Flórida 

Mér datt í hug að skrifa aðeins um fríið sem við fórum í til Flórida, ég fæ af og til senda pósta með fyirspurnum um ýmislegt tengt Flórida og því ekki úr vegi að skrifa bara aðeins hér inni um þennan ágæta áfangastað.

Við erum mjög hrifin af Flórida og höfum farið þangað þó nokkrum sinnum, veðrið þar er gott, það er góður matur, það er beint flug þangað (og ekki með PrimeraAir!) það er gott að versla þarna og það er gott að spila golf. Síðasti punkturinn skiptir mig reyndar ekki máli en maðurinn minn spilar golf.

Við fórum í mars sl. og þá var Hrólfur Bragi rúmlega 3 mánaða. Við vorum svo heppin að fá sæti fyrir barnabílstólinn bæði á leiðinni út og heim þannig að hann gat sofið þar, það munaði miklu að þurfa ekki að halda á honum alla leiðina. Hann svaf, drakk og var aðeins vakandi og það var ekki mikið mál að fljúga með hann. Farþegarnir sem sátu í kringum okkar sæti í vélinni voru samt pínu skelkaðir á svipinn þegar þeir sáu okkur setjast, en ég fékk að heyra bæði á leiðinni út og heim hvað Hrólfur væri góður og að það heyrðist varla í honum ❤  Þetta er í fyrsta sinn sem ég var þakklát fyrir ókyrrð í flugi því hún hjálpaði honum að sofna í eitt skiptið. Við vorum með bílstólinn á bugaboo kerrunni okkar og svo tók flugvallarstarfsmaður kerruna niður í farangursrýmið þegar við fórum um borð. Reyndar þurftum við svo að sækja þetta þar sem farangurinn var en það hefði verið mun þægilegra ef það hefði verið komið með þetta up aftur þegar við fórum frá borði, eins og gert er t.d. með hjólastólana. Núna ákváðum við að gista á Hyatt flugvallarhótelinu þegar við lentum í staðinn fyrir að standa í því að leigja bílinn og keyra á resortið þarna um kvöldið. Þetta var algjör snilldarákvörðun, gátum bara labbað beint upp á hótel, allir grútþreyttir. Svo daginn eftir fór Svenni í rólegheitum og náði í bílinn. Ég hugsa að við munum gera þetta alltaf svona framvegis. Þetta sparar eina nótt á resortinu og einn dag með bílinn.

Hrólfur var nokkuð þægilegur þarna úti, stundum varð hann pirraður þegar það var of heitt, sem gerðist stundum seinni vikuna en annars var hann frekar rólegur þegar við fórum og fengum okkur hádegismat og svo var ég dugleg að fara í göngutúra um hverfið á meðan Jón Ómar fór með pabba sínum í sund. Við fórum ca. þrisvar út að borða á kvöldin þar sem við nenntum ekki einhverju stressi með Hrólf pirraðan, við pöntuðum þá bara mat af þeim veitingastöðum sem okkur fannst góðir og borðuðum í rólegheitum heima.

Við vorum núna í Kissimmee á svæði sem heitir Reunion Resort. Við vorum þar líka síðasta sumar í eina viku og eina viku á Longboat Key við ströndina. Jón Ómar fílaði sig mikið betur á Reunion Resort þar sem er fullt af laugum og tækjum og nóg að gera fyrir litla krakka. Það var þess vegna ákveðið að fara og vera allan tímann á Reunion núna. Persónlega finnst mér svæðið í kringum Siesta Key mun skemmtilegra en að vera í Orlando, ég elska að vera við ströndina og mér finnst svæðið þarna niðurfrá mun meira aðlaðandi, en það er mjög næs að vera á svona resorti þegar lítil börn eru með í för og Jón Ómar virðist vera meiri sundlaugargæi en strandgæi.

Reunion er þægilegt því þetta er ekki týpískt lokað hverfi með einu klúbbhúsi heldur eru nokkrir veitingastaðir þarna, sundlaugagarður með rennibrautum, stór sundlaug  og svo minni sundlaugar með heitum pottum út um allt svæðið. Svo er líka spa þarna fyrir þá sem hafa áhuga á því, líkamsrækt, tennisvöllur og svæði með poolborði, ping pong og auðvitað mjög flottir golfvellir. Þetta er svona pínu eins og lítill bær.

Ég á alveg eftir að fara í almennileg sumarfrí til suður-Evrópu, ferðast um Ítalíu og Frakkland til dæmis en við geymum það aðeins þangað til Hrólfur er orðinn eldri, núna hentar það okkur fullkomlega að fara til Flórida þar sem við þekkjum inn á flest.

Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili, heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s