Erfiður maí mánuður

Vertu velkominn júní! Hrólfur Bragi var svolítið sætur í kanínupeysunni sinni í gær þannig að ég ákvað að þennan krúttleika yrði að festa á filmu ❤

Ég hef ekkert skrifað hérna í langan tíma því ég hef einfaldlega ekki haft orku/tíma eða ástæðu til þess! Hér höfum við verið inni meira og minna allan maí. Jón Ómar byrjaði með hlaupabóluna, ég varð síðan lasin þegar hann var að jafna sig, svo fékk Hrólfur hlaupabóluna og svo um helgina fékk ég heiftarlegt kvef sem ég er enn að jafna mig á. Hrólfur Bragi litla ljós var samt svo duglegur þó að hann hafi fengið frekar slæmt hlaupabólutilfelli, hann grét nánast ekkert en tvær nætur vorum við nánast svefnlaus því hann komst ekki í ró fyrir kláða greyið. Núna krossa ég alla putta og tær að hann hafi náð að mynda mótefnið, en við verðum nú að bíða eitthvað áður en það er hægt að komast að því.

Ég fór í heilsuhúsið í gær og keypti mér engifer-og hveitigrasskot og pro biotic töflur fyrir mig og Jón Ómar í einhverri viðletni að bæta heilsuna á þessu heimili, þ.e. kvefið og almenn veikindi, ég veit að maður gerir fátt til að koma í veg fyrir hlaupabóluna 😉

Það er sumsé ekki mikið að frétta af þessu heimili fyrir utan það að ég er komin með ógeð af því! Allt hér inni er ljótt og asnalegt. Ef peningar væru ekki fyrirstaða þá væri ég búin að snúa öllu við. Annars er frekar langt (miðað við að þetta sé mitt heimili) síðan ég breytti einhverju hér þannig að það er aldeilis kominn tími á breytingar. Mig langar t.d. að mála stofuna en það þyrfti líka að mála loftið og þá þarf að taka niður gardínulistana og þá er þetta orðið svo mikið batterí. En ef það heldur áfram að rigna þá er svo sem ekki mikið annað að gera en að taka aðeins til hendinni hér inni við.

Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s