Mini myndataka

 

Hrólfur Bragi 6 og hálfs mánaðar gamall.

 

Það var mjög lítið um veikindi hjá okkur í vetur, svo kom vorið og ég hugsaði með mér að nú værum við hólpin. Einmitt. Nú er Jón Ómar lasinn og ég krossa alla putta og tær að Hrólfur Bragi sleppi… Hann hefur aldrei orðið lasinn nema þegar hann fékk hlaupabóluna. Hann verður eflaust lasinn núna þar sem ég er búin að segja þetta.

Þannig að núna snúast dagarnir um að þjónusta þessa litlu menn. Gefa að borða, skipta á bleyjum, mæla, gefa meðal, skipta um stöð á sjónvarpinu…Á morgnana klæði ég mig í eitthvað sem er hendi næst og svo allt í einu er komið kvöld. Ég var eitthvað extra lengi að svæfa Hrólf í vagninum sínum áðan (típískt þegar Jón Ómar bíður inni) þannig að það fengu þó nokkrir að sjá undirritaða ganga fram og tilbaka fyrir framan húsið mitt í birkenstock inniskóm, velúrbuxum (ekki spyrja mig hvar ég fékk þær) og grænum síðum regnjakka. Mig langaði að stoppa þá sem gengu framhjá mér og segja þeim að ég væri ekki almennt svona mikill haugur.

Mér líður eins og ég sé tifandi tímasprengja hvað veikindi varðar því ég hef verið mjög dugleg að grípa pestir undanfarið. Á föstudaginn er miðnæturhlaupið og á laugardaginn ætla ég að hitta vinkonur og ég bara má alls alls ekki verða veik.

Annars þá reyni að smella nokkrum “betri” myndum af Hrólfi af og til þó ég sé ekki nógu dugleg að því. Það er ekki mikið mál allavega að fá hann til að brosa í myndavélina. Litli músarindill.

Heyrumst.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s