Mánudags-þriðjudagur

 

Svefnherbergið þennan morguninn (ég bý alltaf um rúmið, ekki bara fyrir myndatökur, þetta tekur mig max 2 mínútur og það er miklu notalegra að skríða upp í á kvöldin þegar það hefur verið búið um rúmið)

***

Við tókum svefnherbergið í gegn sl. vor, hentum út fataskápum og máluðum. Ég er samt ekki alveg sátt við herbergið, það er einhvern veginn of “hreint og beint”. Ég hef komist að því að það er mér algjörlega ómögulegt að finna náttborð hér á landi sem eru mér að skapi, þess vegna eru þessar ikea hillur notaðar í staðinn. Við áttum þessar hillur en mér finnst liturinn of ljós. Svo eru lamparnir eitthvað off… Þessi kommóða passar ekkert þarna inn en fær nú að vera þarna samt sem áður. Herbergið er eiginlega bara ÖMURLEGT, haha nei nei…  Það vantar bara meiri hlýju og persónuleika, þarna kom það! persónuleikann vantar í þetta herbergi, herbergið er gersneytt persónuleika. Við þurfum að kaupa aðrar gardínur svo að vampíran sem ég deili rúmi með geti fest svefn, en ég er alltaf að bíða eftir að þær mæti í Ikea.

Annars verður þessi vika stutt og skemmtileg, við Svenni ætlum að skreppa til Köben á föstudaginn í rúman sólarhring, við höfum aldrei farið í svona stutta ferð áður en það verður gaman að prófa. Tilgangur ferðarinnar er að slappa af, borða góðan mat (ég er búin að panta á Madklubben (kvöldmat) og Pastis í langan hádegismat. Við ætlum að rölta um, stoppa og fá okkur drykk(i) og njóta þess að hugsa bara um okkur sjálf, ég þarf bara að hafa áhyggjur af að skeina sjálfri mér til dæmis. Eða ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af því, eiginlega bara engar en þið vitið hvað ég meina.

Jæja þar til næst!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s