Skottúr

Í gær kíktum við í heimsókn í útilegu hjá tengdó, ég er ekki alveg tilbúin að sofa (eða frekar að sofa ekki) með Hrólf Braga í tjaldi þannig að við keyrðum aftur heim um kvöldið. Það stakk mig samt svolítið í hjartað að þurfa að taka Jón Ómar heim sem var sko ekki á þeim buxunum. Það er strax orðið þannig að Jón Ómar nennir sjaldan að leyfa mér að taka myndir af sér þannig að minnsti maðurinn fær að vera oftar fyrir framan myndavélina.

Það var ekkert merkilegt veður þegar við komum en það rættist heldur betur úr því og þetta tjaldstæði er eitt það besta á landinu, umhverfið er yndislegt og það er alls ekki pakkað þarna. Ísland í góðu veðri er óviðjafnanlegt, bara verst hvað það gerist sjaldan. Mér finnst það mjög óspennandi að vera eins og í síldartunnu á tjaldstæði, nánast ofan í næsta manni. Húsbýla/hjólhýsa “garðurinn” á Flúðum er örugglega áhugavert rannsóknarefni… En við ætlum nú samt að fórna okkur einhvern tímann í sumar í útilegu fyrir Jón Ómar, maður verður þá bara að stíla sig inn á það að sofa ekkert, haha… Í næstu viku byrjum við í sumarfríi og við ætlum að byrja fríið á að fara eina viku í bústað. Ég er búin að panta gott veður og ég ætla að vera dugleg við að fara út að hlaupa og svo ætla ég líka að vera dugleg að borða góðan mat og drekka góð vín.

Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s