Kaupmannahöfn 

Sorglegt að hugsa til þess að þessi steypuveggur þarna fyrir aftan mig sé til þess að varna því að einhver geðsjúklingur geti keyrt á mig og aðra sem sitja þarna…

 

Ég var síðast í Kaupmannahöfn árið 2011 þegar ég var á námskeiði hjá Primera Air, það var svo mikið að gera þá að mér fannst ég eiginlega ekki hafa verið þar.

Svenni kom mér á óvart í febrúar á konudaginn og gaf mér þessa rúmlega sólarhringslöngu ferð til Köben. Ég gaf honum fótsnyrtingu á bóndadaginn. Við fórum snemma á föstudegi, vorum komin upp á hótel rúmlega 13 og hentum töskunum inn á herbergi og fórum og fengum okkur að borða, röltum um götur Köben, fengum okkur drykk og fórum svo upp á hótel til að hafa okkur til fyrir kvöldið, ég hafði bókað borð á Madklubben. Ég verð að mæla með Madklubben sem vinkona mín benti mér á. Hrikalega góður matur og svo ótrúlega gott verð. Svenni fékk sér nautasteik og bjór, ég fékk mér kálfakjöt, rauðvín og eitt kampavínsglas og svo í eftirrétt pantaði ég kaffi, baleys og súkkulaði. Herlegheitin kostuðu 9.800 isk. Við hittum svo frænda Svenna og kærustuna hans og skemmtum okkur aaaðeins of vel 😉 Það sést á fjölda glasa á morgunverðarborðinu hvað það var gaman hjá okkur.

Mér fannst almennt ekki dýrt að borða og drekka í Köben, allavega ekki eins dýrt og hér heima. Við borðuðum svo hádegismat á laugardeginum á Pastis sem er svipaður Snaps hér heima.

Að versla í Köben er hrikalega skemmtilegt og mun skemmtilegra en í Bandaríkjunum finnst mér. Barnaföt eru t.d. miklu flottari í Evrópu en USA. Hausinn á mér sprakk næstum því þegar ég kom inn í Magasin, ég réð ekki við allt þetta úrval.

Það var mjög gaman að prófa svona stutta ferð, og ég var farin að sakna strákanna strax á laugardeginum. Við fórum svo upp á flugvöll um 17.30 á laugardeginum og vorum komin heim kl. 22 og strákarnir ennþá vakandi sem betur fer.

Yndisleg ferð og vonandi get ég farið sem fyrst aftur til Köben.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s