Hugsi…

Nú hljóma ég kannski eins og Carrie Bradshaw í Sex and the City, en ég er búin að vera frekar mikið hugsi síðan ég kom heim frá Köben. Þó ég hafi ekki verið þar lengi þá fann maður vel hvað Kaupmannahöfn er æðisleg borg og hvað hún er rosalega ólík Reykjavík. Ég skil það vel að Íslendingar hafi flykkst þangað í gegnum tíðina. Ég elska það hvað Danir geta hjólað út um allt og þar með sleppt því að eiga bíl með tilheyrandi peninga-og tímasóun. Okkur Íslendingum dugar varla að eiga einn bíl á fjölskyldu, það er allavega oft mikið púsl því almenningssamgöngur geta verið mjög lélegar hér. Í öðru lagi hvað Danir eru mikið úti vegna þess að þeir hjóla og ganga út um allt. Stundum yfir vetrarmánuðina get ég varla sagt að ég hafi farið út nema út í bíl og inn. Núna er ég mjög meðvituð um að vera meira úti, þarf ekki að vera merkilegt, bara labba eitthvað. Jón Ómar finnur oftast eitthvað til að gera. Í þriðja lagi þá er hægt að fara út að borða og drekka án þess að það kosti handlegg, ég pirra mig óstjórnlega á þessu okri hér heima. Það eru fallegar byggingar út um allt og Danir hljóta að vera ofarlega á lista yfir fallegustu þjóð í heimi, konurnar (og karlarnir) ég pældi aðallega í konunum haha, eru svo fallegar og svo smart! Mér leið eins og einhverjum niðursetningi sem hafði siglt til Danmerkur í leit að smá menningu og hugmyndum um það hvernig ég gæti gert torfkofann minn huggulegri… Alls staðar fannst manni vera vel gert við barnafólk, meira að segja á flugvellinum var aðstaða fyrir börn. Ég hef líka aldrei séð jafn marga feður vera eina með barnavagnana sem segir manni að jafnrétti kynjanna sé heldur lengra á veg komið en hér.

Maður hefur á tilfinningunni að Danir séu afslappaðri og geti eytt meiri pening í annað en hús og bíl. Svo eiga Danir líka kóngafjölskyldu…

Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað, hér vöknuðum við ekki fyrr en að verða 8 í morgun þannig að Jón Ómar var ekki kominn í leikskólann fyrr en kl. 10, nú sefur litli úti og ég hafði hugsað mér að skúra og skrifa innkaupalista, lífið sko…

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s