Nýtt barborð og letihaugar

Ég datt í lukkupottinn í gær! Ég hef farið í Góða hirðinn kannski þrisvar eða fjórum sinnum en aldrei fundið neitt merkilegt þannig að ég ákvað í gær að like:a síðuna þeirra á FB til að geta fylgst betur með og þá mælti FB með öðrum nytjamarkaði þannig að ég skoðaði síðuna þeirra og sá skenk sem mér leist frekar vel á. Þegar ég kom á staðinn og sá skenkinn þá leist mér ekki nógu vel á hann en á leiðinni út sá ég þetta hjólaborð falið undir einhverjum ljótum speglum og ég öskraði pínu inni í mér af ánægju. Ég er búin að vera að leita að svona borði frekar lengi og ekki skemmdi fyrir að það kostaði bara 2.500 kr. Núna verð ég að fara á pinterest og fá hugmyndir hvernig sé flottast að raða á svona borð. Og svo verð ég auðvitað að fara í ríkið og fylla á það 😉

Ég smellti nokkrum myndum af Hrólfi Braga en við vorum ein að dunda okkur frá 8-9 í morgun á meðan stóri bróðir svaf. Við erum orðin frekar löt á morgnana og Jón Ómar er loksins farinn að sofa lengur þegar hann sofnar seint, áður þá vaknaði hann alltaf 7 eða 7.30 þó hann færi seint að sofa. En ég hlakka mikið til þegar Jón Ómar getur farið í leikskólann aftur, þessa daga erum við bara heima því það er auðvitað lítið hægt að fara með hr. hlaupabólu þó að bólurnar séu að hverfa hægt og rólega. Dagarnir eru því frekar rólegir og nánast einu samskiptin við umheiminn eru í gegnum Facebook og Instagram. En þetta gengur yfir eins og allt annað. Ég er samt strax farin að hlakka til að mæta í ræktina kl. 18.15 í kvöld (p.s. bestu hóptímarnir eru í Hress!) og fá smá útrás.

Þar til næst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s