Gegnum glerið í Ármúla


Elsku Unnur systir kom færandi hendi í gær með þessar fallegu liljur til að lífga aðeins upp á tilveru mína, haha ❤ 

Hér er hlaupabólan sem betur fer í rénun, jesús minn hvað elsku Jóni Ómari mínum hefur liðið illa 😦 þetta var sko ekki vægt tilfelli af hlaupabólu. 

En mig langaði að tala um þessa fallegu silfurlituðu “kertalukt” frá Lambert sem ég fékk í þrítugsafmælisgjöf frá ömmu og afa Svenna. Ég elska skrautmuni sem eru svolítið einstakir og eru ekki til á mörgum heimilum, svo er ég líka hrifnari af því að hafa fáa stærri hluti en marga litla. Ég mæli með versluninni Gegnum glerið í Ármúla ef þið viljið kaupa ykkur svona aðeins öðruvísi skrautmuni. 

Núna klæjar mig í puttana því mig langar svo að mála stofuna í öðrum lit og breyta aðeins til. Helst af öllu langar mig að kaupa einbýli hér í norðurbænum sem er ekta sixties hús sem ekkert hefur verið gert við, mig grunar að þau séu þó nokkur hér í nágrenninu en engin á sölu og ekkert sem ég hef efni á í augnablikinu. Ég elska þennan retró stíl og þegar fólk heldur stílnum og gerir svona hús upp af virðingu við þetta tímabil. En jæja nóg um þetta, hér þarf lítill maður að komast út í vagninn sinn. Heyrumst. 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s