Hún er mætt

Hlaupabólan er mætt =( Við sem vorum að vona að hann hefði fengið hlaupabóluna tveggja ára (hún var svo væg þá en læknirinn sagði að líklegast væri þetta hlaupabólan, en greinilega ekki…)

***

Jón Ómar var mjög lítill í sér og fékk háan hita í gær og reyndist það vera hlaupabólan  þannig að það varð ekkert úr kósýkvöldinu sem ég hafði planað fyrir framan júróvisjón. Ég hef reyndar aldrei verið jafn lítið spennt fyrir keppninni og í ár, veit ekki af hverju…

Ætli maður þurfi ekki að gera ráð fyrir rúmri viku núna heima og svo mun Hrólfur Bragi væntanlega fá þetta líka, ég vona samt ekki því hann myndar ekki mótefnið svona ungur. Þannig núna verð ég að passa það eins og ég mögulega get að Jón Ómar sé ekki að snerta litla bróður sinn. En til að líta á björtu hliðarnar þá er hundleiðinlegt veður og ég fór í búðina í gær þannig að okkur vanhagar ekki um neitt og svo á ég fullt af blöðum til að lesa á meðan Hrólfur sefur úti og Jón Ómar horfir á Tomma og Jenna í 788. skiptið. Ég hugsa að ég verði nú að fara út að hlaupa í kvöld til að fá útrás og missa ekki geðheilsuna af þessari inniveru, það er samt örugglega best að reyna að venjast henni bara strax.

En jæja við heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s