Að ferðast létt

 

Svartar gallabuxur, tvær skyrtur (skrifstofublókin sem ég er), hlý en létt peysa (uppáhalds peysan mín frá J. Crew sem heitir Tippi sweater, haha)

Og auðvitað einn svartur blazer líka, þessi er frá Theory og ég er ótrúlega ánægð með hann. Svo á ég eftir að pakka hvítu strigaskónum og þá er ég bara tilbúin!

Síðast þegar við fórum út þá vorum við með svo mikinn farangur að ég fékk næstum því kvíðakast yfir því. Að ferðast með lítið barn þýðir oftast MIKILL farangur. Bætið svo golfsetti ofan á það. Núna er ég búin að ákveða að ferðast bara með flugfreyjutösku, lúxusinn að geta bara gengið út úr flugstöðinni þegar við lendum án þess að þurfa að bíða eftir töskum. En þetta krefst þess auðvitað að ég pakki aðeins nauðsynlegum hlutum, ég á það til að henda bara hinu og þessu í töskuna án þess að spá neitt rosa mikið í því hvað ég sé að fara að nota. Þannig að í morgun nýtti ég tímann á meðan barnið svaf til að máta föt og ákveða hvað skyldi með.

Strákarnir fara í pössun til ömmu og afa og það er töluver meiri farangur sem þeir hafa með sér þangað en við til Köben. Við skutlum þeim í pössun annað kvöld þar sem flugið fer svo snemma á föstudagsmorgun, svei mér þá ef ég skála ekki í litlu kampavínsglasi strax annað kvöld.

 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s