Ljúffengur hrísgrjónaréttur og notalegir morgnar

Hrólfur Bragi bestabarn!

***

Hrólfur Bragi svaf frá 9.30 til 7 í morgun án þess að vakna þannig að ég vaknaði fersk og útsofin, annars er hann vanur að vakna í kringum 5 til að fá pelann og sofnar svo aftur til ca. 7 eða 8. Ég elska morgnana, ég tek hann fram og set hann í stólinn sinn og með dótið sitt, á meðan ég undirbý grautinn hans og fæ mér kaffi. Afslappað og notalegt. Þetta eru stundirnar sem maður kemur til með að sakna þegar maður fer aftur að vinna, þ.e. að geta bara verið í rólegheitum og þurfa ekkert að spá í klukkunni.

Jón Ómar er núna í sveitaferð með leikskólanum og ég er nú alveg pínulítið stressuð auðvitað, mamma paranoja sem ég er. Ég sagði honum að vera alltaf hjá kennurunum og aldrei í kringum neina bíla eða tæki! Ég hefði farið með ef ég væri orðin alveg viss um að Hrólfur væri hættur að smita.

Það er nú langt síðan ég setti inn uppskrift hingað á bloggið þannig að mér datt í hug að setja eina slíka á þessum góða föstudegi. Þetta er réttur sem ég hef gert reglulega síðan ég gerði hann “óvart” í desember sl. og segir Svenni að þetta sé einn af hans uppáhalds. Þetta er mjög fljótlegur réttur og það er hægt að gera alls konar útfærslur, það skemmir heldur ekki fyrir hvað hann er ódýr. Í réttinn nota ég:

Brún hrísgrjón (má líka nota t.d. bygg)

Ca. 2-3 gulrætur

Rósakál, ferskt!

Brokkolí, rauðkál eða bara hvað annað sem ykkur langar í.

Beikon

Egg

Ferskur kóriander

Sesam olía

Sweet chili sósa

Ég byrja á að steikja beikonið, bæti grænmetinu saman við, salta og pipra og set svo dass af sesamolíu. Þegar grænmetið er orðið mjúkt þá bæti ég soðnum hrísgrjónum saman við á pönnuna og bæti við tæpri msk. af grænmetiskrafti (ég nota frá Sollu) sem ég set út í ca. 1 dl. af vatni. Ég helli svo heila klabbinu á fat, steiki ca. 4 egg (steiki bara öðru megin svo að gulan sé smá “runny”) og raða eggjunum ofan á blönduna, svo strái ég ferskum kóriander og helli smá sweet chili sósu yfir.

Jæja hér er, aldrei þessu vant, dagskrá hjá húsmóðurinni. Við Hrólfur ætlum að fara í Krónuna og gera helgarinnkaupin og svo eigum við stefnumót niðrí miðbæ Reykjavíkur í hádeginu. Góða helgi!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s