Flatey, elsku Flatey 

Síðustu helgina í júlí fórum við Svenni til Flateyjar og gistum eina nótt á hótelinu. Ég gaf honum þetta í afmælisgjöf, mjög sniðugt að gefa gjafir sem maður getur notið líka 😉

Ég hef siglt mjög oft yfir Breiðafjörðinn og oft bölvað því að þurfa að stoppa alltaf í Flatey og velti því aldrei fyrir mér neitt sérstaklega hvað þetta væri dásamleg og einstök eyja. Mig minnir að ég hafi svo farið til Flateyjar í fyrsta sinn árið 2007 og varð þá alveg heilluð og hugsaði þá með mér að það væri gaman að gista einhvern tímann á hótelinu.

Við fórum úr bænum mjög snemma og tókum Baldur kl. 9 og vorum komin í Flatey kl. 10.30. Við fengum ekki herbergið fyrr en 13 en það kom ekki að sök því ég hafði útbúið pikknikk og við settumst í grasið og lágum í sólbaði og slöppuðum af. Við fengum fallegasta herbergið sem heitir Teistan og er í græna húsinu við hliðina á sjálfu hótelinu. Vá þetta var eins og vera í einhverri bíómynd. Mér leið svo vel þarna, það er ekki hægt að gera annað en að slaka á og að vera í svona mikilli náttúrufegurð gerir svo mikið fyrir sálina. Ég elska staði með mikla sögu og ég elska gömul hús. Ég fer alltaf að ímynda mér hvernig lífið var í gamla daga, ég elska myndina Ungfrúin góða og húsið sem var einmitt tekin upp í Flatey. Það var rosalega mikið líf þarna um aldamótin 1900 og þegar mest var þá bjuggu þarna um 400 manns minnir mig. Ég væri alveg til í að prófa að vera í Flatey um vetur, ég held að það geti verið skemmtileg upplifun.

Við borðuðum á veitingastaðnum á hótelinu og fékk ég besta þorskhnakka sem ég hef smakkað. Reyndar fannst mér leiðinlegt hvað það var absúrd dýrt þarna, ég hef alveg skilning á því að rekstrargrundvöllurinn er kannski ekki mjög stabíll og það er örugglega enginn svakalegur gróði sem hlýst af því að reka þetta en að borga 2,300 fyrir litla rabbabaraböku með rjóma finnst mér heldur mikið, hvað þá 4.300 fyrir fiskisúpu. Morgunmaturinn var mjög góður og ég fékk t.d. rosalega góðan bygg graut. Ég náði að lesa heila bók þarna og það var mikill lúxus að geta labbað með bókina með sér í morgunmatinn og drukkið kaffið í rólegheitum, það er aðeins minni tími til þess þegar maður er með litlu gaurana með sér.

Þessi upplifun var yndisleg og ég væri til í að fara þarna næsta sumar og tjalda og taka þá strákana með.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s