Instagram innblástur og Brikk

Ég vista stundum instagram myndir til þess að geta litið á þær aftur seinna. Ég elska sixties stílinn sem er að koma aftur í innanhússhönnun (húsið á síðustu myndinni er í Palm Springs og er algjör draumur). Ég hef tekið eftir því að fólk hér heima er meira að halda í þennan stíl þegar það kaupir hús frá þessum tíma og ég elska það. Myndin sem ég tók af Instagraminu hans Valentino varð ég bara að vista þar sem hann er með Maximu prinsessu Hollands, fallegri og glæsilegri kona er vandfundin. Ég hló svolítið mikið af “otter space” gríninu og svo ætla ég einhvern tímann að bjóða upp á Moët rosé með svona cotton candy skreytingu.

Rétt í þessu var ég að klára að borða súrdeigsbrauð frá Brikk í Hafnarfirði, súrdeigsbrauð með möndlum og hunangi! Úff svo gott. Ég náði góðum labbitúr eftir að ég fór með Jón Ómar á leikskólann og Hrólfur sefur enn í vagninum. Nú erum við farin að leggja hann inn í kringum 20 leytið á kvöldin og hann sofnar á 5 mínútum og sefur til ca. 8 á morgnana með einu pela “vakni”… allt í einu eigum við Svenni mikinn frítíma á kvöldin, það er eitthvað sem þarf að venjast 😉

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s