Þegar lífið þýtur áfram 

Hrólfur Bragi gat rétt setið kyrr í 2 sekúndur fyrir myndatökuna og svo þurfti hann að þjóta, svo margt spennandi að skoða þegar maður getur skriðið og þarf ekki að treysta á mömmu til að koma sér á milli staða.

 

***

Í morgun var fyrsti dagurinn í aðlögun hjá dagmömmu, ég byrja að vinna 1. september þannig að það er mjög gott að geta komið honum almennilega í rútínu og Jóni Ómari líka áður en vinnan byrjar. Þar sem Svenni þarf oftast að mæta kl. 6 í vinnu þá sé ég um að koma strákunum til dagmömmu og leikskóla og það krefst skipulags og aga, ég er strax farin að venja Jón Ómar við breytta rútínu. Það þarf að klæða sig, tannbursta og græja áður en horft er aðeins á barnatímann, ég nenni ekki að vera eins og biluð plata að segja honum að klæða sig á meðan hann er sogaður inn í eitthvað barnaefni. Við erum búin að vera svo afslöppuð í orlofinu að Jón Ómar hefur oftast verið að mæta um 9 eða 9.30 í leikskólann. Núna kemur Hrólfur Bragi til með að mæta kl. 07.45 og Jón Ómar kl. 8. Ætli ég þurfi ekki að vakna rétt rúmlega 6 til að geta græjað mig áður en fjörið byrjar.

Ég er alls ekki tilbúin fyrir það að Hrólfur fari til dagmömmu, Jón Ómar var rúmum mánuði eldri en hann þegar hann byrjaði hjá dagmömmu. Einhvern veginn var ég mun tilbúnari þá og fannst þetta ekki svona mikið mál. Við fórum í morgun og ég sat með honum fyrst og átti svo að fara í 40 mínútur. Ég var mætt aftur eftir 30 mínútur og minn maður sat sáttur og hafði ekkert farið að gráta. Á morgun setur svo dagmamman hann í fyrsta lúrinn. Ég er strax farin að kvíða því. Úff hvað maður er glataður eitthvað… Ástæðan fyrir því að hann byrjar svona snemma er sú að það er mjög erfitt að komast að hjá dagmömmu um áramót og að vera í orlofi í heilt ár hefði verið aðeins of strembið peningalega séð þó svo að það hefði auðvitað verið best. Asnalega helvítis fæðingarorlofskerfi.

Jæja ætli ég verði ekki að fara að sinna skyldum mínum sem húsmóðir, heyrumst síðar.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s