Frekir fullorðnir

Ég get ekki betur séð en að allar bólurnar á Jóni Ómari séu þornaðar þannig að við skelltum okkur í húsdýragarðinn í tilefni dagsins, fyrsta ferð Hrólfs Braga í þennan (ó)merkilega garð.

Yndislegur dagur og loksins er strákurinn minn að jafna sig, húrra! Hrólfur Bragi var ekki til í að leggja sig lengi í morgun þannig að ég pakkaði heimilinu saman í þennan mömmu bakpoka sem ég er með á myndinni og við skelltum okkur í húsdýragarðinn til að viðra okkur aðeins. Ég er reyndar með (að ég held) vöðvabólgu út um allan líkamann og illt í mjóbakinu þannig að ég er ekki að farast úr hressleika en vonandi jafnar þetta sig áður en ég verð mjög pirruð. Ég set í titilinn á blogginu “frekir fullorðnir” því mér finnst stundum fullorðið fólk mega bera meiri virðingu fyrir börnum. Við fórum í kaffiskálann í húsdýragarðinum og ég gaf strákunum að borða, Jón Ómar vildi svo kaupa sér ís þannig að ég lét hann hafa 500 kr. og sagði honum að fara og kaupa sjálfur (í fyrsta sinn sem hann gerir það) hann beið fyrir framan kassann mjög þolinmóður með seðilinn sinn mjög spenntur og svo þegar afgreiðslustúlkan var búin að afgreiða fólkið fyrir framan þá frekjast fullorðin kona fyrir framan Jón Ómar og það var ekki eins og hún hefði ekki séð hann.

Annars er nú mest lítið að frétta. Jú ég keypti baðvog í gær til að geta fylgst almennilega með hinu gríðarlega þyngdartapi sem framundan er hjá mér. Jón Ómar hefur mjög gaman af því að fara á vigtina og gerði það í morgun og vó heil 21,9 kg. Hann bað mig síðan að fara á vigtina sem ég gerði og sagði honum hvað ég var þung (og sem ég ætla ekki að segja ykkur) og viðbrögðin voru “vá það er rosalega mikið”. Ég svaraði “já finnst þér það? pabbi þinn er þyngri” hehe…

Jæja fleira var það ekki í bili. Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s