Mánudagur halleluja!

Nokkrar myndir frá laugardeginum…

***

Þessi mánudagur er sérstaklega velkominn. Svenni er kominn heim og fór með Jón Ómar í leikskólann í morgun í fyrsta sinn í tvær vikur! Maí ætlar sem sagt að fara að mestu í veikindi því ég er enn lasin síðan á föstudag. Mér finnst ég hafa verið meira og minna inni í maí, ég kannski hef skroppið aðeins í ræktina eða eitthvað örstutt en engin útivera og engir göngutúrar þannig að ég er orðin pínu buguð á ástandinu. Það gekk alveg ágætlega að vera ein með strákana um helgina og hefði auðvitað gengið vel ef ég hefði ekki verið lasin, þó það sé mikil vinna að vera ein með þá gengur það samt vel en það er samt erfitt að vera til staðar fyrir báða strákana öllum stundum. Uppáhalds tíminn var að leggjast upp í rúm með Jóni Ómari og horfa aðeins á “vitleysu” í ipadinum, hann er svo notalegur og kyssir mann og knúsar, “vitleysa” er sem sagt Fail army myndbönd á youtube sem Jón Ómar hefur mjög gaman af. Ég var einfaldlega of þreytt og löt til að svæfa hann í sínu herbergi og lesa fyrir hann, pabbi hans gerir það annars alltaf.

Ég gat eiginlega ekkert notið blíðunnar um helgina því það er ekkert sérstakt að vera í sólinni þegar maður er sjálfur með hita. Ég ákvað samt að fara með systrum mínum í smá rúnt í Friðheima og Slakka á laugardaginn, systir mín keyrði og ég gat dottað aðeins í bílnum. Við fengum okkur dásamlega tómatsúpu í Friðheimum en vorum við það að bráðna inni í gróðurhúsinu. Núna ætla ég að krosa alla putta og tær og vona að þessi flensa fari sem allra, allra fyrst. Í vorkunn og volæði í gærkvöldi pantaði ég mér blómakjól á asos, mjög ó-Ástríðarlegur, en ég var undir áhrifum veðurblíðunnar… Ég hlakka samt til að fá hann, kannski er hann hræðilegur, kannski ekki.

Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s