Einstæð í fjóra daga

Hér sitjum við Jón Ómar í þessum töluðu, hann í super mario (það verður ipad detox þegar þessi hlaupabóla er búin) og ég að blogga. Ég hata eiginlega þennan ipad og við Svenni erum vanalega mjög ströng á að leyfa Jóni Ómari að vera í honum. Okkur finnst hann verða æstur og ekki líkur sjálfum sér ef hann er mikið í þessu. En núna í veikindunum hefur ipadinn náð að dreifa huga hans frá kláðanum og hefur bjargað okkur mikið.

***

Enn einn dagurinn heima við og ég efast um að Jón Ómar fari í leikskólann fyrr en á mánudaginn. Ég verð síðan ein með strákana frá og með morgundeginum og fram á sunnudag þannig að það er bara að gíra sig inn á það. Verst að ég missi af uppáhalds tímanum mínum í ræktinni á laugardaginn, ég er loksins komin í gírinn í ræktinni og finnst það dásamlegt! Hnén eru reyndar aðeins að stríða mér en ég vona að það lagist fljótt.

En jæja ég ætlaði að gera 100 hluti á meðan Hrólfur Bragi sefur þannig að það er best að fara að byrja á þeim. Ég ætla alltaf að gera svo mikið á meðan hann sefur að ég fæ athyglisbrest og veit ekki hvar á að byrja, haha, er ég sú eina sem er svona?

Jæja við heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s