Síðustu dagar

Jón Ómar að tína fíflabúnt til að setja í glas hér heima, svo “falleg” blóm … 
Cava stund á mánudegi. Enginn venjulegur viðburður en voða notalegt í gær. 
Hrólfur Bragi á sumarhátíð á leikskólanum hjá stóra bróður um helgina. 

 

img_3633
Göngutúr í fallegu veðri – fátt sem toppar það.

 

Ég sit hér hálf dofin eftir að hafa loksins náð að borða morgunmatinn klukkan 10.30. Þið vitið, þegar maður er búinn að vera svo svangur frekar lengi og nær loksins að borða. Ég borðaði frekar lítið í kvöldmat í gær þannig að mér leið í alvöru eins og maginn væri að falla saman, ef það er líffræðilega mögulegt. Í morgun varð ég að velja sturtu í staðinn fyrir morgunmat, þolinmæði Hrólfs Braga leyfði ekki hvoru tveggja. Svo þarf maður að gefa þessum gaurum að borða, segja Jóni Ómari 100 sinnum að klæða sig, finna einhvern hundabol því allir aðrir bolir eru ómögulegir, skipta á kúkableyjuM, gefa pela, drekka kaffi, búa um rúmin etc. Svo löbbum við á leikskólann, það er miklu þægilegra en að taka bílinn því Hrólfur sofnar alltaf í vagninum á leiðinni og nú sefur hann fyrri lúrinn sinn. Svona eru morgnarnir okkar en í morgun vorum við extra sein á ferðinni því Hrólfur vaknaði ekki fyrr en 8.15 . Ég vaknaði við það að Jón Ómar kom inn í herbergi til að athuga hvort við værum vöknuð en hljóp aftur inn til sín þegar hann sá að litli bróðir var sofandi, krúttið.

Nú er ég að spá í að kíkja út í göngutúr í góða veðrinu. Ég á von á sendingu eftir hádegi þannig að ég verð að halda mig heima þá. Heyrumst fljótlega aftur.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s