern flenskuskít, líður samt betur í dag – sérstaklega eftir þennan góða göngutúr með Svenna og tengdó.