Gráblátt

Þrjár myndir sem ég tók í snarhasti, nennti ekki einu sinni að færa þetta hoppugrindar-gerpi sem stingur í mér augun oft á dag. Ég er samt ekki komin í öll-leikföng-eiga-að-vera-grá-hvít-og-í-stíl-liðið. En við réðumst (og með “við” meina ég “ég píndi Svenna”) til að mála loftið og veggina. Loftin voru löngu komin á tíma en veggirnir kannski ekki, en hvað um það. Þetta fallega sófasett nýtur sín svo mikið betur við þennan lit og það birti alveg rosalega yfir stofunni, ég bara gæti ekki verið ánægðari. Ég bætti svo líka við þessum ljósgráu gardínum yfir þær hvítu (ég var með tvöfalda braut sem ég notaði aldrei). Ég þyrfti reyndar að finna einhvern góðan leslampa á tekkborðið en ég þarf aðeins að melta það betur hvernig lampa mig langar í. Jú svo eigum við eftir að hengja upp myndirnar í borðstofunni, þær eiga ekki að vera svona.

Ágúst mánuður tæplega hálfnaður og ég fæ reglulega kvíðakast þegar ég hugsa til þess að ég sé að fara að vinna bráðum og Hrólfur Bragi þarf að fara til dagmömmu. Jesús minn. Hvert fór þetta fæðingarorlof?? Ef ég eignast þriðja barn þá verð ég fjögur ár í orlofi.

Nú ætla ég að leggjast og lesa og kreista síðustu dropana úr orlofinu. Á fimmtudag byrjar aðlögunin hjá Hrólfi og Jón Ómar er að byrja á golf námskeiði í dag eftir hádegi sem er út vikuna, nóg að gera með öðrum orðum.

Þar til næst (sem verður væntanlega eftir tvo mánuði miðað við tempóið hér inni)

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s